Færsluflokkur: Bloggar

Alltof velviljaðir viðskiptavinir.

Hér á borðstofuskápnum trónir eitt það stærsta páskaegg sem ég hef augum litið og æpir á mig:  Éttu mig, éttu mig!!!!  Velviljaðir viðskiptavinir færðu okkur hjónum þetta ferlíki í gær svona til að þakka okkur fyrir að vera til. 

Að sjálfsögðu er ég afskaplega þakklát fyrir hugulsemina en.... var þetta nú nauðsynlegt? Fjörutíu sentímetra súkkulaði egg með hangandi þremur smærri eggjum utaná, plús það er svona 20 sm. míni-egg falið inn í því stærra síðan allskonar gúmmelaði skreytingar hingað og þangað með kveðju

,,Happy Easter" 

 Var ekki bara hægt að færa okkur nokkrar túlípanadruslur?  Nei nú er ég virkilega vanþakklát.  Hvernig get ég látið, kona á mínum aldri?  En samt verður mér bara flökurt við tilhugsunina eina saman að þurfa að torga öllu þessu súkkulaði. Sick 

Nú ætla ég að koma mér út úr húsi áður en ég ræðst á þetta skrímsli og reyna að hugsa hvernig ég get komið þessu í lóg.  E.t.v. finn ég hér einhvern páskabasar sem ég get gefið þetta til styrktar góðu málefni, eða krakka hér í hverfinu sem vilja torga þessu með ánægju. 

 En málið er bara það að minn elskulegi er súkkulaðifíkill og þ.a.l. fæ ég skömm í hattinn ef ég svo mikið sem hugsa um að fjarlægja þetta úr húsinu.Blush  og þá er ég í vondum málum, trallallallallaWhistling

 Easter Basket 


Hafragrautur veldur símatruflun

Svona atvik eru bara til þess að lífga upp á hversdaginn og koma manni í gott skap. Þannig var að ég var að tala við tengdadóttur mína áðan í símann og við bara svona að blaðra um daginn og veginn.  Á meðan á samtalinu stóð heyrði ég að hún var að smjatta á einhverju mjög gómsætu. 

Allt í einu heyri ég mikla skruðninga og spliss, splass, blobb,blobb, blobb. 

 Ég spyr: Hæ ertu þarna? 

Löng bið og ekkert heyrist nema blobb,blobb,blobb.

Ég:  Halló!

Loksins heyri ég í minni og mikið pat í röddinni:  Já, hæ er hérna, en ég missti símann ofan í hafragrautinn. Verð að fara að gera eitthvað í þessu sulli hér. Pinch  Heyrumst.

Ósjálfráð viðbrögð mín voru þau að færa símann í flýti frá eyranu og ég horfði á tækið eins og ég byggist við því að grautargumsið kæmi vellandi út úr tólinu.  Þoli nefnilega ekki hafragraut. Sick

 

 

 

 


Hjálpsamur þessi Spitzer

Fyrst datt manni í hug þvílík uppgrip.  Wink En síðan kemur bara í ljós að fyrrverandi ríkisstjóri NY var bara að hlaupa undir bagga með aumingja stúlkunni eða hvað?  Hún þarf nú varla að halda uppteknum hætti þar sem hún er komin á síður blaðanna.  Af hverju er mynd af henni hér?Woundering 
mbl.is Spitzer greiddi vændiskonu 300.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köld eru kvennaráð sagði minn elskulegi við mig í morgun

..með ásökunarsvip.  Þetta var svo sem alveg rétt hjá honum, það var ég sem tók þessa mikilvægu  ákvörðun þó eftir langan umhugsunartíma og er að reyna að sannfæra sjálfa mig um það að ég hafi gert rétt en skerandi vælið er alveg að fara með mig.  Alla nóttina heyrði ég í gegn um svefninn þetta ámátlega væl sem aldrei tók enda. 

 Ég er að reyna að láta þetta fara inn um annað og út um hitt en það er erfitt þegar horft er á mann ásakandi augum sem segja:  Veistu hvað þú ert búin að gera mér kona? Geturðu ímyndað þér hvað ég á bágt og síðan þarf ég að vera með þennan bölvaðan skerm sem þvælist fyrir mér svo ég get varla hreift  mig. Svo önnur tvö augu sem tilheyra mínum elskulega sem segja:  Hefðir þú látið taka mig úr sambandi?  Hefðir þú lagt þetta á mig líka?  Ertu hjartalaus kona?  Úps, það er sem sagt ófremdarástand hér núna á heimilinu og ég er í ónáð bæði hjá mínum elskulega og hundinum.

Og nú þarf ég að koma honum í bílinn, hundinum sem sagt, því hann er að fara í eftirskoðun til Dýra.  Ég er í algjöru rusli núna með samviskubit upp í kok.   

  

 


Ekki öll vitleysan eins

Wink..Og hér sit ég og bíð eftir því að klukkan nálgist ellefu því þá verð ég að keyra minn hund til Dýra.  Grey kallinn er að fara í svona snip,snap fix. Veit ekki hvor er skelkaðri Erró eða minn elskulegi.  

 Hundurinn búinn að vera matarlaus í 24 tíma og skilur ekkert í því hvað við erum vondir fósturforeldrar.  Grætur við nammiskápinn og mænir á mig sorgmæddum augum. Nú er búið að taka vatnskálin líka frá honum. Frown

 Aumingja kallinn, þá á ég við hundinn ekki minn elskulega, en sá kall gat ekki einu sinni fengið sig til þess að fá sér morgunte áður en hann lét sig hverfa til vinnu. Var bara alveg ómögulegur. Það var eins og að hann væri að fara í þessa aðgerð en ekki hundurinn. Hálf hvíslaði þegar hann gekk út ,, þú lætur mig svo vita þegar þetta er afstaðið"  Man nú ekki eftir svona tilfinningasemi þegar ég fór í mína ,,aðgerð" fyrir mörgum árum en það er auðvitað allt annað mál.  Wink

 


mbl.is Kynlíf leyft, ekki hundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturhvarf til gömlu ævintýranna

Þetta er ein dapurlegasta fréttin í dag. Sænskir barnabókarithöfundar virðast ætla að koma mæðrum aftur á þann stall og vondu stjúpurnar og drottningarnar í gömlu ævintýrunum sem maður grét yfir sem barn.  Og feður barna eru aukaatriði. Hver er tilgangurinn? Vona bara að við þýðum ekkert af þessum bókum í framtíðinni.  


mbl.is Hættulegt líf mæðra í barnabókum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er bara eintóm hamingja

Ég vil byrja á því að benda á bloggið hans Gísla Blöndal í gær. (Margmiðlunarefni)  ef þetta kemur ykkur ekki í gott skap þá er bara eitthvað mikið að!  Þetta á líka afskaplega vel við mína síðustu færslu þar sem ég bunaði út úr mér þönkum um ellina. 

Bloggið mitt var í byrjun ætlað til þess að leyfa fjölskyldu og vinum að fylgjast með okkar daglega amstri hér í sveitinni.  Dálítil dagbók fyrir mig og síðast en ekki síst til þess að ég gæti haldi betur utan um mitt móðurmál.

Með tímanum fór þetta að vinda aðeins upp á sig og áður en ég vissi af var ég farin að blanda mér inn í umræður sem ég hafið ekki hundsvit á.  Tounge  Enda búin að búa hér í nær átján ár og svo langt frá því að ég gæti tjáð mig um þjóðarsálina þarna heima.  

Eins og kemur fram hér í fréttinni getur bloggið hjálpað mörgum sem berjast við margs konar vandamál og er það bara gott mál að fólk geti skrifað sig frá hinum ýmsu málum. 

Maður verður stundum var við að fólk segir í hálfgerðri hneykslan:  Ertu að blogga?  Oft á tíðum finnst mér þetta hljóma dálítið sem öfund.  Hef líka tekið eftir því að fólk þorir ekki að setja komment inn á síðuna mína vegna þess að það er svo asskoti hrætt við almenningsálitið.  En svona er þetta bara og við erum misjöfn eins og við erum mörg.

Minni aftur á síðuna hans Gísla.  Gisliblondal.blog.is  frábært myndband og eintóm gleði inn í bjartan vordaginn.

 


mbl.is Blogg gegn þunglyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ellin kemur með sín gráu hár og ég ætla að dansa á elliheimilinu hvar sem það nú verður í heiminum.

Aldur er mjög afstæður og það minnir mig á það að vinur okkar er sextugur á þessum vordegi.  Til hamingju með það Jóhann Guðmundsson!  Sextugur og sexý! 

Alveg er mér sama hvort ég er fimmtug, fimmtíu og fimm eða alveg að nálgast sextugt.  Ég er bara hæstánægð með minn aldur svo framalega sem ég þarf ekki að berjast við einhvern krankleika.

Þegar ég varð fimmtug fór ég fyrst að hafa verulegar áhyggjur af hrukkum og öðrum fellingum sem fóru rosalega í taugarnar á mér.  Var að velta því fyrir mér daginn út og inn hvað ég gæti gert í málinu.  Fara í lyftingu og hamast í leikfimi eða bara eitthvað sem gæti bætt þessi sýnilegu merki á mínum sérdeilis flotta skrokki.  Talaði við hinar og þessar frúr sem höfðu farið í alls konar lyftingar með misjafnlega góðum árangri. 

 Í dag nenni ég ekki einu sinni að pæla í þessu það er annað sem ég hef miklu meiri áhyggjur af.  Það er nefnilega hvar ætla ég að hola sjálfri mér og mínum elskulega niður þegar tími verður kominn til að setjast í helgan stein og hafa það huggulegt í ellinni. 

Komum við til með að sætta okkur við að búa á heimili aldraða þar sem matur kemur úr lélegum mötuneytum? Enginn Kínamatur, Pizzur eða annað sem við erum vön að borða. Bannað að fá sér rauðvín með matnum, þrátt fyrir það að það sé holt fyrir æðarnar, og dansa ræl og vals þegar slíkt er boðið uppá.  Humm ég held ekki. 

Móðir mín sem býr í sinni eigin íbúð í húsi fyrir aldraða eða 50 ára og eldri er bara þokkalega ánægð en kvartar stunum yfir því að þetta sé nú óttalegt elliheimili. Hún fer endrum og eins með eldra fólkinu á samkomur út í næsta hús og kvartar þá mikið yfir því að það sé aldrei spilaður Jazz eða önnur musik frá stríðsárunum.  Þetta var hennar musik.  Af hverju er verið að troða upp á þetta fólk gömludansamusikk við harmónikkuundirleik?  Mér finnst þetta niðurdrepandi og held ekki að við komum til með að samþykkja þegar kemur að okkar kynslóð. Við komum til með að vilja heyra Bítlana og Stones og alla hina kallana.  Við viljum twist og djæv og rokk, ekki satt?  Eða hvað, verður okkur nákvæmlega sama?  Verðum við alveg í sama farinu og margt af þessu eldra fólki er í dag.  Dofið, hlutlaust og lætur allt bara gott heita?  Guð minn góður ég vona ekki.  

Þetta er það sem veldur mér alveg óstjórnlega miklum áhyggjum í dag eða þannig  Tounge og ég hef rætt þetta við mína jafnaldra og spurt spurninga sem við öll, sem erum á svipuðum aldri, erum sammála um. 

Ég veit nákvæmlega hvar ég vildi helst vera og hvernig aðstöðu ég vildi hafa en það kostar óheyrilega mikla peninga svo eins gott að fara að leggja eitthvað fyrir og hætta að spreða þessum litlu krónum sem gætu annar farið upp í kostnað á því lúxusheimili sem ég kysi að eyða ellinni.  Ég ætla alla vega að verða skemmtilegt gamalmenni hvar sem ég verð.  Lofa því! Wink

 

 

 


mbl.is Íslendingar eldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem hjólin snúast endalaust

Þessi færsla er hvorki ætluð hneikslunargjörnum eða fordómafullum lesendum svo ég ráðlegg ykkur sem tilheyrið þessum hópi að hætta bara að lesa NÚNA. 

Á laugardaginn kom litla dúlluprinsessan okkar hún Elma Lind með foreldrum sínum hingað í hádegisverð og við, afinn og amman fengum að ,,agúa" dálitla stund með þessum litla sólageisla okkar.  Þegar líða tók á daginn og minn elskulegi búinn að garga með enska boltanum svo og að undir tók í allri sveitinni var kominn tími til að snurfusa sig fyrir kvöldið.

Tekin voru fram betri fötin og sparslað upp í hrukkur og fellingar og passarnir settir ofan í tösku.  Nú spyr einhver:  Ha passarnir, voru þau að fara eitthvað langt?  Og þá spyr ég á móti:  Eruð þið enn að lesa, þið fordómafullu, ágætu lesendur?  Ég varaði ykkur við hér á undan.

Við settumst upp í bílinn okkar (Skoda) og keyrðum sem leið lá til borgarinnar því nú skildi láta lukkuhjólið snúast og við búin að ákveða að eyða þessum aurum sem við vorum löngu hætt að nota.  Sem sagt, við vorum á leið í Casino.

Kvöldskemmtun með 20 vinum okkar á Casino Monaco á Corinthia Tower Hotel og þar var hún ég sem stóð fyrir þessari skemmtun og öllum undirbúningi.Shocking

 Það var hress hópur sem mætti í kvöldverðinn sem ég var búin að panta á Tælenskum veitingastað á sama hóteli.  Eftir góðan mat og drykki hélt hópurinn yfir á Casino Monaco og deildi sér niður á spilaboðin eða spilakassana. Sumir létu sér nægja að setjast í þægilega leðursófa og láta fara vel um sig eftir matinn og spjalla. 

 Ég var ein af þeim sem lét fara vel um mig þó hér á undan mætti halda að ég væri forfallin spilafíkill þá er það nú aldeilis ekki þannig.  Mér þykir samt róandi að heyra suðið frá hjólinu og klingið frá kössunum og lágvært skvaldrið frá gestunum. Minn elskulegi hefur gaman af því að spila og við gerum þetta svona einu sinni á ári að fara með vinum okkar og eyða með þeim góðri stund.  Fyrir þá sem ekki vita og eða halda að hér renni fjárhæðir úr vösum og fólk komi blásnautt út þá getur þú spilað fyrir minnst 1.- evru og hámarkið er 30.000.- evrur.

Kvöldið leið og við skemmtum okkur ágætlega með frábærum vinum og hlökkum til að fara aftur að ári.  Það skal tekið fram hér að við gátum eytt þessum umfram aurum okkar sem við vorum löngu hætt að nota svo það var bara gott mál.  Þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim lengur. Grin

      

 


Fengu hláturskast

Írskir vinir okkar, sem við sátum með í kvöld skemmtu sér vel þegar ég sagði þeim frá fréttinni um söngbannið á þeirra fræga lagi ,,Danny Boy" á St. Patricks Day á Manhattan.  Þau gjörsamlega veltust um af hlátri og höfðu aldrei heyrt annað eins bull.  Að þetta fræga lag væri sungið við jarðafarir er þvílík firra að það nær engu tali. 

 En svona geta menn droppað upp með skemmtilegar hugmyndir til þess eins að koma sér á framfæri.  Gott hjá þessum knæpueiganda, það verður örugglega brjálað að gera hjá honum á St. Patricks Day, ekki spurning. 

 


mbl.is „Danny Boy“ bannaður á degi heilags Patreks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband