Færsluflokkur: Bloggar

Heldrimannaíþróttin

Eins gott að passa sig þegar maður fer að slá í vor.  Golf er þvílík heldrimannaíþrótt að það nær engu tali. En skemmtileg samt. 

 Bannað að vera í Blue Jeans, (þykir einfaldlega hallærislegt)

 Bannað að vera í stuttbuxum, (gæti ruglað karlanna í púttinu, stuttpils OK)

 Bannað að vera í strigaskóm, (ekki nógu fínt, takkaskór úr leðri, takk fyrir)

 Bannað að spila nema maður hafi rétta forgjöf, ( truflar aðra atvinnukylfinga)

Bannað að ganga á vissum völlum, rándýrir bílar til leigu (snobbliðið)

Bannað að slá kúlunni í átt að fuglum, gæti hitt óvart og þá beint í steininn (bull)

Mig er samt farið að hlakka til að slá kúluna þrátt fyrir allar þessar reglur.  Ekkert er eins aflappandi og góður hringur á vellinum þ.e.a.s. ef maður nær að hitta boltann. Wink

 

 


mbl.is Í fangelsi fyrir „fugl“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgleg staðreynd

Hvað er það sem kallar á okkur að flytja aftur heim, jú fjölskyldan, vinirnir og sterk þjóðerniskennd sem bindur okkur við landið okkar.  Ég býst við því að flestir mundu vilja flytja heim ef þess væri einhver kostur en því miður er það bara ekki svo auðvelt þá sérstaklega fyrir ungt fjölskyldufólk sem er rétt að byrja að koma undir sig fótunum.

Dóttir okkar sem bjó með sinni fjölskyldu erlendis í nær átta ár flutti heim í fyrra.  Þau voru ein af þeim heppnu, áttu sína eigin íbúð og fengu góða vinnu bæði tvö.  Það var sem sagt ekkert basl framundan og þau hlökkuðu mikið til að vera nálægt fjölskyldu og vinum. 

 Ef þú spyrð þau í dag hvernig þeim líki heyrir þú smá hálfkæring á milli orðanna.  Jú, margt er gott annað er ekki svo gott.  Bæði í 100% krefjandi vinnu og barnið í leikskóla, aðeins eins og hálfs árs gamall. Nánast engin tími fyrir venjulegt fjölskyldulíf vegna þess að þau eru útkeyrð þegar heim er komið.  Það er engin amma eða afi til að létta undir og gefa þeim smá frí inn á milli.  Hvernig verður þetta þegar drengurinn stækkar og fer að krefjast meiri tíma. 

 Ég yrði ekkert hissa ef þau tækju þá ákvörðun að flytja aftur erlendis, í alvöru tala.  Þetta er sorgleg staðreynd og þau eru ekki ein í þessari stöðu.  Fjöldinn allur af velmenntuðu fólki getur ekki hugsað sér að fara heim til þess eins að þræla sér út og láta börnin sín sitja á hakanum.  

 


mbl.is Ekkert vit í að flytja til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

7 - 9 - 13 og síðan allt búið

Já þetta datt mér í hug, það er algjör vitleysa að vera að drolla þetta.  Veit nú samt ekki hvort minn elskulegi samþykkir þetta svona einn tveir og þrír en næst þegar ,,messað" verður hér þá er það ekki spurning ég verð á klukkunni og 7 - 9 - 13, allt bú!Tounge

Asskotans vitleysa er þetta LoL og þó? Undecided


mbl.is Kynmök taki sjö til þrettán mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðfyndinn bæjarstjóri

Jæja vinur, nú skalt þú bara halda í líftóruna.  Mér er alveg sama hvernig þú gerir það en þú vogar þér ekki að hrökkva upp af.  Það er nefnilega ekkert pláss í kirkjugarðinum. 

 Við getum svo sem holað þér hér utan garðs en erum skíthrædd við að þú takir þá upp á því að ganga aftur og hrella bæjarbúa og það viljum við ekki, svo þú skalt bara verskú tóra þar til við gefum þér grænt ljós lagsmaður.   

Hvernig og hvar hefur hann hugsað sér að framliðnir taki út refsinguna, á himni eða jörð? LoL


mbl.is Gjörið svo vel að deyja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með brenndan rass og ,,hraustlegt" útlit það var málið

Að synda í sínum eigin svita og engjast undir brennandi hitalömpum, lítandi á teljarann,, fer þessi tortúr ekki að verða búinn" er ekki alveg minn tebolli í dag. Skal þó viðurkenna að ljósabekki notaði ég hér áður fyrr eins og margur annar án þess að hafa hugmynd um skaðsemi þessara undratækja. 

Þarna lá maður í 30 til 40 mínútur nb. er að tala um fyrir svona 30 árum, fullviss um það að þetta væri hollt fyrir líkamann og svo fékk maður svo ,,hraustlegt" útlit og sá ekki eftir krónu sem fór í þetta svitasund. Stóð upp með hvíta hringi í kringum augun  og brenndan rass og leit út eins og geimvera en alsæl, því daginn eftir fengi maður eitthvað á þessa leið:  Vá hvað þú lítur vel út, hvert ferð þú í ljós? 

Ég held líka að hreinlæti hafi ekki verið upp á marga fiska á þessum árum.  Jú, maður átti að þrífa lýsið eftir sig með pappírsþurrku það var allt og sumt.  Ég er viss um að sumir hunsuðu þetta svo maður bara lagðist í uppþornaðan svita  sem blandaðist síðan manns eigin, nema maður þrifi bekkinn áður svona in case. Fólk lá líka þarna á Evu og Adamsklæðum einum saman af því það máti ekki sjást rönd.  Hugsa sér annað eins.  Oj bara Sick

Sumar fjölskyldur sem voru í góðum efnum áttu sína eigin ljósabekki en þeir voru þannig að maður varð að snúa sér við á tíu mín. fresti, hehehhehe þvílík fyrirhöfn, að nenna þessu. Wink

Nei, sem betur fer er nú komin herferð gegn þessum ,,líkkistum"

 


mbl.is Einn ljósatími eykur hættu á krabbameini um 22%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður hrikalega langur föstudagur

Man ekki betur en þetta hafi alla tíð verið svona á okkar landi.  Ef útivistaveður var ekki skaplegt  varð maður bara að hanga inni allan daginn og bíða...... Passían í útvarpinu og allir með helgislepjusvip á andlitinu. 

Okkur krökkunum var bannað að spila á spil og stranglega bannað að hlusta á ,,okkar" tónlist en viti menn, við máttum fara á skíði ef veður og færð leifði.  Það þótti nefninlega alveg sjálfsagt að skemmta sér á skíðum og þar mátti hlægja og skrækja af hjartans list.  En um leið og maður var kominn inn í hús var byrjað að sussa á mann og maður minntur á hvaða dagur væri.

 Var þá bara þessi hátíðleiki innanhúss? Ojú ætli það bara ekki.  Við, á mínu bernskuheimili vorum ekkert kristnari en hver önnur fjölskylda en einhverra hluta vegna var þessi siður í hávegum hafður og það var alltaf fiskur í matinn, það bara tilheyrði.  Ojæja, við vorum þó ekki látin fasta. Tounge  


mbl.is Bingó bannað á ákveðnum tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðurofsinn var ekkert lamb að leika sér við

Vindhviðurnar sem gengu hér yfir mið Evrópu á laugardag og sunnudag voru ansi skarpar og fimm eða sex Íslendingar sem ætluðu að mæta á Góu-gleðina í Vínarborg treystu sér ekki út í veðurofsann og þá er nú mikið sagt þegar landinn situr heima vitandi af góðum mat og frábærri skemmtun.

Í veðrinu sem gekk hér yfir um helgina létust fimm manns í  Austurríki, fimm í Ungverjalandi og tveir hér í Tékklandi.  Það er Guðs mildi að ekki urðu fleiri stórslys svo vitað sé. 

En það er skemmst frá því að segja að síðbúið Þorrablót Íslendinga í Austurríki og nágrannalöndunum fór einstaklega vel fram. Mættu þar um 60 manns í góðum gír og hámuðu í sig súrmetið og skemmtu sér langt fram eftir nóttu að góðum Íslenskum sið.  Stórsöngvararnir Einar Thorlacius og Ásgeir Ágústsson héldu uppi fjöldasöng og gamanyrðum við mikinn fögnuð landa sinna þess að milli sem þeir tóku lagið að sinni einstöku snilld. 

Þökkum ykkur Vínarbúar fyrir frábært kvöld í góðra vina hóp.

  


mbl.is Lá við flugslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góugleði í Vínarborg um helgina

Nú er bara að henda ofan í tösku og drífa sig við sólarupprás til Vínarborgar.  Síðbúið Þorrablót verður haldið á laugardaginn með öllu stöffinu sem því tilheyrir.  Við, ég og minn elskulegi tökum með okkur síld og annað góðgæti úr sjónum fyrir þá sem ekki vilja éta brosandi kjamma, súrmeti og hlandfisk. 

Hér stóð það borð saman sem fult er með nógleik allra krása eins og í Máríusögu, - að einni krás undanskilinni: ætum mat.  H.K.L.

Íslendingar búsettir í Austurríki og nágrannalöndum fjölmenna á hátíðina enda Íslendingar sem búa í Vínarborg, fólk sem kann að skemmta sér og öðrum með söng og skemmtilegheitum, ekkert vesen.  Við erum farin að hlakka til að hitta alla aftur og rifja upp gömul kynni. 

Eftir aðeins tveggja og hálfs tíma keyrslu héðan frá okkur erum við sest inn í stofu hjá Sendiherrahjónunum en þar gistum við alltaf þegar við skreppum yfir.  Þau eru algjörir höfðingjar heim að sækja og vonandi tekur Sveinn fyrir okkur nokkur lög á flygilinn áður en við skellum okkur í glauminn.  

Ég ætla að skilja tölvudrusluna eftir heima í umsjá Erró og hússtýrunnar svo það verður þögn á mínu bloggi fram á þriðjudag.  Hafið það öll huggulegt yfir helgina og njótið samvistar við þá sem ykkur er kærast.    


Listasetrið Leifsbúð í Tékklandi

Fundur var haldinn hjá Leifsbúðarnefnd þegar við rákum inn nefið síðast.  Nefndin léttir okkur mikið alla vinnu í sambandi við val listamanna og úthlutun á setrinu. Veit eiginleg ekki hvernig við færum að án þessa góða hóps. 

Hér í sumar og fram í nóvember er von á frábærum listamönnum sem dvelja hér hjá okkur í nokkrar vikur í senn. Það er aðeins einn mánuður óbókaður fram í nóvember og er það mars-apríl.  Hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því ,er viss um að einhver droppar inn þessar vikur. 

Það er mikill heiður að fá alla þessa góðu listamenn hingað og ómæld ánægja að geta veitt þessa þjónustu til handa löndum okkar.  Í sumar koma hingað ritöfundar, tónlistamenn og myndlistamenn svo það verður litskrúðugur hópur sem dundar sér hér í sveitinni okkar næstu mánuði.

Sigga, Leifur, Þorkell, Barbara, Kjartan, Sirrý, Þráinn g Sólveig þakka ykkur vinir mínir fyrir ykkar miklu aðstoð og vinnu. Fáum aldrei fullþakkað ykkar ómetanlegu hjálp.  Stórt knús á ykkur öll! 

Leyfi ykkur að fylgjast með þegar fram líða stundir.      


Kveðja inn í daginn til systur minnar

Áður en ég helli mér út í hversdagsleikann á þessum fallega vormorgni sendi ég systur minn Önnu Siggu bestu afmæliskveðjur.  Njóttu dagsins mín kæra með fjölskyldu og vinum.  Væri alveg til í að kíkja í Miðstrætið í kaffi en það bíður betri tíma enda örugglega nóg um gestagang hjá þér í dag.

Knús á þig, krakkana og Rikka og varið vel með ykkur elskurnar. InLove 

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband