Færsluflokkur: Lífstíll
20.8.2009 | 09:57
Þetta er hættulegt, þetta er stórhættulegt!
Undanfarna daga hef ég hangið hér á grindverkinu og málað hvítt. Nú hugsar sjálfsagt einhver: Ekki eru nú afköstin mikil hjá kerlingunni, bara enn að mála. Sko þið þarna, þetta grindverk er hátt á annan kílómeter að lengd svo þið skuluð ekkert vera að hæðast að mér.
En hvað er svona hættulegt. Jú það skal ég segja ykkur. Að hanga svona dag eftir dag aleinn út við grindverk, mála einslitt og það hvítt, ekki kjaftur í mílu fjarlægð með brennheita sólina í bak og fyrir það getur gert hvern mann hálf vitlausan.
Sem sagt stórhættulegt fyrir sálartetrið. Jú ég á Ipod en hann er í láni, Nei ég á ekki ferðaútvarp eða CD ferðaspilara ef svo væri þá væri ég ekki að væla þetta asnarnir ykkar.
Fyrstu dagarnir voru OK ég hlustaði á fuglana tala við mig og söng á móti, voða svona sætt. Svo fór mér að leiðast að tala við málleysingja og hundinn svo ég fór að hugsa og hugsa og hugsa sem endaði með því að ég var farin að tala við sjálfa mig, UPPHÁTT! Shit sem sagt stórhættulegt ástand!
Svo var það andskotans gula fíflið svo hrikalega heit gæti auðveldlega fengið sólsting ofan í geðveikina. Treð húfunni fastar ofan á hausinn alveg ofan í augu. Tek ekki sénsinn á neinu.
Farin út að hanga á grindverkinu, mála hvítt og hugsa.
17.8.2009 | 10:11
Vélin fær að halda heiðurssætinu aðeins lengur.
Ég skokkaði ,,léttfætt" niður stigann í morgun. Viku djúsdögum var lokið og nú gat ég farið og gúffað í mig öllu því sem mér finnst gott á morgnanna. Hafrakex með miklu smjöri og marmelaði, ómælt kaffi og bara að nefna það!
Þegar niður kom barst mér í vit sama lyktin og ég hef fundið á hverjum morgni alla vikuna. Lykt af nýpressuðum ávöxtum með engifer og annarri hollustu. Minn elskulegi hafði auðsjáanlega haldið áfram í djúsnum.
Þarna stóð hún á sama staðnum og hún hefur verið alla vikuna. Í nokkurs konar heiðurssæti í eldhúsinu. Við hlið hennar var shakevélin, viktin og kannan. Allt eins og það er búið að vera í heila viku.
Um hvað er ég að tala? Nú auðvitað djúsvélina sem ég var búin að hlakka svo til að koma aftur út í horn hinum megin í eldhúsið. ´Langt, langt úr sjónmáli! Bara pakka græjunni og nota aðeins spari. Þetta var orðið ágætt og ég svindlaði ekki nema síðasta daginn enda búin að fá upp í kok af allri þessari hollustu.
Neip, minn elskulegi nú er nóg komið hugsaði ég og sótti mitt hafrakex í skúffuna, sem enn var í þokkalegu standi, ekkert farið að mygla að ráði, smjörinu og marmelaðinu var skellt á borðið og ég smurði kexið á meðan munnvatnið lak út um munnvikin.
Með kaffið í krúsinni og kexið í hendi settist ég og nú skildi kjamsað á óhollustunni. KJammmssss..... viti menn þetta var ekki eins gott og mig minnti. ´Stóð upp náði í djúskönnuna úr ísskápnum og skellti í mig einum góðum.
Djúsvélin fær að standa í heiðurssætinu aðeins lengur.
Verð sjálfsagt að drekka mig niður næstu daga.
Farin út að mála grindverkið hvítt.
Það er heitt, það er hrikalega heitt úti. Finna mér sólhlíf.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.8.2009 | 10:00
Við erum sterk þjóð og frábær! Stöndum af okkur alla storma!
Það fór ekki fram hjá okkur á ferð okkar um landið sl mánuð að það vantaði mikið upp á gamla góða baráttuviljann hjá mörgum.
Þrátt fyrir sól og sumaryl fannst mér eins og dimm ský lægju yfir mönnum og málleysingjum. Fólk skiptist í hópa sumir töluðu ekkert um ástandið hvort það var af því þeir höfðu gefist upp eða vildu njóta þess að vera til örlítið lengur veit ég ekki en það voru líka aðrir sem töluðu út i eitt um þetta hryllingsástand. Skömmuðust og rögnuðu yfir öllu en voru ekki með neina lausn á takteinum. Dapurlegt.
Þegar við vorum heima í nóvember í fyrra var viðkvæðið hjá flestum: ,, Hva þetta reddast" eða ,,þetta er nú ekki svo svart" Enda hvernig var hægt að trúa því að nokkrir einstaklingar gætu verið það siðblindir og geggjaðir að þeir gætu komið heilli þjóð á heljarþröm?
Því miður gerðist þetta og það virkilega tók á að horfa upp á allar breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu á ekki lengri tíma. Verslanir sem áður gengu feiknavel var búið að loka eða hálf tómar hillur blöstu við manni þegar maður kom inn og afgreiðslustúlkan stóð örvæntingafull bak við borðið með hangandi hendi því það var ekkert til að selja lengur og engin tilgangur með því að halda þessu áfram. Þetta næstum stóð skrifað skýrum stöfum á enninu.
Túristabúðir, veitingastaðir og annað sem laðar að ferðamenn voru yfirfull af kátum ferðamönnum í BIÐRÖÐUM og þreyttu starfsfólki sem fékk varla matarpásu vegna þess að það var svo geðveikt að gera. Ég þori engu að spá um framhaldið á þessu en mikið asskoti mega Íslendingar vara sig ef þeir hætla að halda uppi ferðabransanum. Verðlagið er ekki í samræmi við gæði og sum staðar er maður bara einfaldlega tekinn harkalega i nefið.
Það fer ekkert á milli mála að þetta ástand gengur jafnt yfir alla, ríka sem fátæka, börn og gamalmenni. Nú þegar haustið nálgast með sínum dimmu dögum, verðlag hækkar og útivistartíminn styttist þá bið ég fyrir þjóð minni.
Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.8.2009 | 19:58
Endalausar biðraðir hvar sem maður kemur.
Þessi færsla er sett saman hér í eldhúskróknum mínum að Stjörnusteini. Við erum sem sagt komin heim eftir fjögra vikna ferð til heimalandsins.
Í gær eftir að hafa snætt hádegismat með Ástu vinkonu á Jómfrúnni náði ég að sjá hvernig hinsegin dagur fer fram á Íslandi. Athyglivert! Flott skrautsýning!
Á leið minni heim til móður minnar gekk ég upp Laugaveginn og rakst á Jóhönnu bloggvinkonu mína í mátunarklefa hjá Sævari Karli. Það var óvænt ánægja. Einnig tókst mér að smella kossi á Berg Thorberg bloggvin þar sem hann sat og málaði með kaffinu sínu í einni skartgripabúðinni en hann hafði ég heldur aldrei hitt áður.
Það tók mig ansi langan tíma að komast upp allan Laugaveginn þar sem ég næstum stoppaði við hvert horn til að heilsa vinum og vandamönnum enda dagurinn til þess að sporta sig aðeins.
Íslenskur humar er hnossæti og okkur litlu fjölskyldunni tókst að torga fleiri kílóum af humri í gærkvöldi en það var svona smá kveðjusamsæti heima hjá Soffu okkar og Steina fyrir okkur og svo komu mamma og tengdapabbi auðvitað líka.
Við vorum komin snemma upp í íbúð enda mæting klukkan sex í morgun í flug til Köben. Ég veit ekki hvað ég er alltaf að taka þessi morgunflug trekk í trekk. Bara til þess að gera mann hálf geðillan! Lærir aldrei af reynslunni, get svo svarið fyrir það!
Maður ætlar sér að ná einhverjum svefni en tekst það aldrei nokkurn tíma. Er eins og milli svefns og vöku alla nóttina af því maður treystir ekki á að vekjaraklukkan standi sig, sko hún gæti klikkað einmitt þá.
Í morgun fór ég undir sturtuna hálf sofandi og auðvitað var hún annað hvort of heit eða of köld. Þar sem ég stóð þarna með lokuð augun og reyndi að stilla hitastigið var það auðvitað ekki hægt, hver geturðu stillt hitastig með lokuð augun, þið vitið, sturtan var með svona 30° - 60°dæmi. Ég ákvað að láta þennan kattarþvott nægja og hálf skaðbrunnin krönglaðist ég upp úr baðkarinu og auðvitað varð mér fótaskortur og rann til í bleytunni en slasaði mig ekki vitund en þetta var til þess að ég glaðvaknaði og byrjaði daginn á því að bölva og ragna. Ekki beint skemmtilegt.
Út í bíl, töskunum skellt afturí og beðið fallega um að ekkert hafi nú gleymst í íbúðinni. Passinn, útskriftin á farmiðanum, gleraugun og snyrtibuddan sé nú örugglega í handfarangrinum. Við hefðum verið í djúpum skít ef við hefðum gleymt einhverju af þessu í íbúðinni því lykillinn var kominn í póstkassann og eigendur einhvers staðar að ríða hrossum upp í óbyggðum, en allt var á sínum stað, hjúkket!
Bruna í Garðabæinn til að ná í Steina tengdason og síðan var lullað til Keflavíkur, ég segi lulla þegar keyrt er á 90 km pr. klst. Verst að geta ekki sofið en ég kann ekki að sofa í bíl, þarf alltaf að vera á vaktinni, sko það gæti eitthvað gerst sem ég hefði betur vit á en bílstjórinn.
Komum til Keflavíkur tveimur tímum fyrir brottför. Eins gott, það var varla að maður kæmist inn í afgreiðslusalinn svo mikil var örtröðin. Vitið þið hvernig manni líður eftir að hafa staðið í endalausum biðröðum í heilan mánuð upp á hvern einasta dag? Nei ekki það, ég skal sko segja ykkur að maður fær velgju fyrir brjóstið og svona snert af innilokunarkennd. Síðan fyllast vitin af alls konar líkamslykt sem gerir það að verkum að það er örstutt í það að maður lognist útaf á staðnum.
Þannig leið mér í morgun og við máttum bíða í klukkutíma innan um túhestana áður en við fengum bording passann. Svo þegar þú flýgur í Monkey þá er ekkert sem bjargar þér úr þessari prísund. Næst spandera ég á okkur deLux.
Síðan tekur önnur biðröð við þegar þú ferð í gegn um eftirlitið og ég átti líka eftir að fara í Tax free en hefði sleppt því ef ekki hefði verið um töluverða upphæð að ræða. Búin að vera óhemju dugleg að styðja við bakið á landanum sl. mánuð. Bara verslað eins og ....... þar beið ég í tuttugu mínútur!
Þá voru tíu mínútur í brottför og ég ekki enn búin að fá kaffið mitt. Engin bók keypt og ekkert af ´öllu því sem ég kaupi reglulega þegar ég fer þarna í gegn, allt þessum bölvuðu biðröðum að kenna. Ég dæsti framan í minn elskulega og sagði: ,, Veistu ég þoli ekki fleiri biðraðir, ef ég sé eina í viðbót þá klikkast ég" Auðvitað var svo önnur við hliðið og síðan bara endalausar raðir í allan dag!
Ég er svo fegin að vera komin heim og ég fer ekki einu sinni út í búð á morgun því þar get ég lent í því að verða að standa í biðröð við kassann og það hef ég alls ekki ætlað mér að gera.
Engar biðraðir í bráð. Please!!!!!!!!!!!!!!!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.8.2009 | 23:54
Vissuð þið að það er ekkert níu bíó lengur?
Helgin fór rólega fram hjá okkur hjónum og nutum við þess að vera hér í fámenninu í höfuðborginni, gengum um meðal ferðamanna og einstaka samlanda í sumri og sól.
Það var rölt um miðbæinn, einn daginn var kaffi drukkið á svölunum hjá Eymundsson við Austurvöll hinn daginn kaffi í gamla Hljómskálanum og gengið um garðinn. Minn elskulegi fór með mig í sund í Árbæjarlaugina og á eftir röltum við um Árbæjarsafnið en þangað höfðum við ekki komið í mörg ár.
Ég fór með móður mína í Grasagarðinn, takið eftir nú er ég ,,farin að fara með fólk" hingað og þangað en fólk hætt að ,,fara með mig", batnandi konu er best að lifa eða þannig.
Í dag tók ég sjálfa mig og gekk niður Laugaveginn en komst ekki lengra en niður hann hálfan, ekki það að ég hefði ekkert úthald heldur var svo gaman á búðarröltinu, bara alltaf jólin hjá okkur þessa daga. Nú á ég eftir skemmtilegri hlutann sko þennan með öllum flottu búðunum sem eru með vörur eftir Íslenska hönnuði. Það verður skannað á morgun svona á milli þess sem ég verð í heimsóknum.
En þetta var nú ekki það sem ég ætlaði að skrifa um í kvöld.
Vissuð þið að það er ekki hægt að fara í níu bíó lengur?, Neip, get svo svarið það bara átta og tíu bíó.
Nú ok vissuð þið þetta.
Ekki ég, varð bara hálf fúl þar sem við ætluðum að skella okkur í bíó, vegna þess að það er svo grautfúlt sjónvarpið á þessu landi, og okkur langaði að eiga bara svona eitt kvöld útaf fyrir okkur, haldast í hendur, maula popp og bara verða sextán aftur, en svo bara var ekkert níu bíó lengur.
Djö... frekar spælandi, fórum þá bara upp yfir snjólínu og horfðum á Bláfjallahringinn út um gluggann. Stóðum og héldumst í hendur þar til við vorum komin með sinadrátt og alles, sko föttuðum ekki að auðvitað hefðum við átt að setjast í stóla, fólk á okkar aldri, en fattarinn er stunum ekki alveg að meika það hjá okkur.
Aldurinn skiljið þið.
Minn elskulegi kominn til kojs og ég alveg að fara að skríða uppí enda langur dagur á morgun.
Ég skal sko segja ykkur það að það tekur á að heimsækja landið okkar.
Eintóm gleði en líka smá púl og stundum jafnvel pínu þrældómur.
Er ekki annars allt í góðu? Eins og ein servitrísan spurði okkur um daginn á einu fínu veitingahúsi hér í borg.
Ha jú jú allt í góðu. Hef ekki enn hugmynd um hvað hún átti við, en það er ekki að marka mig svo hrikalega langur fattarinn þessa dagana.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.7.2009 | 22:48
Takk fyrir vinir mínir allir að vera til!
Við þessar flottu vinkonur hittumst í dag heima hjá Ingunni Jens eftir áratuga aðskilnað. Skil bara ekkert í því hvernig við fórum að því að halda út þennan langa aðskilnað og að sjálfsögðu var ákveðið að nú yrði bætt um betur og við kæmum til með að hittast reglulega á komandi árum.
Það er engin spurning við erum flottastar, Ingunn, Halla Guðmunds og ég. Jónína H. var með okkur og tók þessa flottu mynd af flottustu leikkonum ever!
Fyrst ég er komin hér í myndalistann þá ætla ég að smella inn nokkrum myndum af okkur með góðum vinum okkar sem við erum búin að vera að hitta sl. viku.
Minn elskulegi með okkar góðu vinum Sverri og Dennies Bernhöft.
Sveinn Grétar Jónsson og Hanna Kristín kona hans fær koss frá mínum elskulega.
Við vinkonurnar í Grasagarðinum fyrir viku. Ester, Hanna Kristín, Ég, Erla og Inga á myndina vantar í hópinn Helgu og J'onínu Bjartmarz en þær voru því miður fjarri góðu gamni. Sjáumst bara næst mínar kæru.
Það er aldrei leiðinlegt hjá þessum vinum. Hann er uppáhalds dansfélagi minn og æskuvinur hann Kristján Guðmundsson. Góð saman!
Elsa Baldurs og Arndís Borgþórsdóttir mínar æskuvinkonur. Frábært kvöld en þarna bauð Arndís og Ísleifur bloggfélagi m.m. okkur í mat og ljúfa drykki.
Hér kemur síðan síðasta myndin í bili. Þetta eru skólasystur sem hittast árlega eða jafnvel oftar og hafa gert það í fjörutíu og eitthvað ár. My oh my eithvað svo rosalega ,,Otto flotto" á myndinni.
Talið frá vinstri: Sigdís Sigmundsdóttir, Ía pía, Sigrún Erlendsdóttir, Birna Dís Benediktsdóttir og Elsa Baldursdóttir. Því miður vantar á myndina Huldu Ólafsdóttur en hún tók myndina þar sem við hitumst í fyrradag á Skrúð.
Þið sjáið nú að við hjónin höfum ekki bara setið og prjónað síðan við komum. Þetta er búið að vera endalaus gleði og kemur til með að halda áfram þar til við förum heim.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.6.2009 | 10:49
Ljúfur drengur ljós og fagur.......... fæddist í sólmyrkva...........
...........á Fæðingardeildinni fyrir fimmtíu og fimm árum. Himintunglunum varð svo mikið um þessa fæðingu að það gerði sólmyrkva um leið og hann kom úr móðurkviði. Ég man ekki mikið eftir því að hafa verið eitthvað spennt fyrir þessari fæðingu en man þó hvar ég stóð með föður mínum fyrir utan Fæðingardeild Landspítalans og við horfðum saman til himins. Faðir minn sjálfsagt að þakka fyrir fæðingu sonar síns og ég bara að glápa eins og fimm ára bjáni á sólina hverfa bak við tunglið.
Þessi ljúfi drengur sem fæddist þennan dag var auðvitað bróðir minn Kjartan Oddur Jóhannsson. Ég held ég hafi verið afskaplega stolt stóra systir en þar sem þetta barn var með einsdæmum rólegt og fyrirferðalítið hafði ég lítið af honum að segja fyrstu árin. Ég man eftir honum sitjandi uppi í vagni með einn lítinn bíl burrrandi langtímum saman. Ég býst við því að mér hafi ekki þótt hann neitt sérlega spennandi leikfang. Man aldrei eftir því að hann hafi grenjað eins og hinir krakkarnir í hverfinu. Sem sagt frekar ólíkur systur sinni sem var algjört óþekktarrasskat.
Hann Daddi bróðir minn er enn þetta ljúfmenni og gæti ég ekki hugsað mér betri félaga og bróður. Við þroskuðumst vel saman með árunum.
Ég sendi þér kæri vinur okkar innilegustu hamingjuóskir með daginn sem þú heldur hátíðlegan þarna einhvers staðar norður í Eyjafirði. Við skálum svo saman þegar ég kem heim í næstu viku.
20.6.2009 | 12:06
Taka tvö í eldhúsinu að Stjörnusteini
Þú vogar þér ekki að blogga um þetta Ía fyrr en búið er að smakka á tertunni sagði minn elskulegi þar sem ég sat við tölvuna í eldhúskróknum. - Ha nei, nei sagði ég en auðvitað varð það til þess að þessi færsla er nú að renna hér út í tómið.
Nú stendur sem sagt yfir taka tvö á súkkulaðikökubakstri hér í eldhúsinu okkar og ég berst við að halda mér á mottunni og skipta mér sem minnst af gjörningnum.
Þið sem fylgst hafið með hér munið eftir súkkulaðikökubakstri míns elskulega fyrir nokkrum vikum. Nú sem sagt átti að reyna að bæta um betur því eins og þið eflaust hafið tekið eftir þá gefst minn ekki upp fyrr en í fulla hnefana.
Gjörningurinn byrjaði hér snemma í morgun og ég sá að hann barðist við að fara eftir uppskriftinni minni, alla veg lá hún opin á borðinu. Það datt út úr mér svona af og til: Það eru til bollamál og mæliskeiðar. Það á að hræra smjörið og sykurinn saman FYRST!!!!
Þegar hann var búinn að hræra vel og lengi þá kom að því að finna form og þar sem mér fannst hann vera búinn að dúlla í þessu allt of lengi sagði ég: - Settu þetta bara í skúffukökuform. Það átti ég auðvitað ekki að segja því hann fór alveg í baklás og þverneitaði að gera eins og ég vildi. Tók út klemmuform og spurði á að smyrja það? Ég játti því og með það skellti hann öllu deiginu í formið og inn í ofn á 150°
Ég þagði en vissi að með þessu færi kakan að falla svo ég sagði: Veistu ég held þú verðir að hækka hitann og hafa kökuna aðeins lengur en stendur í bókinni. Hann hegndi þessu svona með hangandi haus en gegndi samt.
Kakan kom út og ekki svo slæm. Þá kom að kreminu sem hann gerði ,,his way" hafið þið til dæmis séð súkkulaðikrem hrært í laukskrerara þessum þið vitið litlu sem taka einn lauk eða tíu olivur. Ekki ég en honum tókst að troða þarna ofaní smjöri, einu eggi og kakó (engin flórsykur) hehe..... ástæðan fyrir að þetta apparat var notað: Hrærivélaskálin var í uppþvottavélinni og ég benti honum á að við ættum svona BLENDER, neip I´m going to do it MY WAY darling!!!!!!!!! OK !
Þessu gumsi var síðan hellt á kökuna sem hann var búinn að skera snyrtilega í tvo botna. Skellt saman og soðkrem ,,his way" (ég kalla það soðkrem því hann sýður það í potti) sett ofaná og skreytt með silfurkúlum.
Not bad skal ég segja ykkur.
Nema hvað ég bað hann vinsamlegast um að færa kökuna aðeins frá eldavélinni þar sem brúna sósan sem hann var að búa til um leið og kremið, kraumaði í potti. Þegar hann fór að sigta laukinn og kryddið úr soðinu þá gat ég ekki setið lengur á mér. Mér finnst nefnilega ekkert gott að hafa lambakjötskeim af súkkulaðiköku.
Ef ég vissi ekki betur gæti ég haldið að hann væri náskyldur Jamie Oliver, það eru svipuð vinnubrögðin í eldhúsinu. Báðir frábærir kokkar en frekar messy.
Nú bíður kakan inn í kæli eftir að litla Prag fjölskyldan komi og smakki á herlegheitunum. Og ég bíð eftir að fá yfirhalningu þegar þessi færsla er farin út í tómið í óþökk míns elskulega.
Læt ykkur vita hvernig til tókst seinna í dag.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.6.2009 | 10:44
Gleðilega þjóðhátíð kæru landar - Hátíðarhöldin í beinni.
Það ríkir mikil þjóðerniskennd hér í eldhúsinu mínu núna þar sem hornablástur hljómar hér frá tölvunni og við ég og hann Erró minn hlustum með andakt á Öxar við ána spilaða af merkum hornleikurum Íslands. Það er að segja ég hlusta en hundurinn gólar upp í sumarsólina sem skín hér að tilefni dagsins.
Ég er ein heima (og hundurinn) eins og stendur þar sem gestir okkar brugðu sér af bæ og skondruðust í bæinn. Hér áður fyrr var maður nú venjulega komin niður í borg og búin að skreyta Restaurant Reykjavík með fánum og blöðrum þennan dag en þar sem það er liðin tíð þá læt ég duga að horfa hér á aðeins einn fána lýðveldisins blakta í golunni við Stjörnustein.
Oft hefur verið hér glatt á hjalla á þessum degi og við tekið á móti mörgum góðum gestum í tilefni dagsins. Í dag verður hér fámennt og góðmennt.
Ég heyri að ekkert bjáti á óeirðum á Austurvelli eða það tilkynnti þulan hér fyrir nokkrum mínútum. Er fólk að búast við pottaliðinu á sjálfan þjóðhátíðardaginn? Er það ekki einum of mikið vesen, held það verði alveg nóg um uppákomur í höfuðborginni í dag þó við getum verið laus við pottaglamur og leifaslag.
En nú heyri ég að hátíðargestir eru sestir á stólana sína við hlið Jóns Sigurðssonar og áhorfendur sem sagt sauðsvartur almúginn standi stilltur bak við reipin þar sem lögreglan heldur vörð um svo enginn geti laumast að yfirstéttinni.
Ágætu landar GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ!!!!!!!!!!
VERIÐ STILLT OG PRÚÐ OG GANGIÐ HÆGT UM GLEÐINNAR DYR Í DAG!!
Góðar og hlýjar kveðjur heim frá okkur héðan að Stjörnusteini.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.6.2009 | 09:22
Fer alveg að losna við sótthreinsilyktina úr nefinu sem hefur fylgt mér síðustu mánuði.
Yes, Yes, Yesssssssss!!!!! Sagði ég og hélt hnefanum hátt á lofti um leið og ég tók smá hliðarspor þegar gekk út af spítalanum í gær eftir síðustu chemo meðferðina. Allt tekur þetta endi og í næstu viku tek ég síðustu ógeðspillurnar sem hafa farið verst í mig.
Ég bjóst við að fá grænt ljós svo ég gæti farið heim í júní en minn góði læknir vill ekki sleppa af mér hendinni fyrr en ég hef farið vel í gegn um meðferðina og vill fylgjast með mér næstu þrjár vikurnar svo ég kem ekki heim fyrr en í byrjun júlí og ætla þá að mála borg og bæi rauða að hætti Íu í heilan mánuð.
Jamm þið losnið ekki við mig aftur fyrr en í byjun ágúst greyin mín. Og þið sem viljið komast hjá því að hitta mig getið pantað ykkur flug núna til útlanda hehehe..... love you all guys!