Færsluflokkur: Lífstíll

Komin aftur í dalinn minn.

Einu sinni bjuggum við í Fossvoginum og nú erum við aftur komin heim í dalinn okkar nema aðeins framar, nær víkinni.  Vóvó engan asa!  Við erum ekki flutt heim aðeins að hluta til.  Þetta verður svona útskotið okkar hér næstu árin.  Þið vitið svona kósíheitarútskot. 

Á meðan við vorum að dóla okkur í henni stóru Ameríku var fjölskyldan hér heima á fullu að koma íbúðinni í stand. Sjá um að þeir leggðu parketið rétt, ljósin tengd og koma húsgögnum og öðru dóti haganlega fyrir. Ómetanleg þessi fjölskylda okkar.  Svo láta þau svo vel að stjórn það er fyrir öllu. Takk elskurnar mínar þið eigið inni hjá mér heilan helling. 

Og hér sit ég og horfi yfir sundin blá, alveg að sjóndeildarhringnum.  Ég get næstum veifað til stórbóndans að Bessastöðum.  Sé að það er verið að færa þeim morgunkaffið.  Humm.... þarf að fá mér svona James!

Hér framundan glyttir í Perluna og milli ,,Lífs og dauða"  þá tekur við fjallasýnin, Esjan, Skálafell, Hengillinn og Bláfjöllin.  Stórkostlegt Panorama! 

Hér á okkur eftir að líða vel!

En ekki er til setunnar boðið.  Nú skal bretta upp ermar og fara að koma sér að verki.

 

 

 


Betlarinn sem skipti um ham þegar kólna fór í veðri.

Maðurinn sem sat við borðið uppáklæddur, þveginn og strokinn og gæddi sér á stórsteik og dýru rauðvíni kom eitthvað svo kunnuglega fyrir sjónir.  Ég gekk aðeins nær og pírði augun, jú það fór ekkert á milli mála þetta var maðurinn.

Maðurinn sem sat venjulega við Karlsbrúna eða gekk um götur hundrað turna borgarinnar klæddur lörfum, skítugur upp yfir haus og betlaði eins og engin væri morgundagurinn.  Til þess að vera nú alveg viss spurði ég minn elskulega hvort þetta væri sami gaurinn.  - Jú, alveg rétt þetta var hann.  Ég alveg.........já en? og þá fékk ég söguna.

Maðurinn var háskólamenntaður og hafði unnið sem verkfræðingur á kommatímanum.  Eftir flauelsbyltinguna missti hann vinnuna og ákvað að gerast betlari þar sem ekki var auðvelt að fá vinnu við hans hæfi.  Hann gekk um götur borgarinnar betlandi einn þriðja af árinu eða þar til kólna fór í veðri.  Þá skipti hann um ham og naut listasemda lífsins.  Hafði nóg á milli handanna og gat veitt sér hluti sem venjulegur launþegi gat ekki.  Þegar fór að vora tók hann upp fyrra líferni og hélt út á göturnar til að betla.

Hann sagðist hafa svo miklu betra upp úr því að vera betlari en vinna sem verkfræðingur.

Þessi saga er ekkert einsdæmi við vissum um fleiri sem höfðu þennan lífsstíl hér í hundrað turna borginni.

Ég hef ekki rekist á betlarann lengi svo sjálfsagt er hann orðinn ráðsettur maður bak við teikniborðið sitt nú eða bara stórgrosser á hlutabréfamarkaðnum, hver veit.

 


mbl.is Flöskugróði bjargaði Rússa af götunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttblogg á sunnudegi.

Sæt mynd af Gæja Lallaberta með trúðarnebbann sinn.  Fallegt af honum að skutlast út í geim til að vekja athygli á vatnsskorti!

Þegar ég sá þessa mynd datt mér í hug að í þessum sporum gæti dóttursonur okkar verið eftir svo sem þrjátíu ár eða svo.  Hvers vegna? - jú vegna þess að hann þriggja ára guttinn tilkynnti fyrir skömmu að hann ætlaði að verða geimfari þegar hann yrði stór. 

- Jæja sagði amman en þá verður þú að vera duglegur að læra.  Minn með allt á hreinu: Já amma nú er ég í leikskóla, so fer ég í grunnskóla og menntaskóla og so háskóla.  - Nú já sagði ég og hugsaði um leið:  Hver ætli hafi komið þessu í hausinn á þriggja ára snáðanum?  Var varla búin að hugsa þetta til enda þegar hann sagði:  Og so fer ég í geimfaraskóla. 

 Það er nebbla það!!!!

Hlakka til að minna hann á þetta þegar hann kemst á alvitra-aldurinn.

En þessi barnabörn mín eru algjör krútt.  Áðan vorum við að heimsækja Elmu Lind teggja áa.  Amman hafði keypt handa henni hálsmen og armband og mín var alsæl með að vera alleeinsoamma með hásesti. En klár, þegar ég var búin að setja glingrið á hana tók hún í eyrnalokkana mína en sagði ekkert.  Amma skildi áður en skall í tönnum, auðvitað, það hefðu átt að fylgja eyrnalokkar. Dúllu-Dósin....

 Svo fann amman lykt og sagði:  Ojj Elma Lind ertu búin að kúka í þig?  Bláeig, ljóshærð með bros allan hringinn með hálsesti, armb, bleika spöng og í háæluðum skóm af frænku sinni sagði hún hreykin eins og þetta væri algjört þrekvirki:  Jahááá´!!  Svo var farið að skipta um bleyju og þá allt í einu þar sem hún lá með talnabretti í höndunum byrjar mín að telja á ensku frá einum og upp í tíu.  Mamman alveg upp í skýjunum æpti á pabbann:  Egill varst þú að kenna henni þetta?  -  Hann alveg: Nei!  Hún hefur lært þetta í leikskólanum og undrabarnið var knúsað og klappað fyrir og allir alveg á dampinum hvað krakkinn væri æðisleg!

Já þetta eru snillingar þessi barnabörn okkar, vandfundið annað eins hér í henni veslu skal ég segja ykkur.        


mbl.is „Geimtrúðurinn" lentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað var konan eiginlega að hugsa?

Vóóó!  Þegar konan leit í spegil í morgun rétt skriðin framúr fékk hún vægt áfall. Hver var þessi kona í speglinum?  Hún minnti ekkert á konuna sem birtist í speglinum í gær.

 Þessi kona minnti frekar á Gög, þið sem eruð komin um og yfir miðjan aldur munið eftir Gög öðru nafni Stan Laurel sem lék á móti Oliver Hardy eða Gökke. Stan var sá sem alltaf var með hrikalegan hárbrúsk sem stóð út í allar áttir.  Eða var þetta Karíus bróðir Baktusar sem góndi þarna á konuna í speglinum eða bara múmínálfur.. konan var bara alls ekki viss.  Þetta var alla vega einhver furðufugl, alls ekki konan sem fór að sofa í gærkvöldi í rúminu sínu við hlið síns elskulega.

 Nei, nei,nei ekki að ræða það!

Þessi furðuvera starði á konuna galopnum augum, ja alla vega eins opnum og hægt var svona nývöknuð.  Hún bara góndi og góndi, hallaði sér að speglinum og síðan aftur á bak trekk í trekk.  Hendi var lift að hárbrúski sem stóð út í allar áttir eins og hann hefði orðið fyrir raflosti, og konan ýfði aðeins upp í því sem eftir var þarna ofan á hvirflinum.  

Það var ekki um að villast þetta var konan.....  konan sem alltaf hafði svo þykkan og flottan makka.  Andsk..... hvað gerðist eiginlega?  

Allt í einu, klikk og það kom ljós, konan fór í klippingu í gær og hafði gefið hárgreiðslumanni sínum grænt ljós og algjörlega frjálsar hendur og hann hafði látið vaða á lufsurnar.  Konan hafði verið alsæl þegar hún hélt heimleiðis með nýju hárgreiðsluna og eitthvað hárkrem í poka sem á að gera gæfumuninn.

OK kona var bara ekki eins flott eftir nætursvefninn og tók hana nokkrar mínútur að venjast þessari nýju konu með Stan- greiðsluna.

Konan er farin núna að prófa hárkremið og ætlar að sjá síðan til hvort hægt er að bjarga einhverju fyrir horn.  

Hvað var konan eiginlega að hugsa? 

 Nær þessu ekki alveg!       


Það haustar hér í hundrað turna borginni.

Það er einhver uggur í mér.  Eitthvað sem liggur í loftinu sem ég get ekki skilgreint.

 Ég horfi hér á síðustu rósir sumarsins springa út í garðinum og smáfuglarnir mínir eru komnir aftur á veröndina og það segir mér að haustið sé alveg að skella á með sínu fallega litaskrúði og bráðum verði ég að fara að fæða þessa vini mína.

Veit ekki hvort það er aðgerðaleysið, letin eða árstíminn sem gerir það að verkum að ég er í þessum ham þessa dagana.  

Satt best að segja er ekkert eitt sem er að pirra mig neitt sérstaklega frekar en hitt.

T.d.  Mér gæti ekki staðið meir á sama hvort Íslenska eða Tékkneska ríkisstjórnin stendur eða fellur.  Það eru sömu aularnir sem halda um veldissprotann í báðum þessum ,,heimalöndum" mínum og undirtillur þessara aula eru engu betri. Sama spillingarbælið í báðum þessum löndum. Sama silkihúfan ofan á hver annarri með gylltum skúfum og alles!

Og ekki get ég kvartað yfir veðrinu.  Hér er haustið eins fallegt og hlýtt og það getur verið.  Ekki þarf ég að skafa bílrúður eða moka snjó af stétt.

Það er ekkert sem ég get kvartað yfir og ég má bara skammast mín fyrir aumingjahugsanaganginn.

Svona kerling upp með húmorinn og farðu að gera eitthvað af viti. 

En samt, það liggur eitthvað í loftinu, ég fer bara ekkert ofan af því.

Eigið góðan og friðsælan dag.

    

   


Bara allt brjálað að gera og mér finnst það miður!

Undir eðlilegum kringumstæðum á maður að fyllast þakklæti fyrir hönd viðmælenda þegar okkur er tilkynnt að viðkomandi hafi yfir nóg að gera, sé eiginlega alveg að kafna úr vinnu og sjái varla út úr augum vegna þreytu og álagið sé alveg að fara með hann.

Maður á að biðjast velvirðingar á að vera að trufla og segjast bara bera upp erindið seinna ekki satt?  Á þessum síðustu og verstu tímum er gott að einhver sé á kafi í vinnu, geti aldrei unað sér hvíldar hvort sem er á nóttu eða degi.

En það er ein stétt manna sem ég get ómögulega samglaðst eða fyllst þessari samhyggju og þakkað guði fyrir að þetta fólk hafi nóg að gera.  Nú halda sumir að ég sé alveg að missa það því ætti manni ekki að líða vel að allir hafi næga vinnu og yfirfulla tímatöflu jafnvel marg yfirbókaða.

Mér datt þetta bara sí svona í hug hér rétt áðan þar sem ég var að tala við einn af mínum frábæru læknum hér í Prag.  Símtalið byrjaði sem sagt þannig:

-  Good afternoon Dr. Koupkova.  This is I.J. speaking.  How are you?

- Ohh hi madam.  I´m fine but very busy, lot of work, lot of work! 

Það er einmitt það hugsaði ég og varð hálf billt við.  Og hvað segir maður þá við lækninn sinn? 

 - So sorry to hear that, call you later in more convenient time,  því ekki getur maður sagt ,,Great, good you are keeping your self busy and people are still geting sick" 

Eins mikið og ég vildi samgleðjast yfir vinnuálagi lækna þá bara get ég það ómögulega.

Þess vegna varð hálf vandræðaleg þögn í símann en ég lét síðan vaða með erindið og fékk skír og góð svör. 

Þarf vonandi ekki að trufla hana næsta hálfa árið eða svo. 

Svona getur lífið stundum verið öfugsnúið.

 

 


Picture it!

Hef aldrei verið mikið fyrir að slíta skónum mínum á malbikinu hvað þá í skógi Hans og Grétu.  Var fræg þegar ég bjó á Íslandi lagði alltaf bílum mínum ólöglega vegna þess að mér fannst alveg óþarfi að ganga ef ég komst hjá því og var þ.a.l. daglegur gestur á lögreglustöðinni með sektarmiða í bunkum.

Verð nú samt að segja að eftir að ég fluttist af ,,mölinni"  þá hefur viðhorf mitt til útivistar breyst til batnaðar og nú dansa ég hér skógargötuna með körfu undir handlegg eins og Rauðhetta og Erró í líki úlfsins fylgir mér hvert fótmál.

Hrikalega hallærislegt líkingamál en skítt með það.

Koma sér að efninu..............

Þessi klukkutíma daglega ganga á að gera kraftaverk eða svo er mér sagt og ég er næstum orðin húkt á þessari vitleysu.  Minn elskulegi byrjaði á því að fara með mig í þessar göngur og var svona eins og ,,gulrót" á undan mér í byrjun enda gengur hann hraðar og tekur helmingi stærri skref en hún litla ég.

,,Picture it!"  Hann svona 10 metra á undan mér valhoppandi frá hægri yfir á vinstri helming götunnar til að vinna tíma.  Ég blásandi og másandi (sko bara með eitt og hálft lunga aularnir ykkar) á eftir, riðandi og með skjálfta í lærum, hælsæri, steina í skónum, augun næstum út úr tóftunum af áreynslu og með svona geðveikislegan svip á andlitinu vegna þess að ég ætla sko ekki að láta í minni pokann.  Tíu metrum fyrir aftan mig dólar hundurinn eins og til þess að reka á eftir mér sem ég væri fé af fjalli. 

Djöfull sem þetta fór í mig en ég lét mig hafa það hef alla tíð verið auðmjúk og eftirgefanleg í sambúð eða þannig. 

Það er heldur ekki mikið um samræður á þessum göngum.  Skiljanlega þar sem svo langt er á milli okkar að við gætum hvort eð er ekki heyrt til hvors annars.

Um daginn þegar við vorum á einni slíkri göngu og vorum komin rétt út á þjóðveginn heyrum við hvar bíll kemur keyrandi og við færum okkur út í vegkantinn.  Í humátt á eftir bílnum kemur farartæki sem leit út í fjarlægð eins og móturhjól  og ég sá andlitið á mínum elskulega breytast og það komu glampar í augun og hann næstum slefaði af ágirnd. Ég sá ekkert nema þetta væri mótorhjól en minn með sína kattarsjón sá betur og þegar farartækið nálgaðist vissi ég hverskins  var.  Þarna kom draumafarartæki míns elskulega. Svona mótorhjól með hliðarvagni.  Hann hefur dreymt um svona tæki síðan við komum hingað.  Ástæðan?  Augljós...............

Þarna gæti hann þeyst um allar trissur með mig lokaði inn í hliðarvagninum og ekki séns að við gætum haldið uppi samræðum og hann myndi losna við allt mimm í mér.  Hann alsæll í sínum heimi með kerlinguna í farteskinu í orðsins fyllstu.

Ég leit á hann glottandi og sagði:  ,,Dream on my darling!" 

Skil hann samt vel, ég get verið alveg hrikalegt ,,pain in the ass" enda farin að fara sjálf í mína daglegu göngur alla vega svona af og til en búin að bæta mig stórlega á tíma.

 

 

 


Það var örugglega meira fjör inn í hólkinum síðast.

Ég svaf lítið í nótt.  Var svona á milli svefns og vöku alla nóttina.  Mig dreymdi eða ég held mig hafi verið að dreyma fólk sem mig hefur aldrei dreymt áður en gott fólk og góðar draumfarir svo ekki ætla ég að kvarta yfir því.   

Ég er mikið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fá mér blund.  Held að það sé alveg bráðnauðsynlegt þar sem ég var komin á ról hér fyrir fimm í morgun.  Það er bara spurning hvort ég eigi að henda mér á rúmið eða fleyja mér í sólstól úti á verönd. 

Sem sagt hrikalega erfið ákvörðun sem ég stend fram fyrir, svo líka þar sem sólin felur sig öðru hvoru bak við ský þá gæti mér orðið kalt á tásunum ef ég legg mig úti en ef ég fer upp þá gæti verið að ég gæti ekki fest blund þar sem ég er ekki vön að henda mér að degi til. 

Hætti bara við, þetta er allt of mikið vesen.

Nú spyr einhver hvað var konan að gera klukkan fimm í morgun. Jú elskurnar mínar ég varð að vera komin inn í Prag klukkan sjö en þá átti ég að vera mætt í CT og þar sem ég hafði aldrei komið á þennan spítala fyrr var eins gott að hafa tímann fyrir sig.  Þetta eru þvílíkir ranghalar og byggingar við þessar stofnanir hér. 

Ég var sem sagt í seinustu rannsókninni eða þar til annað verður ákveðið. Mig minnir endilega að það hafi verið meira fjör inn í hólkinum síðast alla vega voru engin smile merki í þessum sem mér var rennt inn í í morgun enda var verið að taka scan af öllu draslinu inní mér í morgun en ekki bara einhverjum parti af innyflunum. 

Þá vitið þið hvers vegna mig langar til að fá mér ,,kríu"  held bara að ég láti það eftir mér.

Er samt enn að pæla í því hvort ég eigi að fara út eða vera inni.

Það sem maður getur verið ósjálfstæður og klikk!

Nennessekki lengur!  Farin út!


Svona er lífið.

Ég er sjálfsagt alls ekki ein um það að finnast tíminn líða eins og örskot fyrir sólu. Allt það sem ég ætlaði að framkvæma í gær liggur bara á hakanum og bíður betri tíma.

Hér eyddi ég megninu af deginum í gær og lét mig dreyma, las í bók og hugsaði.

Ágúst 2009 006 Nei svo sem ekki amalegt skot.

Á föstudagskvöld fengum við góða gesti og héldum lítið kveðjusamsæti fyrir norska vini okkar, svona knus og kram party með tilheyrandi tárum og snýtuklútum.

Ég bjó til borðskreytingu með haustívafi, ekki svo galið hjá minni.

Ágúst 2009 003

Ávextir eru notaðir í allt á þessu heimili þessa dagana, líka til skrauts

Ágúst 2009 005

Hér sjáið þið ef vel er skoðað kryddjurtirnar mínar sem eru ómissandi líka þessa dagana.

Ágúst 2009 007

Neip sjást ekkert vel. Jæja skítt með það.

Þessi stóð fyrir því að fæða liðið með stórsteikum og öðru gómsætu gumsi.

Ágúst 2009 013 Hann hefur aldrei neitt fyrir þessu minn elskulegi, galdrar jafnvel blindandi alltaf eitthvað fínerí.

Já svona var nú umhorfs hjá okkur hér á veröndinni í góðum félagskap á síðsumarskvöldi.

Ágúst 2009 012 

Séð yfir hálfa veröndina að Stjörnusteini

Ágúst 2009 008  Takið eftir Erró sem liggur þarna fram á lappir sér og bíður eftir því að kampavínið flæði.  Orðinn hrikalega þreyttur á því að bíða.

 Datt bara svona í hug að setja þetta inn til minningar.

Farin út í skotið mitt með bókina mína.

 

 


Að vera valin ein af þessum 5% heppnu er ómetanlegt!

Ég var búin að segja ykkur að það yrði ekki alveg svona auðvelt að losna við mig aularnir ykkar!

Í gær hitti ég Dr. Kopkova yndislega lækninn minn og eftir nokkra bið og venjulega rannsókn sagði hún okkur þær gleðifréttir að allt liti vel út og ég væri ,,hrein".  Ég fer í CT eftir tvær vikur og eitthvað annað sull sem verður sprautað í mig sem ég kann ekki að nefna en það er bara til að taka af allan vafa.

Stórum áfanga er náð!

Það er búið að taka mig aðeins tíma að átta mig á þessum góðu fréttum.  Loftið er smám saman að fara úr blöðrunni og ég fer að geta andað léttar með þessu hálfa lunga.  Ég get núna fyrst grátið af þakklæti yfir að vera valin ein af þessum 5 % heppnu. 

Og áður en ég fer að háskæla þá vil ég þakka ykkur öllum sem stutt hafa mig alla þessa mánuði með orðum og í verki. Minn elskulegi sem stóð eins og klettur við hlið mér og rak mig áfram bæði með harðri og mjúkri hendi fær alveg spes knús.  Börnin mín og tengdabörn sem stóðu sig eins og hetjur þakka ég líka fyrir að vera til.  Án þeirra hefði baráttan verið erfiðari.

 Stórt faðmlag inn í góðan og bjartan dag.

  Guð blessi ykkur öll.  

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband