Færsluflokkur: Spil og leikir

Þar sem hjólin snúast endalaust

Þessi færsla er hvorki ætluð hneikslunargjörnum eða fordómafullum lesendum svo ég ráðlegg ykkur sem tilheyrið þessum hópi að hætta bara að lesa NÚNA. 

Á laugardaginn kom litla dúlluprinsessan okkar hún Elma Lind með foreldrum sínum hingað í hádegisverð og við, afinn og amman fengum að ,,agúa" dálitla stund með þessum litla sólageisla okkar.  Þegar líða tók á daginn og minn elskulegi búinn að garga með enska boltanum svo og að undir tók í allri sveitinni var kominn tími til að snurfusa sig fyrir kvöldið.

Tekin voru fram betri fötin og sparslað upp í hrukkur og fellingar og passarnir settir ofan í tösku.  Nú spyr einhver:  Ha passarnir, voru þau að fara eitthvað langt?  Og þá spyr ég á móti:  Eruð þið enn að lesa, þið fordómafullu, ágætu lesendur?  Ég varaði ykkur við hér á undan.

Við settumst upp í bílinn okkar (Skoda) og keyrðum sem leið lá til borgarinnar því nú skildi láta lukkuhjólið snúast og við búin að ákveða að eyða þessum aurum sem við vorum löngu hætt að nota.  Sem sagt, við vorum á leið í Casino.

Kvöldskemmtun með 20 vinum okkar á Casino Monaco á Corinthia Tower Hotel og þar var hún ég sem stóð fyrir þessari skemmtun og öllum undirbúningi.Shocking

 Það var hress hópur sem mætti í kvöldverðinn sem ég var búin að panta á Tælenskum veitingastað á sama hóteli.  Eftir góðan mat og drykki hélt hópurinn yfir á Casino Monaco og deildi sér niður á spilaboðin eða spilakassana. Sumir létu sér nægja að setjast í þægilega leðursófa og láta fara vel um sig eftir matinn og spjalla. 

 Ég var ein af þeim sem lét fara vel um mig þó hér á undan mætti halda að ég væri forfallin spilafíkill þá er það nú aldeilis ekki þannig.  Mér þykir samt róandi að heyra suðið frá hjólinu og klingið frá kössunum og lágvært skvaldrið frá gestunum. Minn elskulegi hefur gaman af því að spila og við gerum þetta svona einu sinni á ári að fara með vinum okkar og eyða með þeim góðri stund.  Fyrir þá sem ekki vita og eða halda að hér renni fjárhæðir úr vösum og fólk komi blásnautt út þá getur þú spilað fyrir minnst 1.- evru og hámarkið er 30.000.- evrur.

Kvöldið leið og við skemmtum okkur ágætlega með frábærum vinum og hlökkum til að fara aftur að ári.  Það skal tekið fram hér að við gátum eytt þessum umfram aurum okkar sem við vorum löngu hætt að nota svo það var bara gott mál.  Þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af þeim lengur. Grin

      

 


Heldrimannaíþróttin

Eins gott að passa sig þegar maður fer að slá í vor.  Golf er þvílík heldrimannaíþrótt að það nær engu tali. En skemmtileg samt. 

 Bannað að vera í Blue Jeans, (þykir einfaldlega hallærislegt)

 Bannað að vera í stuttbuxum, (gæti ruglað karlanna í púttinu, stuttpils OK)

 Bannað að vera í strigaskóm, (ekki nógu fínt, takkaskór úr leðri, takk fyrir)

 Bannað að spila nema maður hafi rétta forgjöf, ( truflar aðra atvinnukylfinga)

Bannað að ganga á vissum völlum, rándýrir bílar til leigu (snobbliðið)

Bannað að slá kúlunni í átt að fuglum, gæti hitt óvart og þá beint í steininn (bull)

Mig er samt farið að hlakka til að slá kúluna þrátt fyrir allar þessar reglur.  Ekkert er eins aflappandi og góður hringur á vellinum þ.e.a.s. ef maður nær að hitta boltann. Wink

 

 


mbl.is Í fangelsi fyrir „fugl“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seyðfirðingurinn síungi er sextugur í dag og tekur væntanlega á móti bikar Þorparanna

Nú er ekki seinna vænna en en skvera sig í betri buxurnar og mæta í sextugsafmæli ársins!  Gísli vinur minn og bloggari Blöndal er sextugur í dag og ef það hefur farið fram hjá ykkur þá er hátíð á Organ núna klukkan fimm. Ef ég þekki minn sæta strák er hann núna mættur á svæðið og búinn að stilla upp trommusettinu með stórhljómsveitum landsins.  Hann lofaði gestum að hann myndi berja kjuðunum í húðirnar í kvöld.

Væntanlega verður honum afhentur bikar Þorparanna,  með mikilli viðhöfn að hætti þeirra ágætu  vina okkar sem kalla sig þessu skemmtilega nafni en þeir voru allir saman í JC fyrir ,,miljón" árum eða svo. Bikar þessi er afhentur á stórafmælum og hefur gengið mann frá manni síðan fyrsti Þorparinn hélt upp á sitt fertugsafmæli og er sagan skráð á þennan merkisgrip. Skemmtileg hugmynd hjá strákunum á þeim tíma.     

Asskoti að missa af þessu öllu en ég skála hér með fyrir þér Gísli minn og njóttu kvöldsins í faðmi fjölskyldu og vina.  Knús og kossar á þig héðan frá Stjörnusteini. 


Muu, mjá, meee og allur pakkinn í morgun

Í dag er afa og ömmu dagur og farið var með litla Þóri Inga í Húsdýragarðinn í morgun.  Hænurnar tóku feikna vel á móti okkur svo og kisa litla.  Barnið áttaði sig nú ekki alveg á öllu þessu svona í byrjun enda er maður aðeins 16 mánaða.  En þegar við komum í fjósið í annað sinn var mikið fjör þar sem beljur bauluðu á básum og litli guttinn lifnaði allur við.  Þá var ákveðið að fara annan hring og krakkinn var dreginn á milli fjárhúss og gripahúsa þar til hann var gjörsamlega uppgefinn. 

Ekki létu nú afinn og amman þar við sitja því þeim langaði sjálfum svo mikið að skoða Skautahöll landsmanna og drógu krakkaræfilinn með sér yfir bílastæðið í fljúgandi hálku yfir að þessari miklu ,,höll"  Jahérna, ekki fannst okkur nú þetta merkilegur staður.  Svellið sjálft er svo sem allt í lagi en umgerðin er hroðaleg!  Þvílíkur druslugangur! OK, þá er ég búin að sjá þetta og ekki orð um það meir.

Eftir skemmtilegan morgun lúllar minn hér úti í fríska loftinu og dreymir örugglega mee, muuu og öll hin dýrin. 


Endurfundir hjá ,,Rósunum"

  ,, Nei, hæ gaman að sjá þig. Rosalega lítur þú vel út, hefur bara ekkert breyst!" þetta glumdi í eyrum mér þegar ég kom inn á veitingastað í gærkvöldi þar sem ,,Rósirnar" hittust aftur eftir næstum 20 ár.  Guð, nú verð ég mér til skammar hugsaði ég þar sem ég hengdi kápuna mína upp og bjóst til að ganga í salinn þar sem þessi föngulegi leikfimishópur frá Djassballettskóla Báru stóð í hnapp og knúsuðu hvor aðra.

Ég er alveg rosalega ómannglögg og nú var enginn elskulegur til að hvísla að mér hver væri hvað. Sem betur fer gekk þetta stórslysalaust og ég gat komið saman andlitum og nöfnum án þess að klikka áberandi mikið. 

Það voru ungar og hressar konur sem byrjuðu saman að hoppa undir leiðsögn Báru fyrir hartnær þrjátíu árum og héldu hópinn í mörg ár.  Farið var reglulega í ferðir innanlands og haldnar árshátíðir. 

Nú voru það nítján hressar kellur sem komu saman og rifjuðu upp skemmtilegar minningar.  Eftir matinn voru teknar léttar æfingar svona til upprifjunar en hér skal ekki sagt frá hæfni eða úthaldi.  Ákveðið var að taka upp reglulegar gönguferðir ,,aldraða" svo það er búið að endurvekja ,,Rósirnar" hennar Báru. Ég lofaði að mæta þegar ég ætti leið hér um.  


Búin að panta með fyrstu ferð

Jahá, svo nú er bara að panta far og drífa sig með nektarfluginu.  Allir karlar á sprellunum og konur, væntanlega þýskar, með skúfana undir handarkrikunum.  Allir í stuði og þambandi bjór eða þýsk vín sem síðan klístrast við evu og adamsklæðin þegar hellist úr glösum í þyngdarleysinu jóðlandi á tyrólsku. 

 Áhöfnin eins of fífl innan um hin fíflin kappklædd og uppástrokin með flugþjónabros á vörum biðja farþega vinsamlegast um að spenna sætisbeltin fyrir lendingu, sem koma til með að límast óþyrmilega fast við klístraða líkama.  Það fylgir nú ekki fréttinni hvort farþegar mæti naktir á áfangastað eða þeim verði gefinn kostur á að koma sér í larfana áður en stigið er frá borði.

 Ekki spurning ég panta ferð hvert á land sem er, ekki seinna en núna!ToungeLoL


mbl.is Óvenjuleg ferðamennska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólaskaup Orkuveitunnar

Allgjör snilld!  Starfsfólk með húmorinn í lagi.  Þeir sem ekki hafa kíkt á myndbandið ættu að gera það hið snarasta.  Lífgar upp á svartasta skammdegið og kemur öllum í gott skap.  Ætli þau verði fengin til að troða upp í Áramótaskaupinu?  Það mætti alveg borga fyrir svona skemmtilegheit!

 


mbl.is „Rei, rei, ekki um jólin"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla jólatréð sem lenti í hrakkningum

Ég er litla jólatréð sem á ættir mínar að rekja til Riga alla daga síðan á 16. öld.  Síðan lágu leiðir ,,fortrjáa" minna til Dresden á 19.öld en það var ekki fyrr en á 19. öldinni að við komum til Íslands með Dönum. Ég hef borið mín börr hér í Tékklandi þar til fyrir stuttu að menn komu með axir og tól og hjuggu mig niður og hentu mér upp á pallbíl og brunuðu með mig til borgarinnar.

Það fór ekkert sérlega vel um mig þarna á leiðinni innan um önnur tré sem örlögin höfðu líka leikið grátt en við því var ekkert að gera við gátum öll hlakkað til að lenda inná góðum heimilum og verða skreytt með ljósum og glingri og notið þess að láta börn sem og fullorðna dáðst af okkur.  Ég var líka viss um að ég yrði flottast af þeim öllum því minn stofn var beinn og greinarnar lögulegar eins og hefðartré sæmir.

Eftir að hafa dúsað þarna á pallbílnum í nokkra klukkustundir var prísundin loks á enda og mér var komið fyrir á einum jólamarkaðinum.  Ekki leið á löngu þar til lítil hnáta með rauða húfu kom auga á mig innan um alla vini mína og sagði: , Mamma þarna er tréð okkar"  Móðirin kom og skoðaði mig í bak og fyrir og síðan heyrði ég að,, jú, þetta gæti gengið, ekki of stórt og yrði fallegt í króknum í stofunni"

Þar með var ég tekið og troðið í gegn um einhverja forláta vél sem vafði mig plastneti, ekki beint þægilegt en ég lét mig hafa það því nú var stundin alveg að renna upp, ég yrði flottasta og dýrasta tréð um hátíðina.

 Fjölskyldan bar mig að bílnum en þar sem ég var í stærra lagi var ómögulegt að koma mér fyrir í Skodanum svo mér var komið fyrir uppá toppi bílsins og beislað kirfilega niður eða svo hélt þessi yndælis fjölskylda.  Við vorum rétt komin út á hraðbrautina og bíllinn brunaði á þó nokkrum hraða fór að hrikta í böndunum og ég fann hvernig losnaði um þau smátt og smátt þar til festingarnar gáfu sig og ég flaug af bílnum og lenti harkalega á malbikinu.  Bíllinn með fjölskyldunni brunaði frá mér því auðvitað tóku þau ekkert eftir þessu þar sem þetta gerðist á einu augnabliki.

Þarna lá ég síðan og gat enga björg mér veitt.  Bílar þutu hjá og var mesta mildi að ekki hlaust stórslys af þar sem ég lá á miðri akreininni. Allt í einu stoppaði ökumaður og vippaði mér upp í bílinn sinn og þar með var mér bjargað frá því að enda ævi mína útí vegkanti hér í Tékklandi.  Ég eignaðist sem sagt nýja fjölskyldu sem fer örugglega vel með mig og gerir mig að fallegasta jólatrénu í þorpinu en mér er nú oft hugsað til litlu stúlkunnar með rauðu húfuna sem valdi mig í byrjun, en vona bara að hún hafi fundið eitt af fjölskyldu minni sem gleður hana um jólin. 

 


Calendar Girl

Sko þá gömlu. Ég er mörgum sinnum búin að segja vinkonum mínum í International Womens Club að koma með svona dagatal til fjáröflunar í staðin fyrir hundleiðinlegar myndir af styttum og húsþökum hundrað turna borgarinnar. Við gætum stórgrætt og hjálpað miklu fleirum en hingað til.  En það bara þorir enginn að taka af skarið.  Ætti ég að slá til á næsta ári?Wink 
mbl.is 101s árs ellilífeyrisþegi afklæddi sig í þágu í góðgerðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert þras eða málalengingar - frábær jólastemmning

Hér á heimilinu hefur alltaf verið dálítill höfuðverkur og pælingar þegar huga skal að jólagjöfum handa fjölskyldunni og við, ég og minn elskulegi ekki alltaf verið sammála um kaupin þannig að oft hefur það dregist langt fram í desember að komast að samkomulagi, eftir málaþras og stundum óþarfa pirring.

En að þessu sinni vorum við eins og einn hugur.  Skelltum okkur yfir landamærin og redduðum 98% gjafalistans á mettíma án þess að þurfa að þrasa um einn einast hlut. Frábært, ætli þetta sé aldurinn?InLove Allavega var eitthvað mjög sérstakt í gangi. En nú er spurningin, hvernig falla gjafirnar okkar í kramið hjá krökkunum?  Það verður nefnilega ekki auðvelt að skila þessu aftur eftir jólBlush  Úps!Whistling


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband