26.3.2008 | 12:15
Hamingjuríkið Ísland í 16 sæti og svo er verið að kvarta
Jæja góðir hálsar þá vitum við það. Svo er bara verið að væla og barma sér alla daga. Það hafa nú orðið skipbrot áður í okkar góða þjóðfélagi og veit ekki betur en við höfum alltaf klórað í bakkann.
Ef þessar niðurstöður eru marktækar þá trónið þið góðu landar í 16 sæti og ,,við" Tékkar í því þrítugasta. Er það bara ekki nokkuð gott ef miðað er við stöðuleika og hagsæld 235 landa.
Mikil hagsæld og stöðugleiki á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Æi ég veit ekki með þessa statistík. Það er hægt að beita henni á svo margan hátt. Enn eru öryrkjar, eldri borgarar og fólk á strípuðum töxtum undir fátæktrarmörkum. Á meðan svo er þá erum við ekki í góðum málum.
Knús inn í daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 12:17
Já ég veit það Jenný, það er margur sem hefur það skítt þess vegna komu þessar tölur flatt upp á mig. Hvaða kemur þessi vitneskja um alla þessa hagsæld?
Sé að ég hef skrifað þetta dálítið á jákvæðu nótunum en vantar hinn sanna tón. Nú er því komið til skila vonandi.
Ía Jóhannsdóttir, 26.3.2008 kl. 12:38
Já málið er það Ía mín, vitneskjan kemur frá ráðamönnum og er ætíð þeim í hag.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 13:35
Skrítnar margar kannanir sem birtar eru um hamingju okkar og hagsæld.
Þetta er varla alveg ný könnun er það?? kveðja til Prag
Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 13:41
Nákvæmlega Milla.
Ásdís nei þetta er örugglega ekki ný frétt en til hvers er þá verið að setja hana í blöðin? Bara til þess að villa um fyrir sumum lesendum? Það finnst mér illa gert af blaði landsmanna, nóg er nú samt.
Ía Jóhannsdóttir, 26.3.2008 kl. 14:01
Hvaða ár var þessi stöðugleikakönnun gerð? Og þvílík mannfyrirlitning að hreyka sér af mun meiri hagsæld og stöðuleika hér, í samanburði, við hagsæld og stöðugleika afkróaðra Palestínukvenna og barna á Gasa svæðinu, sem hvorki hafa, vatn né rafmagn, lyf né lækna. Eru þeim engin takmörk sett, sem setja á svið svona blekkingarleik.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 15:47
Fyrirgefðu Ía, í efstu línu hér fyrir ofan á að standa: "hreykja" sér af mun meiri osfrv.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 15:49
Svakalega er eg heppin hef buid i Svithjod, Luxembourg og Nyja Sjalandi lika fyrir utan saelurikid Island!!
Madur tharf samt alltaf ad vinna sofa og borda hvar sem madur byr
Lifid er bara ein syngjandi saela.
lubban (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.