Færsluflokkur: Tónlist

Sumarsmellur Siglfirðinga algjör hitt-samba!

Í gærkvöldi hitti ég eðalperluvinkonur mínar sem ég hafði ekki séð í allt of langan tíma og hreinlega vanrækt.  Ég vona að mér sé fyrirgefið það hér og nú.

Ef einhver hefur legið á hleri og heyrt í okkur masið og hláturrokurnar þá er það svo sem allt í lagi en á tímabili var ég fegin að við vorum ekki staddar í blokkaríbúð því það hefði örugglega einhver verið búin að hringja á babú-bílinn og senda okkur inn við sundin blá.

Þegar konur á sjötugsaldri eru farnar að syngja og leika Mærin fór í dansinn, Frímann fór á engjar.  Rifja upp alla hina leikina sem við fórum í.  Hvernig við strikuðum parís allt upp í tröllaparís, kíló, einn, tveir , þrír, fjórir, fimm, Dimmalimm.  Sippó, teyjutwist, snú snú og hvað þetta nú allt hét. 

Við skemmtum okkur mikið við endurminningarnar og hlátrasköllin heyrðust um langan veg.  Þegar farið var að rifja upp gamla sénsa frá 1966 fannst mér tími til kominn að pilla mig heim og ein vinkonan gaf mér far upp í Kópavoginn.

Jésus hvað það var gaman!  Er alveg á því að halda áfram að reyna að mæta með þeim næsta þriðjudag.  Ekkert smá uppbyggjandi að hitta þessar stelpudruslur.

Birna mín takk fyrir móttökurnar og frábærar veitingar! 

Gangi ykkur vel á hátíðinni fyrir norðan og veit að Sambasmellurinn verður hitt!  Hvað heitir hann:  Sumarfrí á Siglufirði, eða eitthvað sollis.

Er farin út í sólina og sumarið.


Hádegistónleikar að Kjarvalsstöðum.

Við hjónin sóttum hádegistónleika ásamt móður minni í hádeginu í dag en þar fluttu listamennirnir Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Peter Maté vel valin verk sem nærði líkama og sál í klukkustund eða svo.

Takk kærlega fyrir okkur ágætu vinir.  Við mætum örugglega næst þegar boðið verður upp á svona notalegheit í hádeginu.  Á eftir fengum við okkur smá snarl í kantínunni áður en við gengum út í fallegt vorveðrið sem hefur verið hér í dag.

Ég hvet alla að gefa sér tíma til að njóta hádegisstundar með frábærum listamönnum sem kunna að gleðja og gefa.  

Takk enn og aftur fyrir okkur!


Snillingur - Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari!

Í gærkvöldi rættist ein af mínum vonum, það að fá að hlusta á Víking H. Ólafsson spila með Sinfó. Mig var svo oft búið að dreyma um að fá tækifæri á að hlusta á þennan unga snilling sem fer svo mjúkum höndum um nótnaborðið.  Það er eins og þær varla snerti lyklana svo engillétt virðist hann slá hörpuna. 

 Það nærði sálina mína mikið að fá tækifæri til að láta hljóma hörpunnar fylla hug minn ljósi og kom endurnærð út eftir að hafa drukkið í mig allt sem hann hafði að bjóða í gærkvöldi.

Því miður hafði ég ekki kraft til að sitja restina af tónleikunum eftir hlé en fyrir mig var þetta nóg í þetta sinn. Ég kem til með að gera það seinna, ekki spurning.

Kæri Víkingur þakka kærlega fyrir frábæra tónleika og hugarró fyrir heila og sál.

Gangi þér allt í haginn ungi fallegi maður sem átt eflaust eftir að gleðja marga á ókomnum árum. 

Ingibjörg Jóhannsdóttir Prag Tékklandi.

 


Í máli og myndum á aðventunni

Gamla torgið jólin 2008 018  Eins og alltaf hefur aðventan verið erilsöm en skemmtileg.  Nóg um boð hingað og þangað um borgina, tónleika.  Margt sem glatt hefur líkama og sál.  Ekki að spyrja að öðru hér í fallegu hundrað turna borginni okkar.

Aðventa 2009 jólakökubakstur og laufabrauð 012  au voru nokkur afmælin sem haldin voru og hér má sjá eitt afmælisbarnið, frumburðinn okkar með sinn frumburð, tekin fyrir viku þegar hann hélt upp á sitt 35. afmæli.  Glæsileg bæði tvö.  Mín með nuðið sitt sem er alveg nauðsynlegt eftir góðan mat.

Laufabrauð 2008 029  Í gær var haldinn laufabrauðsdagur og litla fjölskyldan hér í Prag kom saman og skar út heilan helling af kökum.  En vegna þess hvað ég hef litla þolinmæði í sollis dútl þá ákvað ég að koma með nokkrar piparkökur og mála þær með litla hnoðranum mínum sem var alsæl með þá ákvörðun.  Þegar hún var búin að fá nóg með að sleikja sína fingur þá bara stakk hún þeim að næsta manni og sagði:  Amma þú makka!   Já og já og amman makkaði og sagði nammi namm.....  eða þannig.  Aðventa 2009 jólakökubakstur og laufabrauð 015  Hér má sjá listakonuna sem ætlar ekki að verða síðri listakona en langamma hennar.  Sjáið hvað hún er íbyggin á svipinn með tunguna út í öðru munnvikinu.  Amman hjálpaði aðeins við að mála skeggin á jóla.

Á milli þess þá settist amman og skar út einar þrjár að ég held laufabrauðskökur.  En´til að hvíla handleggina á því veseni þá söng hún jólasöngva og lék allan pakkan með.  Þarna er örugglega verið að syngja ,,Uppá stól stendur mín kanna!" Aðventa 2009 jólakökubakstur og laufabrauð 019Úff gott að hrista aðeins úr þreyttum handleggjum og leika með söngnum.  ,,J'olasveinar ganga um gólf og Adam átti syni sjö það var enn betra þá gat maður ruggað sér í lendunum líka. Sú stutta engan áhuga á þessari rugluðu ömmu sinni.  Enda bar hún að borra kivi.

Gamla torgið jólin 2008 022  Eins og þið sjáið og heyrið þá er engin lognmolla hér frekar en fyrri daginn.  Í kvöld ætlum við að skreppa á tónleika en hann Guðni Emilsson er hér með kammerhljómsveitina sína frá Tübingen, Þýskalandi og bauð okkur að koma og hlusta í kvöld.  Þessir tónleikar verða í Rudolfinum í Smetana Hall.  Glæsilegu tónlistahöllinni hér í Prag.

Ég kveð ykkur nú að sinni með þessari fallegu mynd frá Parizka götunni í Prag sem liggur út frá Gamla Torginu.  Þið sem hingað hafið komið getið látið ykkur dreyma um að ganga þarna um í vetrarkyrrðinni innan um öll jólaljósin og ylm frá steiktum kastaníum.

Takk fyrir að líta hér inn.

 

 


Klósettrúlan sem spilar jólalögin og Jólinn sem hvarf af heimilinu okkar.

Búin að finna jólagjöfina handa hverjum og einum í fjölskyldunni. 

Eitthvað svo notadrjúgt og um leið skemmtilegt og gleður sál sem auga!

Alveg hreina satt!  Þetta er klósttrúlluhaldari með svona Ipod tengingu.  Það tók mig smá stund að fatta hvað þetta var.  Hélt fyrst að þetta væri til að hlaða símann en kom í ljós þegar ég fór að lesa.  Þú smellir Ipodinum þarna niður í hólfið þegar þú sest á lúguna og svo bara spilar hann þína uppáhaldstónlist um leið og þú gerir þínar þarfir með tilheyrandi óhljóðum eða söngli því auðvitað syngur þú með t.d. ,, White Christmas"  voða kósi tæki.

Nú fá allir sem einn svona græju frá okkur hér að Stjörnusteini og ég tek það fram að það er ekki hægt að skila þessu.  Keypt á netinu heheheh þar fór ég alveg með þetta fyrir ykkur.

Þetta er miklu sniðugra en WC haldarinn sem ég sá í einu húsi hér í fyrra sem spilaði alltaf Ho ho ho Merry Christmas um leið og þú snertir rúlluna svo húseigendur gátu fylgst mjög vel með hvað þú notaðir mörg bréf. 

Það kallar maður nú bara að hnýsast í persónuleg mál og ansi frekt.

Neip, segi og skrifa þetta tæki er það besta sem ég hef séð.

Já það er margt sem maður getur keypt og glatt fólk með um hátíðarnar.

Fyrir nokkrum árum átti ég svo sniðurgan ,,Sveinka"  Þetta var nú bara svona hausinn af Jóla gamla sem ég setti út við útidyrnar og um leið og einhvern bar að garði sagði hann:  Hó,hó hó og svo kom eitthvað voða ljúft jólalag. 

Nágranni okkar sem þá var frá Skotlandi hrindi einn morguninn hjá okkur um miðjan desember og spurði hvort það væri mögulegt að þagga niður í þessu óféti?  Með svona löngu P  L  E  A  S  E  á eftir beiðninni.

Vi héldum það nú en spurðum hvers vegna þetta færi svona í taugarnar á honum.  Þá kom svarið:  Sko þegar ég er að laumast heim á nóttunni ( hann stundaði mörg jólaboðin með vinnufélögum) þá byrjar helv..... í góla og hún Laura mín vaknar og allt kemst upp.  Hvað ég er seinn á ferð og hvernig ásigkomulagi ég er í.

Nohhh...sollis, No problemo my friend. Við kipptum Jóla úr sambandi en einhverja hluta vegna hef ég ekki orðið vör við hann síðan þessi jól í Prühonice.  Alla vega ekki rekist á hann hér að Stjörnusteini í mörg ár.

Hvar ertu Jóli minn? 

 Farin að leita úti í geymslunni eða hér í einhverjum kassanum.

Finn hann vonandi langar svo að hengja hann út við hliðið.


CARITAS ÍSLAND 2009

Var að koma af frábærum tónleikum sem haldnir voru í Kristskirkjunni.  Þar komu fram  fremstu listamenn þjóðarinnar! 

Tónleikarnir voru haldnir í þágu Mæðrastyrksnefndar og gaman að sjá hversu vel þessum tónleikum er ávallt tekið því sneisafullt var út úr dyrum enda verkefnavalið í sérflokki.

Okkur gafst tækifæri á að heilsa upp á nokkra af listamönnunum og þakka fyrir okkur en misstum af Diddú okkar og Einari Jóhanness og vil ég hér með þakka þeim sérstaklega fyrir frábæra skemmtun.  Gaman að geta þess að meir en helmingur þeirra sem komu fram hafa heimsótt okkur að Stjörnusteini og margir dvalið hjá okkur í Leifsbúðinni. 

Þökkum ykkur öllum fyrir frábæra tónleika sem hlýjaði okkur um hjartarætur.

Nú skal haldið áfram að njóta lista og menningar þar sem við erum að fara að hitta góða vini og listamenn og snæða með þeim saltkjötsbolur í káli.  Sérpantað af okkur. 

 


Íslendingurinn Vovka Stefán Ashkenazy og Tékkinn Milan Rericha héldu tónleika hér í Prag.

Á kyrrlátu haustkvöldi hlustuðum við á tvo færa listamenn flytja verk eftir Debussy, Rachmaninov, Horovitz, Denisov og Rossini af einstakri snilld.

Þarna spiluðu tveir snillingar þeir Vovka Stefán Ashkenazy á Grand piano og  Milan Rericha á klarinet.

Konsertsalurinn var þéttsetinn og fólk lét ánægju sína í ljós með löngu lófaklappi og húrrahrópum. 

Tékkar eru snillingar í að klappa litamenn upp og hætta ekki fyrr en þeir eru búnir að fá í það minnsta þrjú aukaverk og allir lófar áheyrenda orðnir helaumir og jafnvel blóðrisa. Sko þetta er ekkert grín skal ég segja ykkur að lenda í þannig uppklappi hvorki fyrir listamennina eða gesti.

  Í þetta skipti tókum við eftir því að listamennirnir voru ekki með neitt aukanúmer upp í erminni en vegna fagnaðarláta spiluðu þeir aftur hluta úr verki Denisov og ætluðu að láta þar við sitja.  En fagnaðarlátum linnti ekki svo við Þórir tókum á það ráð þar sem við sátum á fremsta bekk að standa upp þeim til heiðurs og þar með björguðum við þeim frá því að sita uppi með endalaus aukanúmer langt fram eftir kvöldi.

 Ég veit að þeir voru okkur mikið þakklátir fyrir þetta framtak okkar, hehehe

Eftir tónleikana hittum þessa frábæru listamenn baksviðs.  Íslenski/Rússinn okkar eins og hann var kynntur í leikskránni,  fagnaði okkur vel og við erum alveg á því að reyna að koma snillingnum honum Milan heim til þess að leyfa Íslendingum að njóta hans framúrskarandi leikni með klarinettinn.  

Þökkum kærlega fyrir ánægjulegt kvöld og frábæra tónleika! 

Það er að koma hauststemmning hér í Prag.  Leikhúsin, Operan og Rudolfinum farin að bera á borð það allra besta sem þeir hafa fram að færa.  Byrjar alla vega vel!


Út í óvissuna í dag.

Við hjónin byrjuðum ferðina hingað heim á því að fá ærlegt hláturskast þegar við settumst upp í flugvélina frá Prag til Köben.  Haldið þið að við höfum ekki fengið sæti í Exitinu alveg óumbeðið og ég fékk sömu lesninguna eins og ég lýsti hér tveimur færslum framar á síðunni minni. 

Þetta var næstum svona taka tvö hehehe...

Nú þegar þetta er skrifað er ég stödd hér rétt við Rauðhóla í íbúð Guðfinnu vinkonu minnar með himneskan fjallahringinn í augsýn.  Hengilinn, Hellisheiðina og Bláfjöllin í öllu sínu veldi.  Ótrúlegt útsýni héðan af þriðju hæð.  Ég held að þetta hús sé byggt á nákvæmlega sama stað og ég fór með móður minni í gamla daga í berjamó og þá þótti okkur við fara langt upp í sveit í ber.

Í gær fór ég og hitti góða vinkonu, Hönnu Kristínu sem kennd er við hárgreiðsustofuna Kristu og hún tók það sem eftir var af lubbanum mínum og gerði mig húsum hæfa svo nú get ég státað af stuttu hári og með lit sem ekkert líkist þeim músarlit sem var kominn á kollinn á mér.  Takk elsku Hanna mín. 

Það er búið að vera nóg að gera að heimsækja fjölskylduna og nú ætlum við að brenna austur yfir fjall með bróður mínum og mágkonu út í algjöra óvissu.  Ætlum alla vega að hlusta á Signýju og Bergþór syngja í kvöld þarna fyrir austan. 

Síðan sjáum við bara til.

   

  


Þetta Aloa Vera er farið að fara aðeins í mínar fínustu.

Það er endalaust verið að troða í mig heilsusamlegu viðbiti. Ég er bara ekkert sérstaklega móttækileg fyrir svoleiðis gumsi og ef einhver vill ólmur að ég prófi þetta eða hitt aðeins vegna þess að það sé svo heilsusamlegt fer ég hreinlega í baklás.

Undanfarið hef ég fengið svo mikið af þessu Aloa Vera kjaftæði að ég er komin með hálfgerð útbrot og er alveg klár á því að þau eru afleiðing af því að allir eru að troða að mér kremum, olíum og ég tala nú ekki um tei sem ég á núna hér í pakkavís uppi í skáp.  Halló, eða já sæll, sko ég drekk ekki te!!!!!!!!!!!!  alveg sama hversu heilsusamlegt það er.

Eftir kvöldmatinn hér að Stjörnusteini sem var ekkert sérstaklega óheilsusamlegur, Tandori kjúlli með steiktu grænmeti, Jasmin hrísgrjónum og dreypt á Cianti rauðvíni til að skola þessu niður röltum við hjónin yfir í Leifsbúð til að heilsa upp á flautuhjónin.

Eftir að hafa verið kynnt fyrir eðal Mozart flautu og rabbað um heima og geima vildi Guðrún endilega gefa mér einhvern heilsudrykk sem væri allra meina bót og gerði húðina svo mjúka.

Vegna þess að ég er með afbrigðum kurteis að eðlisfari vildi ég ekki afþakka drykkinn og þáði bara svona rétt neðan í glasið. Ég bjóst við einhverju heimalöguðu en þetta er framleitt hér í landi Bóhema og kemur í plastflöskum eins og vatnið.

  Nota bene mín húð er eins og barnsrass eftir chemo meðferðina svo ég þarf ekkert á einhverjum drykk að halda til að gera hana mýkri, þá bara fengi ég enn fleiri sár þar sem húðin er viðkvæm eins og silki en eins og ég sagði ég vildi vera kurteis þess vegna smakkaði ég á þessum Aloa Vera drykk.

Ég fór mjög pent í þetta og þegar ég var búin að kyngja spurði Guðrún: ,, Jæja og hvernig finnst þér?"   Ég reyndi að gretta mig sem minnst um leið og ég sagði:  , Hehem  sko þetta smakkast eins og útþynnt sykurvatn þar sem Opal brjóstsykur er búinn að liggja í bleyti og vatnið búið að standa út í sólinni í sólarhring, sem sagt hræðilega vont" 

Hrikalegt að vera svona hreinskilin.  En mér fannst þetta vera þannig á bragðið. 

Hvers vegna eru allir að berjast við að troða í mig einhverju heilsusamlegu?  Bara svo þið vitið það áður en ég kem heim þá finnst mér allt svoleiðis hræðilega vont!  

 

 


Strákaskammirnar hans Einars Jóhannessonar klarinettó, Jónas Ingimundarson píanóleikari og Rannveig Fríða Bragadóttir Óperusöngkona á einu bretti!

Við erum komin heim og satt best að segja fór ég meir á viljanum heldur en getunni til Vínar en gaman var það og ég hefði ekki viljað missa af því að hitta strákaskammirnar í blásarakvintett Reykjavíkur eins og Einar klarinettó kallar þá,  hvað þá að missa af því að hitta Jónas Ingimundar, píanóleikara og Rannveigu Bragadóttur messóprimadonnu en Jónas spilaði með strákaskömmunum á tónleikunum en Rannveig kom og borðaði með okkur fámennum en góðum hóp eftir tónleikana í boði sendiherrahjónanna á Sole.

Mér gafst tækifæri á að skamma hana fyrir að vera ekki búin að koma og heimsækja mig eftir öll þessi ár en hún lofaði að bæta út því fljótlega.  Algjör dúlla hún Rannveig mín, hefur ekkert breyst síðan hún var fimmtán svei mér þá! 

Eins og alltaf var tekið á móti okkur eins og höfðingjum af sendiherrahjónunum okkar og stofutónleikarnir sem strengjakvintettinn hélt á miðvikudagskvöldið með undirleik Jónasar Ingimundar var frábær og gestir klöppuðu þeim lof í lófa vel og lengi.

Ég gekk aðeins fram af mér daginn eftir með því að rápa um borgina þannig að ég gat ekki mætt á tónleikana á fimmtudagskvöldið en hitti strákaskammirnar fimm, Jónas og frú Ágústu, Rannveigu Fríðu Bragadaóttur að ótöldum sendiherrahjónunum á Sole seinna um kvöldið.  Sole er þekktur staður þar sem frægir tónlistamenn sækja að staðaldri.  Við komum þarna í fyrsta sinn með Kolbeini Ketilssyni Óperusöngvara sem þá var að læra í Vín, svo það eru liðin ár og dagar síðan við komum þarna í fyrsta skipti og satt best að segja, fyrir ykkur sem þekkið staðinn, hefur ekkert  breyst,  sömu þjónarnir taka á móti þér á ítölsku og maturinn er enn frábær. 

Við Þórir enduðum síðan ferðina með því að fara með Jónasi Ingimundar og Ágústu konu hans á Nas-markt í gær og fengum okkur saman hádegismat áður en við lögðum af stað heim á leið.  Frábært að setjast niður með þeim hjónum og tala um lífsins gagn og nauðsynjar og þar sem við Jónas eigum margt sameiginlegt var þetta mér mómetanlegt. 

Ég hlaka til að geta tekið á móti þeim hér í sveitinni á næsta ári og þá verð ég búin að fjárfesta í flygli eins og ég lofaði, ekki málið. 

Takk fyrir frábæra tónlistadaga kæru vinir mínir.

   


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband