Færsluflokkur: Vefurinn

Þegar færslur detta út trekk í trekk þá verður maður dálítið pirró ja eins og núna

.......en ég ætla að reyna alla vega einu sinni enn.  Móðursystir mín sagði mér einu sinni að hún væri búin að læra alla íslensku Flóruna og nú held ég að ég sé búin að fara í gegn um alla ísl. bókaflóruna því hvað er hægt að gera annað en lesa þegar maður liggur hálf back og pælir í hver verður næstur - íslenskur, erlendur (nei ekki sá Erlendur) svo eru þessir höfundar svo misjafnir eins og þeir eru margir og nennan ekki alveg 100% til þess að fara í gegn um misgóða höfunda.

Ég ætla ekki að segja ykkur hversu marga höfunda ég er búin að þræla mér í gegn um en þeir eru ansi margir og sumir alveg hundleiðinlegir aðrir la la en margir hverjir bráðskemmtilegi og góðir pennar en ég ætla nú ekki að fara að tíunda þetta fyrir ykkur núna en kemur ef til vill að því einn daginn þegar ég er í stuði.  Mér þótti skemmtilegast að garfa í gegnum barnabækur. H.C. Andersen og Gimmsævintýri.

Mínar mestu áhyggjur eru þær að ég komist ekki í gegn um allan staflann en OK þá verð ég bara að lesa dag og nótt því í skal klára þetta, verst að það bætist alltaf við bunkann tala nú ekki um þeger höfundar eru farnir að keppast við að hafa bæku sínar sem lengstar.  Engin maður með mönnum nema bókin telji fimm til sexhundruð blaðsíður.  Hún má þá vera þeim mun skemmtilegri eða æsifengin að ég hafi getu í þannig doðrant.

Nú ætla ég að sjá hvort þessi færsla fer í gegn nú ef ekki þá það.

 

 


Þú berð ábyrgð og þér ber skilda að hugsa vel um aldraða foreldra ef þau eru á lífi.

Að vakna upp einn daginn og gera sér grein fyrir því að nú er farið að halla undan fæti og nýtt verkefni hefur bæst við lífsstílinn þ. e. a. nú er komið að okkur að þakka fyrir góða umönnun foreldra og borga fyrir eins vel og maður getur. Þá vaknar oft spurningin erum við nægilega hraust sjálf til að standa í þessu og eigum við góð systkin sem eru tilbúin að taka þátt í þessu með okkur? 

Ég er heppin.  Á þrjú systkin sem öll taka þátt í því að hugsa um aldraða móður okkar.  Erum samt óskaplega heppin þar sem hún er hress og getur séð um sig sjálf að mestu leiti alvg að verða 86 ára, en auðvitað fylgir þessu kvabb og rugl öðru hverju sem við reynum að leiða hjá okkur eins og hægt er. 

Verðum stundum pirruð, bara eðlilegt.

Annað er með tengdaföður minn sem á fimm börn en engin virðist hafa tíma fyrir hann.  Ekki bara það en þau talast varla við.  Hann er orðinn mjög farlama og ótækt að hafa hann á Eir lengur þar sem hann getur engan vegin hugsað um sig og er ekki á sjúkradeildinni.

Ég skrifa þetta nú hér til að létta aðeins á sálinni.  Mér hefur fundist minn elskulegi alveg hafa haft nóg á sinni könnu með mig veika í nær átta mánuði fyrir utan árið á undan í Prag. Það er ekki bara hann Þórir minn sem er búinn að standa með mér í gegn um þessi veikindi, stundum finnst mér hann ofvernda mig en á að vera þákklát fyrir allt sem hann gerir fyrir mig.  Einnig hafa  

dóttir okkar og sonur, þeirra makar staðið eins og klettar við hlið okkar allan tímann og þess vegna veit ég hvað það er mikils virði að eiga góð og tillitsöm börn sem jafnvel fljúga yfir til Íslands til að fylgjast með gömlu kerlingunni. (ég er nú ekki alveg svo gömul samt)!

Nú stendur yfir ferðamannahelgi ársins og þá að sjálfsögðu öll fjölskylda míns elskulega í sumarhúsum eða annars staðar.  Það er eins og sumir hafi heldur ekki síma við höndina!

Á miðvikudaginn fór minn elskulegi í brjósklosaðgerð og á þ.a.l. að taka það rólega næstu vikur en er farinn að keyra bílinn og transporta upp á Eir til gamla ef hann hringir og það er ekki ósjaldan núna að hann er ósjálfbjarga heima hjá sér gamli maðurinn og eini afkomandinn sem honum dettur í að hringja í er Þórir.

Jæja þá er ég búin að koma þessu frá mér og eftir helgina verður að fara að ganga í því að koma gamla tengdó á öruggan stað þar sem hann fær almennilega hlynningu.

Ef til vill koma þessi skrif mín einhverjum til að hugsa sem er í svipaðri aðstöðu.

Komi fólki til að hugsa og framkvæma en ekki bera allar áhyggjur heimsins á herðunum og gera ekkert í málunum.  Nú tala ég til þeirra sem eiga systkini en deila ekki ábyrgð og allt liggur eins og mara á einum bróður eða systur.

Talið saman en þegið ekki þunnu hljóði.

 


Hellisgerði, einn fallegasti garður sem við eigum en vantar punktinn yfir i-ið. Takk fyrir Klambratúnið Hr. Borgarstjóri.

Ég elska svona daga sem eitthvað jákvætt er í fréttum en ekki endalaus barlómur og væl. 

Nú hefur okkar góði Borgarstjóri Mr. Gnarr ákveðið að taka upp nafnið Klambratún og heiðra þannig minningu síðasta ábúanda að Klömbrum, Christian H. Christensen.  Þetta finnst mér frábært hjá okkar Borgarstjóra og hans fólki.

Annað rakst ég á líka í dag þar sem talað var um að fólk færi allt of lítið í Hellisgerði.  Ég og minn elskulegi vorum þar í gær í frábæru veðri og sóluðum okkur í bak og fyrir.  Jú það vakti athygli okkar hversu fáir voru þarna í þessu góða veðri og ekki amalegur staður þar sem allt er orðið svo gróið.  Sjálfsagt mætti bæta þjónustuna þar sem rekin er greiðasala í litlu húsi við leikvöllinn.

Um það leiti sem við vorum að fara kom par með unga dóttur og gengu að greiðasölunni.  Maðurinn segir: Nei hér er hægt að fá súpu með nacho.  Það hýrnar yfir konunni og þau ganga inn í húsið.  Eftir stutta stund kemur servetrisan út með kastarollu í hendinni og fer inn um kjallaradyr hússins.  Kemur út og þá segir maður við næsta borð:  Hvað ertu með í skjólunni heillin mín?  Hún svarar að bragði súpu!

Ég fékk velgju upp í háls.  Þarna var súpan sem sagt geymd, í kjallaranum innan um hagamýs og önnur skríðandi kvikindi. 

Stúlkukindin lét sig hverfa inn um dyr kofans en mínútu seinna komu hjónin út með skokkandi stelpuna í eftirdragi.  Þau höfðu auðsjáanlega misst matarlystina og líka alla löngun til að dvelja lengur í Hellisgerði þar sem ég sá þau taka blátt strik að bílastæðinu. 

Æ,æ,æ, þetta er ekki fallegt til afspurnar og ég vona að aðstandendur Hellisgerðis sjái sóma sinn í því að laga greiðasöluna áður en ég legg leið mína þangað aftur, því það ætla ég að gera einn daginn.  Garðurinn er þess virði að skoða og ganga sér til hressingar.

 


Seinustu jólakortin voru að berast hingað frá vinum erlendis.

The last Christmascards 2010 arrived yesterday over the sea.  Thank you my friends, better late then never.  I love you all!

We hope you are all well and see you soon in Prague.  I will send you more detail next week after my appointment with my doctor.  I'm keping my fingers crosed and praying for the best.


Hádegistónleikar að Kjarvalsstöðum.

Við hjónin sóttum hádegistónleika ásamt móður minni í hádeginu í dag en þar fluttu listamennirnir Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Peter Maté vel valin verk sem nærði líkama og sál í klukkustund eða svo.

Takk kærlega fyrir okkur ágætu vinir.  Við mætum örugglega næst þegar boðið verður upp á svona notalegheit í hádeginu.  Á eftir fengum við okkur smá snarl í kantínunni áður en við gengum út í fallegt vorveðrið sem hefur verið hér í dag.

Ég hvet alla að gefa sér tíma til að njóta hádegisstundar með frábærum listamönnum sem kunna að gleðja og gefa.  

Takk enn og aftur fyrir okkur!


Sorglegt að almenningur beri ekki meiri virðingu fyrir Guðshúsunum okkar en raun ber vitni.

Þegar ég var krakki, eins einkennilegt og það hljómar þá sótti ég mikið í kirkjugarða og spókaði mig á milli leiða.  Ég heimsótti líka í hvert skipti sem gafst gamlar sveitakirkjur ekki endilega til að biðja heldur bara mér leið yfirleitt svo vel innan um gamlan viðinn sem mér fannst lykta svo vel eftir jafnvel aldir. Ég var ekkert sérstaklega trúuð en átti mína barnatrú og það nægði.

Nú er svo komið að það er varla hægt að fara inn í kirkjur í dag nema með sérstöku leyfi eða þá  þú sért að vel upplýst að þú vitir hvar lykil er að finna, upp undir rjáfri eða undir lausri fjöl.

Ég er búin að furða mig á þessu lengi og get illa sætt mig við að kirkjan geti ekki opnað dyr sínar fyrir Pétri og Páli vegna hræðslu við að kirkjumunum verði stolið. Sorgleg staðreynd.

En ég var heppin að eiga góða að og á sunnudaginn stóðu kirkjudyr mér opnar en að sjálfsögðu fyrir tilstilli góðs prests sem lét eftir beiðni minni um að fá að eyða hálftíma ein í lítilli sveitakirkju hér rétt við borgarmörkin.

Ég sendi prestinum mínar bestu þakkir og veit að ég er velkomin aftur ef ég finn aftur þessa þörf.  Ég þakka þér kæra vinkona.

Eftir hljóðláta stund heimsótti ég leiði skáldsins sem skrifaði um hið ljósa man og þakkaði fyrir allt sem hann gaf okkur í lifanda lífi og var það nú ekki svo lítið. 


Það er ekki ólíklegt að ég hafi sést á öryggismyndavélinni í gær en mér fannst ég ekkert vera í óleyfi í bakgarði ömmu minnar.

Gönguferðir sem legið hafa niðri í allt of langan tíma voru teknar upp aftur í gær.  Við lögðum bílnum fyrir utan gamla Hvíta Bandið og ákveðið var að ganga hringinn í kring um tjörnina.

Þar sem við stóðum fyrir framan Ráðherrabústaðinn ákvað ég að fara inn á lóðina nákvæmlega á þeim stað sem ég stytti mér alltaf leið sem krakki.  Mig langaði svo mikið að fara á mínar gömlu heimaslóðir en ég ólst upp fyrstu árin mín í bústaðnum og var meir og minna alin þarna upp öll mín uppvaxtarár.

Það hafa ekki verið miklar breytingar gerðar þarna, sami grasflöturinn, jú nýjar tröppur upp á efri lóðina, rabbabarabeðið horfið og mikið búið að fjarlægja af rifsberjatrjánum hennar ömmu minnar. Annars allt eins.  Þegar amma mín fór þaðan upp á Hrafnistu var búið að malbika yfir bílastæðið að aftanverðu. 

Ég stoppaði aðeins og lét hugan reika til uppvaxtaráranna.  Mig minnir að það hafi alltaf verið sól og pönnukökulyktin svo og kleinulyktin úr litla eldhúsinu hennar ömmu sem var á efri hæðinni, þar sem nú er afdrep fyrir bílstjóra ráðamanna sem fyllti vitin og ég lét mig dreyma litla stund.  Ég horfði upp í gluggana þar sem svefnherbergi og stofa ömmu minnar var til tugi ára.  Þar sem við sátum tvær og spiluðum á spil og hún leiðbeindi mér um lífsins gagn og nauðsynjar sem ekki alltaf voru í samræmi við hugmyndir móður minnar.  Ég tók alltaf mark á ömmu minni og fór reglulega eftir því sem hún sagði enda samræmdust okkar hugmyndir og gjörðir vel.

Ég var nú ekkert að kíkja inn um gluggana enda oft búin að koma inn í bústaðinn eftir breytingar sem gerðar voru á herbergjaskipan fyrir nokkrum árum.  Nú er engin kónga eða drottningasvíta lengur en fallega borðstofan og stofurnar niðri eru eins.  Jafnvel held ég að gamli flygillinn sem ég glamraði á standi enn í sínu horni.

Ef ég hef verið nöppuð á eftirlitsvél öryggisráðsins þá bara það.  Mér fannst ég ekkert vera þarna í leyfisleysi þó ég kæmi aðeins við í bakgarðinum hennar ömmu minnar.

 


Þórir Gunnarsson aðalræðismaður var sæmdur riddarakrossi hinni íslensku fálkaorðu.

Um leið og við keyrðum í hlað að Bessastöðum í gær klukkan hálf fimm og staðarhaldari opnaði fyrir okkur braust sólin úr skýjum og geislar hennar flæddu yfir okkur þar sem við litla fjölskyldan vorum á leið í móttöku hjá Forseta Íslands.

Tilefnið var að heiðra minn elskulega fyrir góð og ötul störf í þágu þjóðarinnar á erlendri grundu.  Þar sem hann er búinn að starfa í tuttugu ár í Tékklandi sem Aðalræðismaður og unnið frábær st0rf hvort sem hefur verið í þágu lista, menningar og almennum samskiptum.

Svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu kominn.

Afhending fálkaorðunnar

Athöfnin var mjög látlaus og persónuleg þar sem engin annar var heiðraður í þetta sinn.  Við höfðum ákveðið líka að hafa þetta í okkar anda og buðum eingöngu börnunum okkar tveimur, tengdabörnum. barnabörnunum og móður minni og föður Þóris til þessarar sérstöku móttöku.

Þess vegna varð þessi stund eftirminnileg fyrir okkur öll.  Eftir afhendinguna fengu þau sem ekki höfðu áður heimsótt  Bessastaði tækifæri á að skoða aðeins heimkynni forsetans en við Þórir áttum góða stund með Hr. Ólafi og forsetaritara Örnólfi Thors í gömlu fundarstofunni.

Ég er mjög stolt af mínum elskulega og finnst hann vel að þessari viðurkenningu kominn.

Eftir athöfnina var hugmyndin að halda þessu nú bara fyrir okkur en á síðustu stundu var ákveðið að bjóða okkar nánustu ættingjum og vinum sem töldu sjötíu manns þó skorið væri við nögl.  Kampavínið flæddi í tvo tíma síðan fórum við litla kjarnafjölskyldan í Perluna og nutum þess að gleðjast áfram saman.      Yndislegur dagur sem aldrei kemur til með að líða okkur úr minni.

Þau eiga eftir að erfa landið Hér eru þau sem erfa eiga landið. 

 Búin að koma sér fyrir í góðum stól á Bessastöðum.  Eins og þjóðhöfðingjar bæði tvö.


Snillingur - Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari!

Í gærkvöldi rættist ein af mínum vonum, það að fá að hlusta á Víking H. Ólafsson spila með Sinfó. Mig var svo oft búið að dreyma um að fá tækifæri á að hlusta á þennan unga snilling sem fer svo mjúkum höndum um nótnaborðið.  Það er eins og þær varla snerti lyklana svo engillétt virðist hann slá hörpuna. 

 Það nærði sálina mína mikið að fá tækifæri til að láta hljóma hörpunnar fylla hug minn ljósi og kom endurnærð út eftir að hafa drukkið í mig allt sem hann hafði að bjóða í gærkvöldi.

Því miður hafði ég ekki kraft til að sitja restina af tónleikunum eftir hlé en fyrir mig var þetta nóg í þetta sinn. Ég kem til með að gera það seinna, ekki spurning.

Kæri Víkingur þakka kærlega fyrir frábæra tónleika og hugarró fyrir heila og sál.

Gangi þér allt í haginn ungi fallegi maður sem átt eflaust eftir að gleðja marga á ókomnum árum. 

Ingibjörg Jóhannsdóttir Prag Tékklandi.

 


Það kemur maður í manns stað. Takk fyrir mig í KOSTINUM í dag!

Að sjálfsögðu er það sárt þegar menn fara með fjölda fólks í hreina glötun og eiga tvímælalaust að borga fyrir allar misgjörðir alveg sama hversu dýrt drottins orðið er.  Lítil samúð hér með Jóhannesi og hans fjölskyldu.

Ég hef ekki mikið verið í matarbúðum hér síðan ég kom til landsins en í dag fannst mér tími til kominn að fara og versla inn á minn máta en ekki míns elskulega.  Þá datt mér í hug að kíkja í KOST hér í Kópavoginum. 

Ég hef rekið mig á það hér þessi fáu skipti sem ég hef farið í matvörubúð að vöruúrval er hrikalega takmarkað og hillur flestar fylltar með ódýrari vöruflokkum, útrunnið, eða hálf mokið og ónýtt,  því miður. 

Þess vegna gladdist ég þvílíkt í dag inn í Kost. Vöruúrvalið er e.t.v. ekki alveg eins og ég á að venjast frá heiman en var alveg tæmandi og margir vöruflokkar sem þú sérð ekki hvar sem er. 

Ég var fljót að fylla körfuna og kom heim með hluti sem ég gat sett í ísskápinn með ánægju. 

Frábært grænmeti og ávextir.  FERSKIR OG FALLEGIR.

Þakka kærlega fyrir góða þjónustu.  Hlaupið til og sett í poka með manni og allir brosandi.

VEL AFTUR KOSTINN      -     EKKI SPURNING!


mbl.is 80% vilja ekki Jóhannes í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband