Færsluflokkur: Matur og drykkur

Hefur einhver heyrt um Jónsmessugras, jurt sem talin er hafa lækningamátt?

Hefði ég átt að vaka lengur og velta mér upp úr dögginni í nótt.  Haldið þið að það hefði borið einhvern árangur, neip ætli það, heldur hefði ég átt að vakna hér í morgunsárið og láta steypiregnið dynja á mínum eðal fína skrokk þá hefði etv Jóhannes skírari séð aumur á kellu, en eins og sagan segir þá var Jóhannes skírður þennan dag og sel ég það nú ekki dýrara en ég keypti.

Ég kynntist hátíð Jónsmessunar fyrst árið 1966 en þá var ég í Noregi.  Mér fannst alveg stórkostlegt að sjá eldanna sem loguðu um allar eyjar, firði og fjörur.  Það var einhver dulmögnun yfir þessu svo um mann fór smá hrollur, e.t.v. var það bara næturkulið sem smaug inn undir peysuna.  Nóttin var alla vega kynngimögnuð og sagt var að nornir og seiðkarlar hafi komið saman 24. júní til að fremja sín myrkraverk. Nornir flugu gandreið um himininn á meðan karlarnir göluðu sinn seið.

Sorlegt er að heyra að fólk taki slík æðisköst eins og kemur fram hér í grein Jyllands-Posten, mildi að ekki fór verr. Gæti verið að hann hafi verið hnepptur í álög af einhverju eða einhverjum?  Líklega er það þannig.

Annað sem mér datt í hug af því ég er nú að bulla þetta hér. Ég heyrði einhvern tíma um jurt sem kölluð er Jónsmessugras.  Mig langar svo til þess að vita hvort einhver veit um undramátt þessara jurtar og hvar eða hvort hún finnst einhvers staðar?  

 

 


mbl.is Reynt að drekkja konu á Jónsmessuhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bio matseðill Vesturlandabúa

Við sátum saman á veitingastað nokkrar góðar vinkonur hér einn sólríkan dag við bakka Viltava (Moldá) með útsýni yfir Karlsbrúnna.  Áin fyrir neðan okkur glitraði í hádegissólinni og skemmtiferðabátarnir lulluðu fram hjá.  Frá einstaka bát ómuðu Jazz tónar frá hljómsveit upp á dekki en frá öðrum undurfagrir tónar Smetana. 

Einstaka túristi veifaði glaðlega til okkar þegar siglt var fram hjá okkur þar sem við nutum þessa sérstaka útsýnis og sötruðum hvítvínið. 

Þjónninn kom með matseðilinn sem var tvískiptur.  Annarsvegar þessi hefðbundni og hinsvegar Bio matseðill sem nýfarinn er að sjást hér á nokkrum veitingastöðum borgarinnar. 

Umræðan snerist fljótlega um þennan Organic seðil.  Við sem búið höfum hér í nokkuð mörg ár höfðum litla trú á að það sem boðið var upp á væri 100% organic og ein hafði á orði að e.t.v. væru þarna ýmis skordýr því nóg væri af þeim hér í landinu.  Og vitnaði í þessa frétt sem birtist nú í Mbl.  Þetta þætti hollur og góður matur, fólk yrði bara að kunna að matreiða þetta á réttan hátt.

Held að um okkur allar hafi farið svona nettur, klígjugjarn hrollur við þessar umræður en þrátt fyrir það ákvað ég að prófa kjúkling af Bio seðlinum. 

Ekki fann ég nú neinn mun á þessu lostæti nema verðið svo ég spurði þjóninn hvaðan þessi fugl kæmi og hann var ansi fljótur til svars og sagði frá Frakklandi.  OK, e.t.v var hann að segja satt en ég var ekki alveg sannfærð.

Satt best að segja held ég að við hér setjum ofan í okkur þokkalega mikið af skordýrum á sumrin.  Hvað haldið þið að ég hafi drukkið margar moskito flugur með kókinu mínu, eða eina og eina vespu með pastanu.  Humm..... vil helst ekki hugsa um þetta.

Ætla að borða framvegis innandyra með net yfir sjálfri mér og því sem ég læt ofan í mig. Beekeeper 

  


mbl.is Ráðlagt að borða skordýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forréttur framreiddur í G-mjólkurfernum er víst líka ,,inn

Gott að heyra að rabarbarinn hefur haldið innreið sína í veislusali enda góður til síns brúks. Það er oft gaman að fylgjast með nýjungum og matreiðslumenn geta verið skemmtilega uppátektarsamir en oft er spurning hvort þetta fellur í kramið hjá gestunum.

Um daginn heyrði ég um nýopnaðan veitingastað á Íslandi sem býður upp á ýmsa rétti sem almenningur hefur e.t.v. lítinn skilning á en er tilbúinn að prófa.

Tengdasonur okkar heimsótti þennan stað um daginn og í för með honum voru nokkrir ungir viðskiptamenn.  Þeim lék forvitni á að smakka á nokkrum réttum sem hljómuðu fremur framandlega.

Dúfa með steiktu poppkorni var valin í aðalrétt og í forrétt rækjur einhverri sósu sem ég man nú ekki hver var en þessi forréttur var framreiddur í G-mjólkurfernum!!!!!!!!

Fylgdi sögunni að maturinn hefði ekki smakkast vel og mikið skilið eftir á diskum.  Forrétturinn var svo ólystilegur í fernunum að sumum varð bumbult. 

Ekki beint góð auglýsing fyrir nýjan stað, því miður.   Waiter 

 

 


mbl.is Rabarbaraæði um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju strákar

Einhvern tíma hefði þetta verið talinn fjarlægður draumur að komast í forsæti WACS en það er ekki að spyrja að okkur Íslendingum, við hjálpumst öll að við það að koma landinu okkar á kortið því auðvitað er þetta heilmikil landkynning. 

 If we do it we do it with style!  

Innilega til hamingju strákar og gangi ykkur allt í haginn í nánustu framtíð. 


mbl.is Íslendingur kjörinn heimsforseti matreiðslumeistara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þessi þjónusta fyrirfinnist í Hamingjulandinu?

Ég stóð við afgreiðslukassann í litlu Billa versluninni minni sem er lítil kjörbúð hér í nágrenninu.  Tíndi upp úr körfunni ýmsan varning og setti á færibandið.  Vegna þess að ég var á hraðferð hafði ég keypt innpakkað grænmeti en ekki valið sjálf úr körfunum sem ég geri nú alla jafna.

Brosandi afgreiðslukonan handlék pakka með átta tómötum og segir síðan við mig:

Það er einn tómatur ofþroskaður í þessum pakka.

Ó er það segi ég, og ætlaði bara að láta það eiga sig, nennti ekki að fara inn í búðina aftur og skipta.

Hún grípur til kallkerfisins og kallar í aðstoðarmann, hann kemur að vörmu spori, brosandi tekur hann við tómötunum og skiptir út pakkanum fyrir nýjan með ferskum fínum tómötum.

Á meðan á þessu veseni stóð lengdist röðin við kassann, allir biðu bara í rólegheitum og röbbuðu saman eins og ævagamlir vinir.

Er þetta bara ekki frábær þjónusta?  Datt í hug að segja þessa sögu eftir að hafa lesið bloggið hennar Helgu bloggvinkonu þar sem hún lýsir Bónusferð sinni þar sem hún varð að henda helmingnum af grænmetinu og ávöxtunum í ruslið þegar heim kom vegna þess að það var óætt.

 


Tíu dropar af lútsterkri leðju.

Ég smakkaði þennan kattarskítsvökva hér í vetur og fannst bara ekkert sérstakt við þetta.  Lútsterk leðja rétt niðri í mokkabolla, svona eins og þegar maður er að tala um tíu dropa í orðsins fyllstu merkingu.  Og verðið var himinhátt, held bara álíka og í London.  W00t

 Tek það fram að ég keypti ekki þennan bolla sjálf heldur fékk að dreypa á hjá öðrum sem sá ekki baun eftir aurunum í þessa fáu dropa.  Cat 3


mbl.is Þefkattaskítskaffið hressir en kostar sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnsflaskan stundum eins og auglýsing

Mikið er ég þákklát fyrir þessa frétt.  Hef aldrei þolað fólk sem gengur um með vatnsflöskuna eins og auglýsingu:  Ég drekk vatn!  Þessi kenning sem hefur verið ríkjandi í nokkur ár, að þamba vatn í tíma og ótíma hefur dálítið farið í mínar fínustu.

Hvernig hef ég lifað af öll þessi ár hér í útlandinu, drekk bara vatn þegar ég er þyrst?  Ágústmánuður getur orðið ansi heitur hér í Prag og vökvatapið eykst þá stórlega.  OK þá fær maður sér vatnssopa, NB af því maður er þyrstur, ekki af sýndarmennsku af því að það stendur einhvers staðar að þú eigir að þamba vatn til þess að hreinsa líkamann og forðast vökvatap og svo af því þetta Inn í dag.   Annars hef ég tekið eftir því  að vatnsflaskan er ekki eins áberandi og hún var fyrir nokkrum árum.

Auðvitað er vatn nauðsynlegt en líkaminn segir þér hvenær þú þarfnast vökva það er bara ekkert flóknara en það.  Að sjálfsögðu ef þú hefur börn í þinni umsjá eða gamalmenni er nauðsynlegt að fylgjast með ef hitastigið fer yfir 35° 

Svo er nú það í henni veslu.

 

 

       


mbl.is Óþarfi að drekka átta vatnsglös á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgarpistill með mjúku ívafi

Síðustu sólargeislar dagsins eru að hverfa smám saman hér bak við trjátoppana og brátt litast himininn purpurarauðu í vestri.  Enn nær þó sólin að skína á kristalana mína í eldhúsglugganum sem endurkasta öllum litum regnbogans yfir litla borðkrókinn þar sem ég sit og glamra á lyklaborðið. 

Með breyttum tíma klukkunnar birtist vorið okkur aftur hér í morgun.  Fuglarnir sungu fagnaðarsöng sinn af mikilli snilld. Dirrindí, dirrindí og hurðir voru opnaðar upp á gátt til að hleypa inn sunnangolunni.

Í gær laugardag héldum við, ég og minn elskulegi upp á sex ára búsetuafmæli okkar hér að Stjörnusteini. Við byrjuðum daginn á því að fá okkur langan göngutúr hér um nærliggjandi skógarlendi í fallegu veðri.  Erró drattaðist þetta með okkur en hann er nú ekkert of viljugur að fara í langa göngutúra, hundspottið.

 Eftir gönguferðina var slakað á fram að kvöldmat en hann var framreiddur af mínum eftirlætis kokki sem aldrei bregst bogalistin.  Nautasteik a la Þórir með hvítlauksristuðum baby tómötum og glasseruðum lauk á kartöflubeðið.  Ekki má nú gleyma toppnum yfir i-iðsem að sjálfsögðu var heimalöguð Béarnaise. Eðalrauðvín, kertaljós og huggulegheit hjá okkur í borðstofunni við undirleik ljúfra tóna.

Eftir matinn var sest inn í stofu og hlustað á Rat-pack live frá Sand hótelinu í Las Vegas.  Þessi kyrrláta kvöldstund endaði síðan með óperuaríum flutta af Diddú og Kristni Sigmundssyni.

Hvað er hægt að hafa það betra.

Í dag heimsóttum við litlu prinsessuna okkar og lékum okkur aðeins að henni þar til hún var farin að kvarta yfir þessum látum í afa og ömmu og vildi fara að lúlla sér.

Stoppað var í garðyrkjustöð á leiðinni heim og keyptar tíu vafningsviðarplöntur sem við skelltum á milli okkar í bílnum svo við varla sáum hvort annað á leiðinni heim, enda er hver planta nær tveir metrar.  Það gerði svo sem ekkert til þar sem við vorum svo niðursokkin í að hlusta á gamla slagara sem Ævar Kjartansson útvarpsmaður og vinur okkar skenkti okkur hér síðast þegar þau voru hér hann og Didda. 

Þá vitið þið hvað ég ætla að gera á morgun þegar sólin er búin að hrekja næturkulið á braut.  

Planta vafningsviði.  Gardening      

 


Kemur til með að renna ljúft niður

Hugsið ykkur bara að lyfta glasi með guðaveigum frá Pernod-Richard.  Horfa á hvernig vínið freyðir í glasinu og kitlar bragðlauka.  Þessi unaðslega tilfinning sem fylgir því að súpa varlega og láta renna niður með tileyrandi værðarhljóðum.  Humm veit ekki, ég held ég haldi mér bara við Bohemia Sekt, það er líka mjög ljúft og kostar hér aðeins um 300.- ísl. peninga.

Annars datt mér í hug þegar ég las þessa grein um dýrt vín, að segja frá heimsókn okkar í  einn frægasta rauðvínskjallara Evrópu hér um daginn.  Hann er í eigu Austurríkismanns sem á og rekur Palais Coburg svítuhótelið í Vínarborg.  Sá náungi keypti lager af afar gömlum vínum fyrir nokkrum árum á uppboði og kom því fyrir í kjallara hótelsins.  Þar kostar ódýrasta rauðvínsflaskan 3.000.- evrur og sú dýrasta um 30.000.-  evrur.  

Kjallarinn er ekki stór en úrvalið er ótrúlegt og kjallaravörðurinn sem sýndi okkur dýrðina umgekkst þessar flöskur með þvílíkri virðingu, eins og hann væri í höllu drottningar þar sem gersemar glóðu, enda var þetta örugglega mjög merkilegt safn af góðum vínum sem bara vínspekúlantar kunna að meta.  

Þegar við spurðum hvort fólk virkilega keypti flösku af þessum guðaveigum með kvöldmatnum sagði hann svo vera en í hvert skipti sem það gerðist væri eins og verið væri að slíta hjartað úr eigandanum og hann ekki með sjálfum sér í marga daga á eftir.

Svona er nú lífið hjá sumum.  Drinking Red Wine 

 

  

     


mbl.is Kassi af kampavíni á 50 þúsund evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafragrautur veldur símatruflun

Svona atvik eru bara til þess að lífga upp á hversdaginn og koma manni í gott skap. Þannig var að ég var að tala við tengdadóttur mína áðan í símann og við bara svona að blaðra um daginn og veginn.  Á meðan á samtalinu stóð heyrði ég að hún var að smjatta á einhverju mjög gómsætu. 

Allt í einu heyri ég mikla skruðninga og spliss, splass, blobb,blobb, blobb. 

 Ég spyr: Hæ ertu þarna? 

Löng bið og ekkert heyrist nema blobb,blobb,blobb.

Ég:  Halló!

Loksins heyri ég í minni og mikið pat í röddinni:  Já, hæ er hérna, en ég missti símann ofan í hafragrautinn. Verð að fara að gera eitthvað í þessu sulli hér. Pinch  Heyrumst.

Ósjálfráð viðbrögð mín voru þau að færa símann í flýti frá eyranu og ég horfði á tækið eins og ég byggist við því að grautargumsið kæmi vellandi út úr tólinu.  Þoli nefnilega ekki hafragraut. Sick

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband