14.8.2009 | 14:15
Sárt!
Hvernig getur konan látið annað eins út úr sér!
Mig verkjar í brjóstið eftir að hafa lesið þessa frétt!
Hvílítkt blygðunarleysi hjá Margréti Tryggvadóttur!
Þráinn minn okkur tekur þetta sárt og sendum þér baráttukveðjur héðan frá Stjörnusteini.
Þráinn segir sig úr þingflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Margrét þingkona gerir sig seka um að brjóta 65. grein ísl. stjórnarskrárinnar þar sem segir;
VII.
65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu (t.d. veikinda) að öðru leyti.
Í sinni hrokafullu afstöðu telur hún að fólk sem gæti hugsanlega verið lasið geti ekki starfað sem þingmenn.
Hún á að segja af sér þingmaður, núna.
Þráni sendi ég baráttukveðjur og býð honum alla þá hjálp sem ég get veitt í baráttunni við siðblinda stjórnmálamenn.
Sigrún Jónsdóttir, 14.8.2009 kl. 14:49
Tek undir með þér, þessa kona á að skammast sín og það mikið.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 14:59
Já það sýður enn innra með mér! Djöfull það sem maður getur orðið reiður úr í bláókunnugt fólk! Þessi kona ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér og biðjast afsökunar á framferði sínu.
Ía Jóhannsdóttir, 14.8.2009 kl. 17:08
Við á þessum bæ erum afar sár fyrir hans hönd og ég skammast mín fyrir þessa konu, get ekki annað sagt, hún ætti bara að koma sér í burtu.
Þó hún mundi biðjast afsökunar þá yrði henni ekki vært ef einhver sómi er í voru Þingi.
Knús til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2009 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.