23.10.2009 | 10:42
Fjölskyldudagar næstu vikur hér og þar og alls staðar.
Við lentum í fallegu haustveðri eftir þægilegt flug. Við erum enn og aftur komin í heimsókn heim. Vildi bara láta vita af okkur.
Verðum hér í nokkra daga áður en við höldum öll litla fjölskyldan til stóru Ameríku þar sem við ætlum að heimsækja Mikka og Mínu, Guffa og alla hina sem einn lítill er núna í óðaönn að upplýsa ömmuna um.
Sumir eru hrikalega vondir aðrir góðir.
Síðan skilst mér að jólin séu líka alveg að koma alla vega er verið að tala um að skreyta jólatré og jólseinninn komi og þeir eru víst tveir að mér skilst.
Á milli þess sem talað er við sjálfan sig er verið að upplýsa fáfróða ömmuna um öll heimsins gæði og líka vandamál. Sem sagt ekki kjaftstoppað í allan morgun.
Svo á maður líka bæderman tannbusta og bædermann takkrem sem búið er að pakka niður. Ætlar með fimm tökkur í fluvélina til Mikka mús landið.
Það verður yfirvigt á þriðjudaginn er ég hrædd um.
Hrikalega líkur mömmu sinni eins og hún var á hans aldri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2009 | 11:58
Betlarinn sem skipti um ham þegar kólna fór í veðri.
Maðurinn sem sat við borðið uppáklæddur, þveginn og strokinn og gæddi sér á stórsteik og dýru rauðvíni kom eitthvað svo kunnuglega fyrir sjónir. Ég gekk aðeins nær og pírði augun, jú það fór ekkert á milli mála þetta var maðurinn.
Maðurinn sem sat venjulega við Karlsbrúna eða gekk um götur hundrað turna borgarinnar klæddur lörfum, skítugur upp yfir haus og betlaði eins og engin væri morgundagurinn. Til þess að vera nú alveg viss spurði ég minn elskulega hvort þetta væri sami gaurinn. - Jú, alveg rétt þetta var hann. Ég alveg.........já en? og þá fékk ég söguna.
Maðurinn var háskólamenntaður og hafði unnið sem verkfræðingur á kommatímanum. Eftir flauelsbyltinguna missti hann vinnuna og ákvað að gerast betlari þar sem ekki var auðvelt að fá vinnu við hans hæfi. Hann gekk um götur borgarinnar betlandi einn þriðja af árinu eða þar til kólna fór í veðri. Þá skipti hann um ham og naut listasemda lífsins. Hafði nóg á milli handanna og gat veitt sér hluti sem venjulegur launþegi gat ekki. Þegar fór að vora tók hann upp fyrra líferni og hélt út á göturnar til að betla.
Hann sagðist hafa svo miklu betra upp úr því að vera betlari en vinna sem verkfræðingur.
Þessi saga er ekkert einsdæmi við vissum um fleiri sem höfðu þennan lífsstíl hér í hundrað turna borginni.
Ég hef ekki rekist á betlarann lengi svo sjálfsagt er hann orðinn ráðsettur maður bak við teikniborðið sitt nú eða bara stórgrosser á hlutabréfamarkaðnum, hver veit.
Flöskugróði bjargaði Rússa af götunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.10.2009 | 10:30
Næstum eins og.......... jóla hvað?
Undarlegur morgun. Það var rafmagn á hálfu húsinu þegar ég vaknaði og síðan þegar ég leit út var hvítt stöff yfir öllu. Það snjóar! Og það er aðeins miður október!
Er ekki verið að grínast í manni hér? Neip blákaldur raunveruleikinn!
Ég hef aldrei upplifað það áður að helmingurinn af húsinu væri rafvirkur en hinn ekki. Skýringin, einhver fasi (hvað sem það nú er, veit ekkert um rafmagn nema það að ég get ekki verið án þess ja alla vega ekki lengi) brann yfir í götunni. Og auðvitað var aðalíverustaður okkar á morgnanna sambandslaus svo ég varð að fara með kaffikönnuna fram í borðstofu sem í sjálfu sér var ekkert mál. Fengum þó alla vega kaffið okkar, ef ekki væri ég ekki viðræðuhæf núna.
Hvíta stöffið kyngir niður, svona líka eitthvað jólalegt svo nú ætla ég að fara að finna til vetrarflíkur, ekki samt skepnuna strax en eitthvað hlýtt og snjósköfuna, hvar sem hana er að finna hér innan um allt draslið í geymslunni.
Þegar ég er búin að moka mig hér út úr húsinu, ekki alveg sannleikanum samkvæmt, ætla ég að fara á flakk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2009 | 14:10
Krúttblogg á sunnudegi.
Sæt mynd af Gæja Lallaberta með trúðarnebbann sinn. Fallegt af honum að skutlast út í geim til að vekja athygli á vatnsskorti!
Þegar ég sá þessa mynd datt mér í hug að í þessum sporum gæti dóttursonur okkar verið eftir svo sem þrjátíu ár eða svo. Hvers vegna? - jú vegna þess að hann þriggja ára guttinn tilkynnti fyrir skömmu að hann ætlaði að verða geimfari þegar hann yrði stór.
- Jæja sagði amman en þá verður þú að vera duglegur að læra. Minn með allt á hreinu: Já amma nú er ég í leikskóla, so fer ég í grunnskóla og menntaskóla og so háskóla. - Nú já sagði ég og hugsaði um leið: Hver ætli hafi komið þessu í hausinn á þriggja ára snáðanum? Var varla búin að hugsa þetta til enda þegar hann sagði: Og so fer ég í geimfaraskóla.
Það er nebbla það!!!!
Hlakka til að minna hann á þetta þegar hann kemst á alvitra-aldurinn.
En þessi barnabörn mín eru algjör krútt. Áðan vorum við að heimsækja Elmu Lind teggja áa. Amman hafði keypt handa henni hálsmen og armband og mín var alsæl með að vera alleeinsoamma með hásesti. En klár, þegar ég var búin að setja glingrið á hana tók hún í eyrnalokkana mína en sagði ekkert. Amma skildi áður en skall í tönnum, auðvitað, það hefðu átt að fylgja eyrnalokkar. Dúllu-Dósin....
Svo fann amman lykt og sagði: Ojj Elma Lind ertu búin að kúka í þig? Bláeig, ljóshærð með bros allan hringinn með hálsesti, armb, bleika spöng og í háæluðum skóm af frænku sinni sagði hún hreykin eins og þetta væri algjört þrekvirki: Jahááá´!! Svo var farið að skipta um bleyju og þá allt í einu þar sem hún lá með talnabretti í höndunum byrjar mín að telja á ensku frá einum og upp í tíu. Mamman alveg upp í skýjunum æpti á pabbann: Egill varst þú að kenna henni þetta? - Hann alveg: Nei! Hún hefur lært þetta í leikskólanum og undrabarnið var knúsað og klappað fyrir og allir alveg á dampinum hvað krakkinn væri æðisleg!
Já þetta eru snillingar þessi barnabörn okkar, vandfundið annað eins hér í henni veslu skal ég segja ykkur.
Geimtrúðurinn" lentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.10.2009 | 11:32
Hvað var konan eiginlega að hugsa?
Vóóó! Þegar konan leit í spegil í morgun rétt skriðin framúr fékk hún vægt áfall. Hver var þessi kona í speglinum? Hún minnti ekkert á konuna sem birtist í speglinum í gær.
Þessi kona minnti frekar á Gög, þið sem eruð komin um og yfir miðjan aldur munið eftir Gög öðru nafni Stan Laurel sem lék á móti Oliver Hardy eða Gökke. Stan var sá sem alltaf var með hrikalegan hárbrúsk sem stóð út í allar áttir. Eða var þetta Karíus bróðir Baktusar sem góndi þarna á konuna í speglinum eða bara múmínálfur.. konan var bara alls ekki viss. Þetta var alla vega einhver furðufugl, alls ekki konan sem fór að sofa í gærkvöldi í rúminu sínu við hlið síns elskulega.
Nei, nei,nei ekki að ræða það!
Þessi furðuvera starði á konuna galopnum augum, ja alla vega eins opnum og hægt var svona nývöknuð. Hún bara góndi og góndi, hallaði sér að speglinum og síðan aftur á bak trekk í trekk. Hendi var lift að hárbrúski sem stóð út í allar áttir eins og hann hefði orðið fyrir raflosti, og konan ýfði aðeins upp í því sem eftir var þarna ofan á hvirflinum.
Það var ekki um að villast þetta var konan..... konan sem alltaf hafði svo þykkan og flottan makka. Andsk..... hvað gerðist eiginlega?
Allt í einu, klikk og það kom ljós, konan fór í klippingu í gær og hafði gefið hárgreiðslumanni sínum grænt ljós og algjörlega frjálsar hendur og hann hafði látið vaða á lufsurnar. Konan hafði verið alsæl þegar hún hélt heimleiðis með nýju hárgreiðsluna og eitthvað hárkrem í poka sem á að gera gæfumuninn.
OK kona var bara ekki eins flott eftir nætursvefninn og tók hana nokkrar mínútur að venjast þessari nýju konu með Stan- greiðsluna.
Konan er farin núna að prófa hárkremið og ætlar að sjá síðan til hvort hægt er að bjarga einhverju fyrir horn.
Hvað var konan eiginlega að hugsa?
Nær þessu ekki alveg!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
6.10.2009 | 09:46
Það haustar hér í hundrað turna borginni.
Það er einhver uggur í mér. Eitthvað sem liggur í loftinu sem ég get ekki skilgreint.
Ég horfi hér á síðustu rósir sumarsins springa út í garðinum og smáfuglarnir mínir eru komnir aftur á veröndina og það segir mér að haustið sé alveg að skella á með sínu fallega litaskrúði og bráðum verði ég að fara að fæða þessa vini mína.
Veit ekki hvort það er aðgerðaleysið, letin eða árstíminn sem gerir það að verkum að ég er í þessum ham þessa dagana.
Satt best að segja er ekkert eitt sem er að pirra mig neitt sérstaklega frekar en hitt.
T.d. Mér gæti ekki staðið meir á sama hvort Íslenska eða Tékkneska ríkisstjórnin stendur eða fellur. Það eru sömu aularnir sem halda um veldissprotann í báðum þessum ,,heimalöndum" mínum og undirtillur þessara aula eru engu betri. Sama spillingarbælið í báðum þessum löndum. Sama silkihúfan ofan á hver annarri með gylltum skúfum og alles!
Og ekki get ég kvartað yfir veðrinu. Hér er haustið eins fallegt og hlýtt og það getur verið. Ekki þarf ég að skafa bílrúður eða moka snjó af stétt.
Það er ekkert sem ég get kvartað yfir og ég má bara skammast mín fyrir aumingjahugsanaganginn.
Svona kerling upp með húmorinn og farðu að gera eitthvað af viti.
En samt, það liggur eitthvað í loftinu, ég fer bara ekkert ofan af því.
Eigið góðan og friðsælan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.10.2009 | 09:22
Ég sakna Jennýar! - Leiðist þér ekki þarna á Eyjunni vinkona?
Engin Jenfo í morgun hér á blogginu! Kaffið smakkaðist jafn illa og mér leið illa. Maður er alveg miður sín, konan búin að skemmileggja daginn fyrir manni, sko alveg!
Svona getur maður tengst ókunnugri manneskju á örskömmum tíma. Það var eitthvað sem við áttum sameiginlegt. Sjálfsagt kaldhæðnina, orðbragðið og brussuskapinn.
Ekki það að ég sé mikið fyrir að henda mér í veggi mér þykir of vænt um minn eðal skrokk til þess að ég lúskri á honum af og til eins og Jenný gerir stundum en það var svo margt annað sem gaman var að fylgjast með frá kærleiks. Ást hennar á DO og fleirum bláum var eitthvað svo heillandi þegar hún skrifaði í kasti, hömlulaust!
O jæja það er ekki hægt að fá allt sem maður vill hér í henni veslu.
En Jenný mín svona í alvörunni leiðist þér ekki þarna á Eyjunni?
Við tökum þér feginshendi aftur any time hér.
En á meðan nóttu þín á þessari Eyju þinni! Ég lít við öðru hvoru til að fylgjast með þér svo þú verir þér ekki til skammar daglega.
Djöfull að fara svona með daginn fyrir manni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.9.2009 | 18:53
Íslendingurinn Vovka Stefán Ashkenazy og Tékkinn Milan Rericha héldu tónleika hér í Prag.
Á kyrrlátu haustkvöldi hlustuðum við á tvo færa listamenn flytja verk eftir Debussy, Rachmaninov, Horovitz, Denisov og Rossini af einstakri snilld.
Þarna spiluðu tveir snillingar þeir Vovka Stefán Ashkenazy á Grand piano og Milan Rericha á klarinet.
Konsertsalurinn var þéttsetinn og fólk lét ánægju sína í ljós með löngu lófaklappi og húrrahrópum.
Tékkar eru snillingar í að klappa litamenn upp og hætta ekki fyrr en þeir eru búnir að fá í það minnsta þrjú aukaverk og allir lófar áheyrenda orðnir helaumir og jafnvel blóðrisa. Sko þetta er ekkert grín skal ég segja ykkur að lenda í þannig uppklappi hvorki fyrir listamennina eða gesti.
Í þetta skipti tókum við eftir því að listamennirnir voru ekki með neitt aukanúmer upp í erminni en vegna fagnaðarláta spiluðu þeir aftur hluta úr verki Denisov og ætluðu að láta þar við sitja. En fagnaðarlátum linnti ekki svo við Þórir tókum á það ráð þar sem við sátum á fremsta bekk að standa upp þeim til heiðurs og þar með björguðum við þeim frá því að sita uppi með endalaus aukanúmer langt fram eftir kvöldi.
Ég veit að þeir voru okkur mikið þakklátir fyrir þetta framtak okkar, hehehe
Eftir tónleikana hittum þessa frábæru listamenn baksviðs. Íslenski/Rússinn okkar eins og hann var kynntur í leikskránni, fagnaði okkur vel og við erum alveg á því að reyna að koma snillingnum honum Milan heim til þess að leyfa Íslendingum að njóta hans framúrskarandi leikni með klarinettinn.
Þökkum kærlega fyrir ánægjulegt kvöld og frábæra tónleika!
Það er að koma hauststemmning hér í Prag. Leikhúsin, Operan og Rudolfinum farin að bera á borð það allra besta sem þeir hafa fram að færa. Byrjar alla vega vel!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2009 | 13:33
Bara allt brjálað að gera og mér finnst það miður!
Undir eðlilegum kringumstæðum á maður að fyllast þakklæti fyrir hönd viðmælenda þegar okkur er tilkynnt að viðkomandi hafi yfir nóg að gera, sé eiginlega alveg að kafna úr vinnu og sjái varla út úr augum vegna þreytu og álagið sé alveg að fara með hann.
Maður á að biðjast velvirðingar á að vera að trufla og segjast bara bera upp erindið seinna ekki satt? Á þessum síðustu og verstu tímum er gott að einhver sé á kafi í vinnu, geti aldrei unað sér hvíldar hvort sem er á nóttu eða degi.
En það er ein stétt manna sem ég get ómögulega samglaðst eða fyllst þessari samhyggju og þakkað guði fyrir að þetta fólk hafi nóg að gera. Nú halda sumir að ég sé alveg að missa það því ætti manni ekki að líða vel að allir hafi næga vinnu og yfirfulla tímatöflu jafnvel marg yfirbókaða.
Mér datt þetta bara sí svona í hug hér rétt áðan þar sem ég var að tala við einn af mínum frábæru læknum hér í Prag. Símtalið byrjaði sem sagt þannig:
- Good afternoon Dr. Koupkova. This is I.J. speaking. How are you?
- Ohh hi madam. I´m fine but very busy, lot of work, lot of work!
Það er einmitt það hugsaði ég og varð hálf billt við. Og hvað segir maður þá við lækninn sinn?
- So sorry to hear that, call you later in more convenient time, því ekki getur maður sagt ,,Great, good you are keeping your self busy and people are still geting sick"
Eins mikið og ég vildi samgleðjast yfir vinnuálagi lækna þá bara get ég það ómögulega.
Þess vegna varð hálf vandræðaleg þögn í símann en ég lét síðan vaða með erindið og fékk skír og góð svör.
Þarf vonandi ekki að trufla hana næsta hálfa árið eða svo.
Svona getur lífið stundum verið öfugsnúið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2009 | 23:08
Á söguslóðum Romeo og Juliet
Ef eitthvað er Paris þá er það þetta umhverfi ekki satt?
Eins og þið hafið sjálfsagt tekið eftir þá erum við komin heim eftir 4000 km keyrslu á tveimur vikum og fjögurra landa sýn. Frábær ferð með tilheyrandi stoppum hingað og þangað jafnt á merkilegum sem ómerkilegum stöðum.
Held nú að heimsókn okkar á vinnustofu Erró í París standi ofar öllu. Meistarinn tók feikna vel á móti okkur þó mikið hefði gengið á á svæðinu rétt áður en við renndum í hlað þar sem hnullungs steinflís hafði hlunkast niður í gegn um glerglugga í loftinu og splundrast yfir vinnuborð og verkin hans en sem betur fer urðu engar skemmdir að ráði.
Við ætlum að reyna að mæta á sýninguna hans í Vínarborg í næsta mánuði.
Við heimsóttum líka annan landa okkar, Ármann Örn Ármannsson en hann býr í Provence með sinni yndislegu frönsku konu. Það er ekki auðvelt fyrir lofthrædda að sækja þau hjón heim þar sem þau búa hátt upp í fjöllum í litlum bæ, Essparron de Verdon. Ég hafði það samt af að hanga í bílnum upp brekkurnar og sá mest lítið af þessari fallegu sveit en mér var sagt að útsýnið hefði verið heillandi. Það hreyfir voða lítið við mér skal ég segja ykkur.
Ætlunin var að koma þarna aðeins við í hádeginu en við ílengdumst þar til daginn eftir þar sem gestrisni þeirra hjóna var ómæld. Natalie er líka alveg frábær kokkur og fengum við ekta franskan sveitamat sem sæmt hefði á hvaða höfðingjaborði sem væri.
Ármann, Þórir og Natalie þetta var bara Lunch!
Daginn eftir vorum við mætt í hádegismat hjá Breskum vinum okkar sem eiga hús þarna ekki langt frá og þar dvöldum við í tvo daga við leiki og spil.
Fyrir kvöldverðinn fengum við einkakonsert. Ármann Örn sem betur þekktur sem Ármann í Ármannsfelli situr við grand piano.
Við héldum síðan niður á frönsku rivieruna og spókuðum okkur á St. Tropez en misstum rétt aðeins af teboði heima hjá Bridget Bardot en kella býr þar með öllum hundunum sínum og nokkrum selum að mér skilst. Veit ekki hvort við rákumst á rétta húsið en við sáum alla vega stóra ruslatunnu fyrir framan eina af glæsivillunum merkta bak og fyrir með stórum B B. Næstum viss um að þar fyrir innan bjó frúin umvafin öllum sínum gæludýrum.
Því miður náðist þetta ekki á mynd en hér er ein frá St. Trobez
Við hjónakornin höfum verið að skoða okkur um á hinum ýmsu stöðum hér undanfarin ár og heimsótt marga fallega staði en engin hefur heillað okkur eins og St. Trobez þar gætum við alveg hugsað okkur að dvelja í ellinni. Alveg perfect place for us!
Eins var það þegar við komum til Monaco, furstafamilían var nýfarin á fasanaveiðar svo við rétt misstum af því að taka einn tangó í forsalnum í höll Grace Kelly. Ojæja skítt með það, bara næst.
Við gengum um listisnekkjuhöfnina í von um að rekast á 101 skútuna en hún hefur sjálfsagt verið á siglingu einhvers staðar við Kanarí eða Bahama, nú eða bara í slipp. Það verður víst að fara yfir þessi tæki öðru hvoru og fylgjast með að þetta drasl ryðgi ekki.
Ekki rákumst við á landa okkar þarna og er það mjög sjaldgæft að geta gengið þarna um rivieruna án þess að heyra móðurmálið.
Þórir fékk ekki tíma til að skella sér inn í Casinoið fræga í þetta sinn og taka eina Bertu eða hvað þetta heitir nú en ég lofaði að hann fengi að gera það næst. Annars var hann ekkert heppin síðast þegar við vorum þarna á ferð svo ekki eftir miklu að sækjast.
Next time my darling. Glæsilegt Casino ekki satt?
Verð að segja ykkur frá því að á leiðinni þarna um rivieruna gistum við á mjög merkilegu hóteli í bæ sem heitir Haut de Cagnes. Elsti hlutinn er frá þrettándu öld og hótelið sem við gistum á er upphaflega frá þeim tíma en endurbyggt á fimmtándu öld. Sagt er að fyrirmyndin af Romeo og Juliet sé fengin frá þessum kastala, sel það nú ekki dýrara en ég keypti það. En rómó var það með endalausum ranghölum og skúmaskotum. Mæli með þessu ef einhver er þarna á ferð.
Romeo, oh..Romeo hvar ertu Romeo...? Horft niður af svölum Júlíu og bak við svörtu hurðina var okkar herbergi í kastalanum. NB við sváfum eins og englar hvort sem það var vegna þreytu eða öðrum orsökum skal ekki greinast hér á þessum blöðum en þetta var mustiskur kastali segir maður ekki á íslensku dulúðlegur heheheh.......
Takið eftir hvað myndin er spuky. Allar hinar myndirnar eru í pörfekt fókus en þessi og allar myndir sem við tókum upp í kastalanaum eru svona skýjamyndaðar. OK nornin ég hef e.t.v. verið eitthvað að pirra drottnara kastalans. Úhhhh..ahhhhh.......
Við keyrðum síðan upp Ítalíu og dvöldum eina nótt við Lago de Garda og brendum síðan til Þýskalands þar sem við tókum þátt í uppskeruhátíð í Nürnberg. Sungum okkur hás með ítölskum farandsöngvara og fl. skemmtilegu fólki.
Home sweet home! Vá hvað það var gott að koma heim!
Nú verður lífið tekið með ró þar til við höldum í næstu reisu eftir þrjár vikur eða svo.
Eða hvað? Mér sýnist dagskráin vera ansi bókuð næstu daga.
Farin í rúmið að gæla við koddann.
Þið sem hafið nennt að lesa þetta takk fyrir það. Gott að eiga góða vini í fjarlægð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.9.2009 | 11:35
Til hamingju með nýja starfið.
Ég verð nú að viðurkenna það að fréttin um nýja embættið hans Davíðs kom mér virkilega á óvart. Ég bjóst ekki einu sinni við því að það hvarflaði að honum að hugleiða þetta gylliboð hvað þá að taka því.
En svona er maður jú vitlaus. Hann hlýtur að sjá eitthvað bitastætt í þessu verkefni sem við hin sjáum ekki.
Ég hefði nú frekar búist við því að hann kæmi hingað í kotið hjá mér þ.e. Listasetrið okkar og léti renna úr pennanum sínum og njóta þess bara að vera frjáls og óháður heldur en koma sér fyrir í Moggahöllinni innan um ómanneskjulegt gler og stál. Hér eru þó allir innviðir úr óskviknu aldargömlu timbri og ekki langt að sækja innblástur í nátturuna og klettana hér í sveitinni.
En segir maður ekki bara til hamingju og gangi þér allt í haginn í nýju starfi Davíð.
Dálítið skondið allt þetta drama sem er í gangi þarna heima núna.
Og eins og skáldið sagði: Það á að minnsta kosti að leyfa hvurjum og einum að lifa eins og hann sjálfur vill meðan hann aftrar ekki öðrum frá því að lifa eins og þeir vilja.
Og nú er ég alveg hætt að vera hissa!!!!
Fortíðin til framdráttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2009 | 21:42
Ég valdi ,,Bistro á besta stað" eða þannig.
Fyrir nokkrum dögum gekk ég út af hótelinu okkar í Paris og teigaði að mér angan af borginni og sagði: ,, Ohhh þetta er eins og vera í New York" Lyktin þennan morgun minnti mig á haust í NY svona sambland af kaffi, pönnukökum, ferskum ávöxtum og bensíni.
Nú veit ég ekki hvort einhver kannast við þetta en svona er minning mín frá The big Apple.
Í morgun kvöddum við eitt af mínum uppáhaldshóteli í Rhone Alps héraðinu og keyrðum niður til French Rivieira þar sem við eigum heimboð hjá tveimur vinum okkar. Annars vegar Bretum og hins vegar Íslendingum. Þar sem við erum aðeins fyrr á ferðinni ákváðum við að keyra aðeins inn í Provence og finna okkur svona ,, Bistro á besta stað".
Ég á kortinu og fann ,,rosa flott hótel" alveg í leiðinni. Hehehehe..... sko málið var að við vorum bæði orðin frekar pirró og þreytan farin að segja til sín í sex´tíu ára gömlum skrokkum svo það var bara parkerað og bókað sig inn á herligheden!!!!!!!!!!!!!!!
Ja so svinger vi heheheheh............ elskurnar mínar við erum á svona elliheimilishóteli here in the middle of Provance og klukkan á mínútunni fimm byrjaði liðið að dansa hér vangadans á barnum svo eitthvað sætt og krúsulegt svo v ið bara hrökkluðumst út í hláturskasti. Sko halló ég er gömul en ekki svona helvíti gömul. Horfði á liðið dansa vangadans og varla hreyfast úr sporunum, haldandi í rassinn á hvort öðru, svona eins og horfa á hæggenga ´bíómynd.
Ég reyndi eftir fremsta megni að láta sem ekkert væri en þetta var einum of mikið af því góða.
Ef minn elskulegi hefði getað drepið mig með augunum væri ég ekki hér til frásagnar!
Sem betur fer bara ein nótt hér á elliheimilinu sem ég valdi.
Næstu daga verðum við hjá vinum okkar hér í Provence og eftir það er sko ekki til umræðu að ég velji hótel á leiðinni heim.
En rosalega var gaman að sjá hvernig ,,fólk á okkar aldri" velur sér hótel en ég er ekki alveg að sjá það að okkar vinir létu segja sér það- að barinn væri lokaður klukkan tíu og gömlu dansarnir væru milli fimm og sjö. Síðan fá sér kvöldmat og svo í rúmið og beint á koddann ekkert svona knús eða dodo,,,,,,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.9.2009 | 14:46
Það eru allar kýr hér með anorexíu.
það ganga um bakka Signu og njóta er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi. Dagarnir sem við dvöldum í Paris voru fljótir að líða. Við lékum við hvern okkar fingur og nutum þess í botn að slíta skósólunum í þessari fallegu borg menningar og lista.
Það sem stendur uppi er heimsókn okkar í vinnustofu Erró en þar tók hann á móti okkur síðasta daginn sem við dvöldum í borginni. Við gerðum stutt stans þar sem við vildum ekki trufla listamanninn en samt nóg til þess að við gátum rifjað upp gömul kynni. Hlökkum til að hitta hann í Vínarborg í október.
Núna sit ég hér á einu af okkar draumahóteli 85 km suður af Dijon í pínulitlu sveitaþorpi sem heitir Port Lesney svo lítið að það er ekki einu sinni merkt á korti. Þetta er lítið Cháteau með frábæru umhverfi og Gourme eldhúsi. Eitthvað sem við elskum að heimsækja.
Við fórum í göngu um bæinn um hádegi og fundum út að á þessum árstíma er þessi litli bær eins og dauðs manns gröf. Það sást ekki sála á götunum og hverfisbúðin var lokuð sem og eina Bistroið í hverfinu svo við keyrðum hér í næsta þorp sem er frægt fyrir góð vín frá vínökrunum sem teygja sig hér upp eftir hlíðunum.
Hvert sem auga er litið eru bændur að tína vínberjaklasana af vínviðnum og gaman að sjá fólk hér eins og fiðrildi hér upp um allar hlíðar. Við stálum okkur einum klasa og jammí hvað berin í ár smakkast vel.
Annað sem vakti athygli okkar hér á ferð okkar um sveitina i dag eru að hver einasta belja í sveitinni er með anorexíu á háu stigi. Hef aldrei á ævi minni séð jafn mjóslegnar kýr.
Aumingja blessuð dýrin.
Í kvöld verður borðað hér margrétta dinner og drukkið gott vín héðan úr héraði og notið sveitasælunnar.
Á morgun er ferðinni heitið til Aix Provenc eða alla vega eitthvað á suðurleið.
Læt heyra í mér aftur næst þegar ég kemst í samband.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2009 | 10:30
Er þetta nokkuð einn af þínum?
Þetta gerðist fyrir hart nær förutíu árum og sagan er sönn.
Þeir voru samankomnir nokkrir vinir á einum besta veitingastað bæjarins norður í landi. Það var ákveðið að gera sér glaðan dag og á þessum árum var vinsælt að fá sér Nautasteik Bernaise.
Þjónninn sem afgreiddi var ekkert nema almennilegheitin þar sem þetta voru örugglega mikilmenni að sunnan og snerist á hæl og hnakka til að þóknast þessum herramönnum sem kunnu sig! Pöntuðu steik og drukku rauðvín með. Ekta fínir kúnnar. Skemmtu sér konunglega og voru með háreysti og slógu um sig eins og fólk gerði á þessum árum.
Þegar hann kom með Turnbauta-steikina stoltur eins og hani, sko alveg nýbyrjaður á staðnum, segir minn elskulegi, sem unnið hafði við kokkerí í nokkur ár, lítandi yfir borðið á einn vininn: ,, Heldurðu að þetta sé nokkuð einn af þínum?" og um leið hamrar hann fingrunum í borðplötuna svona til merkis um hvað hann sé að fara.
Þjónsræfilstuskan sem stendur enn bísperrtur við borðið verður eldrauður í framan og án þess að segja orð lætur hann sig hverfa.
Á þessum árum var altalað og vitað að hrossakjöt var blandað við nautakjöt og oft var hesturinn borinn fram eða litla folaldið sem fínasta nautasteik. Fólk sem vissi ekki betur át þetta með bestu list og jafnvel fólk eins og ég sem sagðist aldrei borða hrossakjöt gerði það nú samt óafvitandi.
Fyrirgefið en nú er ég komin með velgjuna upp í háls. Borða ekki vini mina.
Það fóru nú ekki fleiri sögur af borðhaldinu en þegar þessir herramenn héldu heim daginn eftir og stigu um borð í flugvél Flugfélags Íslands er þá ekki þjónsræfilstuskan mættur á svæðið. Þeir spyrja hann hvað hann sé að gera þarna og það stóð ekki á svarinu: ,,Ég vinn ekki fyrir fólk sem svindlar á viðskiptavinum sínum svo ég er farinn aftur suður".
Æ grey ræfilstuskan vissi ekki betur, þeir gerðu þetta líka fyrir sunnan.
Þessi frásögn er dagsönn eins og ég sit hér í eldhúsinu mínu og færi þetta í letur.
Ég tek hatt minn ofan, alla vega húfuna, fyrir þessum ágæta bónda í Kjósinni. Hann er ekki að segja neitt nema sannleikann og alveg óþarfi að slá upp einhverri frétt um að Landssambandið harmi þessi ummæli.
Hvað haldið þið að gerist ekki á krepputímum elskurnar mínar?
Harma ummæli um kjöt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.9.2009 | 11:31
Picture it!
Hef aldrei verið mikið fyrir að slíta skónum mínum á malbikinu hvað þá í skógi Hans og Grétu. Var fræg þegar ég bjó á Íslandi lagði alltaf bílum mínum ólöglega vegna þess að mér fannst alveg óþarfi að ganga ef ég komst hjá því og var þ.a.l. daglegur gestur á lögreglustöðinni með sektarmiða í bunkum.
Verð nú samt að segja að eftir að ég fluttist af ,,mölinni" þá hefur viðhorf mitt til útivistar breyst til batnaðar og nú dansa ég hér skógargötuna með körfu undir handlegg eins og Rauðhetta og Erró í líki úlfsins fylgir mér hvert fótmál.
Hrikalega hallærislegt líkingamál en skítt með það.
Koma sér að efninu..............
Þessi klukkutíma daglega ganga á að gera kraftaverk eða svo er mér sagt og ég er næstum orðin húkt á þessari vitleysu. Minn elskulegi byrjaði á því að fara með mig í þessar göngur og var svona eins og ,,gulrót" á undan mér í byrjun enda gengur hann hraðar og tekur helmingi stærri skref en hún litla ég.
,,Picture it!" Hann svona 10 metra á undan mér valhoppandi frá hægri yfir á vinstri helming götunnar til að vinna tíma. Ég blásandi og másandi (sko bara með eitt og hálft lunga aularnir ykkar) á eftir, riðandi og með skjálfta í lærum, hælsæri, steina í skónum, augun næstum út úr tóftunum af áreynslu og með svona geðveikislegan svip á andlitinu vegna þess að ég ætla sko ekki að láta í minni pokann. Tíu metrum fyrir aftan mig dólar hundurinn eins og til þess að reka á eftir mér sem ég væri fé af fjalli.
Djöfull sem þetta fór í mig en ég lét mig hafa það hef alla tíð verið auðmjúk og eftirgefanleg í sambúð eða þannig.
Það er heldur ekki mikið um samræður á þessum göngum. Skiljanlega þar sem svo langt er á milli okkar að við gætum hvort eð er ekki heyrt til hvors annars.
Um daginn þegar við vorum á einni slíkri göngu og vorum komin rétt út á þjóðveginn heyrum við hvar bíll kemur keyrandi og við færum okkur út í vegkantinn. Í humátt á eftir bílnum kemur farartæki sem leit út í fjarlægð eins og móturhjól og ég sá andlitið á mínum elskulega breytast og það komu glampar í augun og hann næstum slefaði af ágirnd. Ég sá ekkert nema þetta væri mótorhjól en minn með sína kattarsjón sá betur og þegar farartækið nálgaðist vissi ég hverskins var. Þarna kom draumafarartæki míns elskulega. Svona mótorhjól með hliðarvagni. Hann hefur dreymt um svona tæki síðan við komum hingað. Ástæðan? Augljós...............
Þarna gæti hann þeyst um allar trissur með mig lokaði inn í hliðarvagninum og ekki séns að við gætum haldið uppi samræðum og hann myndi losna við allt mimm í mér. Hann alsæll í sínum heimi með kerlinguna í farteskinu í orðsins fyllstu.
Ég leit á hann glottandi og sagði: ,,Dream on my darling!"
Skil hann samt vel, ég get verið alveg hrikalegt ,,pain in the ass" enda farin að fara sjálf í mína daglegu göngur alla vega svona af og til en búin að bæta mig stórlega á tíma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)