Færsluflokkur: Bloggar

Var síst að skilja í öllu þessu fólki í kringum mig....

Þetta var farið að angra mig þvílíkt!  Gat varla þverfótað hér fyrir fólki og hljóð komu ofan úr rjáfri á nóttunni svo mér varð ekki svefnsamt. Ágerðirðist  eftir að ég fékk nýju Nespresso könnuna fyrir jól. Frown

Þökk sé Bretanum hann hefur jú alltaf verið með báða fætur niður á jörðinni.  Fæstir þeirra trúa á drauga eða hindurvitnanir svo nú á að skella skuldinni á blessað kaffið. 

Ofskynjunarlyf segja vísindamenn sem dregur drauga fram úr skúmaskotum.  Eftir því sem þú drekkur meira kaffi eftir því kætist draugsi og heldur bara veislu heima hjá þér sem þú kaffifíkillinn verður ósjálfrátt að taka þátt í.W00t

Búin að henda kaffikönnunni minni út á hlað! 

Því ekki lýgur Bretinn er það nokkuð? Whistling

 


mbl.is Segja mikla kaffidrykkju geta leitt til ofskynjana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíllinn sem talar mannamál, eða þannig.........

Ekkert lát er á brunakuldanum hér í Tékklandi og telja veðurfræðingar að þetta kuldakast haldist eitthvað fram í næstu viku. 

Í morgun sýndi hitamælirinn sem ég er nú farin að kalla frostmæli - 23° hér í sveitinni.  Brrr...

Það tók minn elskulega langan tíma að koma bílnum í gang þar sem hann átti erindi inn í borgina eldsnemma í morgun og þegar það loks tókst blikkuðu öll viðvörunarljós í mælaborðinu og birtist stórum stöfum og gáfuleg rödd tilkynnti: End journey now!!! eða eitthvað álíka gáfulegt.  Sko bíllinn hans talar mannamál og eins gott því annars hefði minn bara flanað út í einhverja vitleysu.

Hann lét farartækið ganga smá stund og eftir nokkrar mínútur fór að lækka rostinn í bílnum og viðvörunarljósin slokknuðu smátt og smátt og röddin kom aftur:  You can start your journey now but drive carefully!!!  Já, já alveg hreina satt.  Whistling

Annars var helgin hér róleg og mest gert nákvæmlega ekki neitt.  Í gær heimsóttum við þessa litlu dúllu sem bræðir öll hjörtu með sínu yndislega brosi.   

 

 Elma Lind

       Hvað ég geri í dag veit ég ekki enn er svona að pæla í því hér yfir þriðja kaffibollanum.

 


Fimbulkuldi hér í Tékklandi. - Ekkert gasleysi eins og er.

Brrrrrr.... þegar ég vaknaði í morgun sýndi mælirinn - 20° hér fyrir utan eldhúsgluggann.  Ég ósjálfrátt færði stólinn minn nær ofninum og pakkaði mér betur inn í hnausþykan morgunsloppinn.

Hér er fallegt út að líta.  Frosthéla á trjám, stilla og vetrarsólin skín á heiðum himni en nær þó ekki að bræða klakabynjuna á jörðu niðri.  Þetta er svona póstkortaveður og hver vill þá ekki vera hluti af myndinni? 

Þess vegna ákvað ég að dúða mig í ,,skepnuna" mína (nú er sko gott að eiga góða ,,skepnu" heheheh) og fá mér göngutúr.  Ég komst ekki lengra en rétt hér að skógarjaðrinum þá varð ég að snúa við þar sem nasirnar límdust óþyrmilega fast saman og mér fannst mitt pena nef vera að detta af. 

 Tók mig langan tíma að fá blóðið til að renna eðlilega þegar heim kom. 

Þegar líða tók á daginn og frostið komið niður í -14° þá vildi ég nú láta reyna aftur á þennan aumingjaskap minn og skellti mér út í annað sinn. Hélt út í hálftíma eða svo.

Dísus hvað það getur orðið kalt hér!

Svo vegna þess að sumir hafa haft áhyggjur af gasleysi hér á landi þá eiga Tékka varaforða og hafa bjargað sér til þessa.  Við hér að Stjörnusteini  kyndum hýbýli okkar með olíu.

Nú er ég farin að hafa áhyggjur af mínum elskulega þar sem hann fór í göngutúr með hundinn.  Vona að hann sé ekki orðinn að  frostnum ísstólpa einhvers staðar hér í nágrenninu.

Spurning hvort ég eigi að fara út að leita eða bara kvekja upp í arninum.

Ætla að kveikja upp í arninum.  Þeir voru rétt í þessu að koma inn úr dyrunum.

 


Gamla konan skildi allt í einu að allt var ekki eins og það átti að vera.

Á meðan ráðherrar moka sig út úr sköflunum fennir jafnharðan yfir.  Þeir bjartsýnustu ætla að halda ótrauð áfram og ekki hætta fyrr en sést til sólar og Nýja Ísland lítur bjartan dag. 

En verður einhver eftir til að taka á móti þessu nýja Íslandi?

Á hverjum degi bætast við tugir manna á atvinnuleysiskrárnar.  Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu, aldraðir fluttir ,,hreppaflutningum" svo eitthvað sé nefnt. 

Í gær var ég að tala við háaldraða móður mína sem lítið hefur skilið í krepputali þrátt fyrir ágætis hugsun og heilsu.  Hún hefur bara ekkert sett sig inn í aðstæður (stundum gott að þurfa þess ekki) jafnvel ekkert skilið hvers vegna systir mín og mágur séu svona rosalega langt niðri.  Þau voru ein af þeim sem urðu að segja upp 25 manns og framtíðin ekki björt fyrir fyrirtækið eða húsnæðið.

Ég skil bara ekkert í því hvað þau eru alltaf dauf í dálkinn sagði hún við mig um daginn.  Ég nennti ekki að útskúra enn einu sinni fyrir henni ástæðuna enda ekkert haft upp á sig.

Í gær var annað hljóð í þeirri gömlu.  Nú sneri allt í einu kreppan að henni sjálfri þar sem hún hafði verið hjá lækni um daginn og hann vildi að hún legðist inn á spítala í tvo daga til rannsóknar en sagði að nú væri verið að leggja St. Jósefsspítala niður þar sem hann væri með aðstöðu svo hann vissi ekki hvenær hún yrði kölluð inn, enda ekkert sem bráðliggur á.

Móðir mín er örugglega ekki sú eina af öllu því eldra fólki sem þarf allt í einu að horfast í augu við ástandið.

Ég skildi allt í einu að gamla konan hafði lokað á eitthvað sem henni fannst óþægilegt undir niðri og átti erfitt með að horfast í augu við staðreyndir þegar hún sagði stundarhátt og dæsti stórum um leið:

Meira ófremdarástandið hér á þessu landi. 

 

   

 


mbl.is Skora á ráðherra að endurskoða afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Þar rauður loginn brann" hér að Stjörnusteini. Trúi mér hver sem vill.

Stjörnubjartur himinn hvelfist hér yfir sveitina og tungl veður í skýjum í frostkaldri vetrarnóttinni.  Það er Þrettándinn.

Ég heyri ógreinilega hófaskellina á íshjarninu hér á akrinum. Hljóðið færist nær og nær.  Nú sé ég loga frá blysunum sem bærast vart því enginn er vindurinn. Þau koma út úr kolsvartri nóttinni hvert af öðru ríðandi hvítum fákum.  Það heyrist klingja í reiðtygjum. Tær bjölluhljómur.

Nú sé ég þau greinilega.  Fyrstur fer Álfakóngurinn hvítklæddur í silki og purpura.  Þá næst Álfadrottningin, glæsilegust allra, klædd bláu silki með glitrandi bryddingum og skinni.  Þau ríða hægt yfir, hér er engin að flýta sér.  Á eftir kemur fjöldinn allur af fylgdarliði og þvílík ró sem fylgir þessu fólki.  Enginn mælir orð af vörum. Allir eru fyrir utan tíma og rúm.

Nú stoppar kóngur og réttir upp hendi. Allir hinir hægja á hestunum.  Úr annarri átt kemur önnur ekki síðri glæsileg hersing.  Þegar um það bil einn meter er á milli þessara tveggja höfðingja  þá reisa þeir sig upp í hnökkunum og heilsa hvor öðrum kurteislega. 

Enginn mælir orð frá munni.  Þeir sem komu frá austri halda til vesturs en þeir sem komu frá vestri halda beint hingað að Stjörnusteini.  Þar sem ég stend og fylgist með þessu reyni ég að píra augun og sjá hvert þeir fara en allt í einu skellur á þoka fyrir augum mínum og ég get ekki lengur fylgt þeim eftir.

Það eina sem ég veit með vissu, Huldufólkið hefur tekið búsetu hér hjá okkur og bíð ég þau hjartanlega velkomin. 

Fari þeir sem fara vilja.

Veri þeir sem vera vilja.

Mér og mínum að meinalausu.

 


mbl.is Jólin kvödd með virktum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugarvíl yfir snjómokstri í dag.

Á meðan ég kepptist við hér í dag að moka snjóinn frá innganginum, já hér er snjór, þá fór hugurinn á harðakan um líðandi stundir og þá sérstaklega heim til Hamingjulandsins sem ekki lengur er neitt Hamingjuland og einhverja hluta vegna fannst mér frostið bíta harðar á beinin en ella þegar ég fór að hugsa heim.

Nú fer fólk að finna alvarlega fyrir kreppunni þá sérstaklega þeir sem missa vinnuna um næstu mánaðamót og þeir sem nú þegar hafa fengið skellinn. Hvað verður um allt þetta fólk, verða landflutningar með vorinu eða bjargar það sér fyrir horn með aðstoð ættingja sem betur eru settir.

Hverju hafa mótmælin áorkað.  Sumir vilja halda því fram að þau hafi hjálpað mikið til og margir hrökklast úr starfi sem að öðrum kosti hefðu setið fastast.  Var ekki þetta fólk löngu búið að taka ákvörðun um að hætta.  Getur ekki verið að samviskan og eða sómatilfinningin hafi gert vart við sig hjá þessu ágæta fólki?  Hvað vitum við svo sem.

Uppþot og óspektir eiga ekki upp á pallborðið hjá mér og harma ég það að sumt fólk haldi uppi hanskanum fyrir nokkra ólátabelgi sem þora ekki einu sinni að sýna sitt rétta andlit.  Svona uppákomur gera ekkert gagn, frekar ógagn.  Þögul mótmæli eins og á Ísafirði og víða úti á landsbyggðinni eru held ég miklu áhrifameiri.

Nú er líka spurningin hvort okkar hæstvirtu ráðherrar og aðrir stjórnarmenn hrökkvi upp af blundinum og hristi af sér doðann en því miður virðast ekki miklar líkur á því.  Hver höndin upp á móti annarri, Sjálfstæðisflokkurinn að klofna, taugastríð á milli ISG og Geir og nú biða allir eftir landsfundi þar á sko að taka á málunum.  Hvaða endemis bull og vitleysa er þetta! Og ekki er stjórnarandstaðan hótinu betri með sínar upphrópanir. 

Svo var það Gasa svæðið sem allt í einu varð orðið miðdepill allra frétta.  ISG líttu þér nær, hér er þörfin!  Ekki það að ég vorkenni ekki saklausu fólki sem fellur í hundruða tali en við höfum við vanda að glíma þarna heima og  ætti það að vera í forgangi.

Svo er spurningin sem engin virðist geta svarað sama hvert leitað er.

 Úthrópanir sem hafa verið í marga mánuði.  Burt með ríkisstjórnina, burt með seðlabankastjórnina en hvað vill fólkið í staðinn?  Stjórnarandstöðuna, nýja flokka, nýja menn.  En hvaða menn?  Ég hef ekki heyrt neinn koma með frambærilegar tillögur. Það er ekki nóg að hrópa og kalla út um alla borg en hafa svo ekkert nýtt og frambærilegt í pokahorninu.

Svo að lokum hvað með útrásarliðið er það gleymt?  Fáir krefjast þess lengur að réttvísinni sé fullnægt.  J.Á. hættur að sitja í nefndum, og hvað með það, hann fjarstýrir þessu bara á annan máta.  Sumir af þessum pótintátum skrifa afsökunargreinar til að friða samviskuna.  Hvenær ætli einhver taki í rassinn á þessu liði?   

Þetta var nú það helsta sem ég var að pæla í við snjómoksturinn í dag.

Uppbyggjandi eða hvað!!!!!!

 


Að heilsa og kveðja.....

Þannig er það hjá okkur öllum á lífsleiðinni.  Þessi litli vinur sagði við ömmu sína í morgun þar sem hann stóð ferðbúinn með litla bangsann sinn undir hendinni:  Amma é koma attur.  Áramót 2008   2009 025 Þessir tveir voru óaðskiljanlegir sl. tvær vikur.  Nú sitjum við hér Erró og amman og tárin trilla og svei mér þá ef hundinum vöknar ekki um augun líka, alla vega horfir hann á mig með sorgarsvip. 

Góða ferð heim litli vinur við sjáumst fyrr en varir.

 


Það er auðvitað ótækt að fólk gangi með klígjuna upp í háls.

Oftsinnis hef ég verið vöruð við því að klæðast ,,skepnunni" minni þá sérlega þegar ég fór í mínar ferðir til London að vetri til. Aldrei varð ég fyrir aðkasti mér fannst nú frekar fólk horfa með aðdáun á ,,skepnuna" heldur en vera með klígjuna upp í hálsi.

Ég hef aldrei heldur skilið að sumir sem fussa og sveia yfir pelsklæddu fólki klæðast leðri frá toppi til táar.  Telja það bara allt annað mál sem það er sjálfsagt. Hvað veit ég.

 Nú horfi ég ekki mikið á dýralífsþætti svo ég veit lítið um drápsaðferðir Kínverja og langar eiginlega ekkert til að fræðast um það.  Tek það fram að ég er dýravinur þannig að..... 

Ég ætla að halda áfram að láta ,,skepnuna" mína skósíðu hlýja mér á köldum dögum.  

Ég ætla að halda áfram að vefja mig feldi rebba og mink um hálsinn þegar snjóa leysir.

Ég ætla líka að halda áfram að láta Afríska sebraskinnið ylja mér á tánum á meðan ég horfi á sjónvarpið.

Farin út að viðra ,,skepnuna" mína.

 

 

 


mbl.is Með óbragð í munni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár 2009!

Gleðilegt nýtt ár!

Óvanalega róleg áramót hér hjá okkur og allir voru farnir að hlakka til að kveikja í brennu hér á nýársdag þar sem öll fjölskyldan ætlaði að koma saman og fagna en það fór því miður ekki eftir áætlun.

Þetta var sem betur fer ekkert stóralvarlegt en hænumamman er alltaf söm við sig. Tilfinningaflæðið alveg skíðlogandi allt í kringum mig. 

Þannig var að Egill okkar lenti í því á gamlárskvöld að vélindað lokaðist og gat engu kyngt ekki einu sinni munnvatni.  Þetta hefur gerst áður en aldrei staðið yfir svona lengi.  Ég vildi að hann færi strax upp á spítala en hann vildi bíða til morguns.  Alltaf með bjartsýnina í lagi, ólíkt mér alltaf of svartsýn. Mála stundum skrattann á vegg.

Á nýársdagsmorgun var allt við það sama svo hann fór upp á spítala og það tók allan daginn að skoða, mynda og síðan aðgerð undir kvöldið sem losaði um stífluna. 

 Sem betur fer var þetta ekki neitt alvarlegt en samt var ég alveg á nálum.

  Eftir slæma reynslu hér af læknum 1992-´93 er ég alltaf á varðbergi og leita helst ekki til þeirra hér nema í neyð.  Alveg sama hversu oft er búið að reyna að tyggja ofan í mig að hér séu mjög færir læknar þá bara er ég með fóbíu og það stóra gagnvart öllu sem heitir spítalar og læknaþjónusta í þessu landi. Ég bara get ekkert gert að þessu, svona er þetta bara.

Þegar leið á daginn í gær var ég orðin alveg viðþolslaus, sko hænumamman algjörlega á dampinum.  Mér fannst við engar upplýsingar fá, hann var búinn að vera allan daginn upp á spítala og aðgerð í bígerð. Heyrði líka að þarna væri engin sem talaði ensku því það væri hátíðisdagur, ekki var það nú til að bæta stressið í minni. Samt tala sonur minn og tengdadóttir ágætis tékknesku.   Síðan var sagt að við yrðum bara að bíða til morguns til að fá að vita hvernig aðgerðin hefði gengið. 

 Helv.... kommasystem! Það er enn hér til staðar á vissum stöðum.   Ég á ósköp erfitt með að gleypa það hrátt að geta ekki fengið að vita um heilsu sonar míns þó ekki væri um stórvægileg´veikindi að ræða. Og stundum þarf maður að beita lagni.

Seint um kvöldið fengum við svo góðar fréttir og ég gat andað léttar. 

Þetta endaði sem betur fer allt vel og ég svona að ná mér niður eftir ,,óþarfa" stress og hænumömmuáhyggjur.  Það sem ég get stressað mig stundum yfir hlutunum á meðan allir aðrir virðast vera sallarólegir er stundum alveg með ólíkindum. En þannig er ég nú bara einu sinni gerð og engin fær því breytt. 

Á morgun kemur nýr dagur...... 

 


Senn kveðjum við árið 2008

Hér næða engir vindar.  Það er froststilla og sólin skín hér á milli trjátoppa. Síðasti dagur ársins ætlar að kveðja með því að skarta sínu fegursta vetrarveðri hér að Stjörnusteini.

Við tölum um að nú fari daginn að styttast um hænufet.  Árið 2008 fannst mér nú ekki fara hænufetin.  Leið allt of hratt að okkar mati.  Sjálfsagt er þetta aldurinn sem farinn er að segja til sín. 

Árið hefur verið okkur gott og gjöfult og margs að minnast og þakka fyrir.

Þessi áramót verða sjálfsagt aðeins öðru vísi en undanfarin ár þar sem við höfum alltaf haldið áramótin niðri í borginni meðal fjölda vina og stundum ættingja en nú verðum við aðeins fimm hér í sveitinni. Egill og Bríet koma síðan á morgun og gleðjast með okkur.  Þannig að við ákváðum að kveikja ekki í brennunni fyrr en þá svo allir geti notið.

Á tímamótum verð ég alltaf dálítið meir og vatna músum yfirleitt um tólf þegar við syngjum saman Nú árið er liðið í aldanna skaut.  Það er eins og ég eigi alltaf jafn erfitt með að skilja við gamla árið.  Hef nú samt aðeins lagast með árunum sem betur fer.  Kallar maður það ekki að þroskast frá hlutunum. Held það bara dúllurnar mínar. 

 

ÁRAMÓT

Senn kveðjum við árið og höldum á framandi haf

hins hverfula rúms og tíma.

En gætum þess fengs er forsjónin okkur gaf

uns fellur hin hinsta gríma.

Og árin þau hverfa eitt og eitt og aldirnar renna sitt skeið

en minningar lifa og saga er sögð af samfelldum ættarmeið.

 

Hvert mannslíf er hlekkur í mannfélagskeðju

þar megnum við lítls sérhvert.

Af örlögum hent í allskyns hrúg eða beðju

og enginn fær við því gert.

Við vitum ei gjörla hvar markað er spor eða bás

í margslungnu flakki í tímans eilífu rás.

 

En þrátt fyrir óvissu um allt sem er hulið sýn

og enginn getur veitt við spurnum svör.

Þá er og verður óhögguð vissa mín

að áfram sé mörkuð leið og ákvörðuð för

því færi ég þökk fyrir samveru síðustu ár

samferðafólki nýjárssól skíni klár.

S.A.S.

Sendum ykkur öllum bestu óskir um gæfuríkt komandi  ár héðan frá Stjörnusteini.

Megi nýja árið færa ykkur allt það besta sem völ er á.

 

 

 

 

 

 

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband