Færsluflokkur: Bloggar
18.9.2009 | 21:42
Ég valdi ,,Bistro á besta stað" eða þannig.
Fyrir nokkrum dögum gekk ég út af hótelinu okkar í Paris og teigaði að mér angan af borginni og sagði: ,, Ohhh þetta er eins og vera í New York" Lyktin þennan morgun minnti mig á haust í NY svona sambland af kaffi, pönnukökum, ferskum ávöxtum og bensíni.
Nú veit ég ekki hvort einhver kannast við þetta en svona er minning mín frá The big Apple.
Í morgun kvöddum við eitt af mínum uppáhaldshóteli í Rhone Alps héraðinu og keyrðum niður til French Rivieira þar sem við eigum heimboð hjá tveimur vinum okkar. Annars vegar Bretum og hins vegar Íslendingum. Þar sem við erum aðeins fyrr á ferðinni ákváðum við að keyra aðeins inn í Provence og finna okkur svona ,, Bistro á besta stað".
Ég á kortinu og fann ,,rosa flott hótel" alveg í leiðinni. Hehehehe..... sko málið var að við vorum bæði orðin frekar pirró og þreytan farin að segja til sín í sex´tíu ára gömlum skrokkum svo það var bara parkerað og bókað sig inn á herligheden!!!!!!!!!!!!!!!
Ja so svinger vi heheheheh............ elskurnar mínar við erum á svona elliheimilishóteli here in the middle of Provance og klukkan á mínútunni fimm byrjaði liðið að dansa hér vangadans á barnum svo eitthvað sætt og krúsulegt svo v ið bara hrökkluðumst út í hláturskasti. Sko halló ég er gömul en ekki svona helvíti gömul. Horfði á liðið dansa vangadans og varla hreyfast úr sporunum, haldandi í rassinn á hvort öðru, svona eins og horfa á hæggenga ´bíómynd.
Ég reyndi eftir fremsta megni að láta sem ekkert væri en þetta var einum of mikið af því góða.
Ef minn elskulegi hefði getað drepið mig með augunum væri ég ekki hér til frásagnar!
Sem betur fer bara ein nótt hér á elliheimilinu sem ég valdi.
Næstu daga verðum við hjá vinum okkar hér í Provence og eftir það er sko ekki til umræðu að ég velji hótel á leiðinni heim.
En rosalega var gaman að sjá hvernig ,,fólk á okkar aldri" velur sér hótel en ég er ekki alveg að sjá það að okkar vinir létu segja sér það- að barinn væri lokaður klukkan tíu og gömlu dansarnir væru milli fimm og sjö. Síðan fá sér kvöldmat og svo í rúmið og beint á koddann ekkert svona knús eða dodo,,,,,,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.9.2009 | 14:46
Það eru allar kýr hér með anorexíu.
það ganga um bakka Signu og njóta er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi. Dagarnir sem við dvöldum í Paris voru fljótir að líða. Við lékum við hvern okkar fingur og nutum þess í botn að slíta skósólunum í þessari fallegu borg menningar og lista.
Það sem stendur uppi er heimsókn okkar í vinnustofu Erró en þar tók hann á móti okkur síðasta daginn sem við dvöldum í borginni. Við gerðum stutt stans þar sem við vildum ekki trufla listamanninn en samt nóg til þess að við gátum rifjað upp gömul kynni. Hlökkum til að hitta hann í Vínarborg í október.
Núna sit ég hér á einu af okkar draumahóteli 85 km suður af Dijon í pínulitlu sveitaþorpi sem heitir Port Lesney svo lítið að það er ekki einu sinni merkt á korti. Þetta er lítið Cháteau með frábæru umhverfi og Gourme eldhúsi. Eitthvað sem við elskum að heimsækja.
Við fórum í göngu um bæinn um hádegi og fundum út að á þessum árstíma er þessi litli bær eins og dauðs manns gröf. Það sást ekki sála á götunum og hverfisbúðin var lokuð sem og eina Bistroið í hverfinu svo við keyrðum hér í næsta þorp sem er frægt fyrir góð vín frá vínökrunum sem teygja sig hér upp eftir hlíðunum.
Hvert sem auga er litið eru bændur að tína vínberjaklasana af vínviðnum og gaman að sjá fólk hér eins og fiðrildi hér upp um allar hlíðar. Við stálum okkur einum klasa og jammí hvað berin í ár smakkast vel.
Annað sem vakti athygli okkar hér á ferð okkar um sveitina i dag eru að hver einasta belja í sveitinni er með anorexíu á háu stigi. Hef aldrei á ævi minni séð jafn mjóslegnar kýr.
Aumingja blessuð dýrin.
Í kvöld verður borðað hér margrétta dinner og drukkið gott vín héðan úr héraði og notið sveitasælunnar.
Á morgun er ferðinni heitið til Aix Provenc eða alla vega eitthvað á suðurleið.
Læt heyra í mér aftur næst þegar ég kemst í samband.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2009 | 10:30
Er þetta nokkuð einn af þínum?
Þetta gerðist fyrir hart nær förutíu árum og sagan er sönn.
Þeir voru samankomnir nokkrir vinir á einum besta veitingastað bæjarins norður í landi. Það var ákveðið að gera sér glaðan dag og á þessum árum var vinsælt að fá sér Nautasteik Bernaise.
Þjónninn sem afgreiddi var ekkert nema almennilegheitin þar sem þetta voru örugglega mikilmenni að sunnan og snerist á hæl og hnakka til að þóknast þessum herramönnum sem kunnu sig! Pöntuðu steik og drukku rauðvín með. Ekta fínir kúnnar. Skemmtu sér konunglega og voru með háreysti og slógu um sig eins og fólk gerði á þessum árum.
Þegar hann kom með Turnbauta-steikina stoltur eins og hani, sko alveg nýbyrjaður á staðnum, segir minn elskulegi, sem unnið hafði við kokkerí í nokkur ár, lítandi yfir borðið á einn vininn: ,, Heldurðu að þetta sé nokkuð einn af þínum?" og um leið hamrar hann fingrunum í borðplötuna svona til merkis um hvað hann sé að fara.
Þjónsræfilstuskan sem stendur enn bísperrtur við borðið verður eldrauður í framan og án þess að segja orð lætur hann sig hverfa.
Á þessum árum var altalað og vitað að hrossakjöt var blandað við nautakjöt og oft var hesturinn borinn fram eða litla folaldið sem fínasta nautasteik. Fólk sem vissi ekki betur át þetta með bestu list og jafnvel fólk eins og ég sem sagðist aldrei borða hrossakjöt gerði það nú samt óafvitandi.
Fyrirgefið en nú er ég komin með velgjuna upp í háls. Borða ekki vini mina.
Það fóru nú ekki fleiri sögur af borðhaldinu en þegar þessir herramenn héldu heim daginn eftir og stigu um borð í flugvél Flugfélags Íslands er þá ekki þjónsræfilstuskan mættur á svæðið. Þeir spyrja hann hvað hann sé að gera þarna og það stóð ekki á svarinu: ,,Ég vinn ekki fyrir fólk sem svindlar á viðskiptavinum sínum svo ég er farinn aftur suður".
Æ grey ræfilstuskan vissi ekki betur, þeir gerðu þetta líka fyrir sunnan.
Þessi frásögn er dagsönn eins og ég sit hér í eldhúsinu mínu og færi þetta í letur.
Ég tek hatt minn ofan, alla vega húfuna, fyrir þessum ágæta bónda í Kjósinni. Hann er ekki að segja neitt nema sannleikann og alveg óþarfi að slá upp einhverri frétt um að Landssambandið harmi þessi ummæli.
Hvað haldið þið að gerist ekki á krepputímum elskurnar mínar?
Harma ummæli um kjöt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.9.2009 | 11:31
Picture it!
Hef aldrei verið mikið fyrir að slíta skónum mínum á malbikinu hvað þá í skógi Hans og Grétu. Var fræg þegar ég bjó á Íslandi lagði alltaf bílum mínum ólöglega vegna þess að mér fannst alveg óþarfi að ganga ef ég komst hjá því og var þ.a.l. daglegur gestur á lögreglustöðinni með sektarmiða í bunkum.
Verð nú samt að segja að eftir að ég fluttist af ,,mölinni" þá hefur viðhorf mitt til útivistar breyst til batnaðar og nú dansa ég hér skógargötuna með körfu undir handlegg eins og Rauðhetta og Erró í líki úlfsins fylgir mér hvert fótmál.
Hrikalega hallærislegt líkingamál en skítt með það.
Koma sér að efninu..............
Þessi klukkutíma daglega ganga á að gera kraftaverk eða svo er mér sagt og ég er næstum orðin húkt á þessari vitleysu. Minn elskulegi byrjaði á því að fara með mig í þessar göngur og var svona eins og ,,gulrót" á undan mér í byrjun enda gengur hann hraðar og tekur helmingi stærri skref en hún litla ég.
,,Picture it!" Hann svona 10 metra á undan mér valhoppandi frá hægri yfir á vinstri helming götunnar til að vinna tíma. Ég blásandi og másandi (sko bara með eitt og hálft lunga aularnir ykkar) á eftir, riðandi og með skjálfta í lærum, hælsæri, steina í skónum, augun næstum út úr tóftunum af áreynslu og með svona geðveikislegan svip á andlitinu vegna þess að ég ætla sko ekki að láta í minni pokann. Tíu metrum fyrir aftan mig dólar hundurinn eins og til þess að reka á eftir mér sem ég væri fé af fjalli.
Djöfull sem þetta fór í mig en ég lét mig hafa það hef alla tíð verið auðmjúk og eftirgefanleg í sambúð eða þannig.
Það er heldur ekki mikið um samræður á þessum göngum. Skiljanlega þar sem svo langt er á milli okkar að við gætum hvort eð er ekki heyrt til hvors annars.
Um daginn þegar við vorum á einni slíkri göngu og vorum komin rétt út á þjóðveginn heyrum við hvar bíll kemur keyrandi og við færum okkur út í vegkantinn. Í humátt á eftir bílnum kemur farartæki sem leit út í fjarlægð eins og móturhjól og ég sá andlitið á mínum elskulega breytast og það komu glampar í augun og hann næstum slefaði af ágirnd. Ég sá ekkert nema þetta væri mótorhjól en minn með sína kattarsjón sá betur og þegar farartækið nálgaðist vissi ég hverskins var. Þarna kom draumafarartæki míns elskulega. Svona mótorhjól með hliðarvagni. Hann hefur dreymt um svona tæki síðan við komum hingað. Ástæðan? Augljós...............
Þarna gæti hann þeyst um allar trissur með mig lokaði inn í hliðarvagninum og ekki séns að við gætum haldið uppi samræðum og hann myndi losna við allt mimm í mér. Hann alsæll í sínum heimi með kerlinguna í farteskinu í orðsins fyllstu.
Ég leit á hann glottandi og sagði: ,,Dream on my darling!"
Skil hann samt vel, ég get verið alveg hrikalegt ,,pain in the ass" enda farin að fara sjálf í mína daglegu göngur alla vega svona af og til en búin að bæta mig stórlega á tíma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.9.2009 | 11:50
Það var örugglega meira fjör inn í hólkinum síðast.
Ég svaf lítið í nótt. Var svona á milli svefns og vöku alla nóttina. Mig dreymdi eða ég held mig hafi verið að dreyma fólk sem mig hefur aldrei dreymt áður en gott fólk og góðar draumfarir svo ekki ætla ég að kvarta yfir því.
Ég er mikið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fá mér blund. Held að það sé alveg bráðnauðsynlegt þar sem ég var komin á ról hér fyrir fimm í morgun. Það er bara spurning hvort ég eigi að henda mér á rúmið eða fleyja mér í sólstól úti á verönd.
Sem sagt hrikalega erfið ákvörðun sem ég stend fram fyrir, svo líka þar sem sólin felur sig öðru hvoru bak við ský þá gæti mér orðið kalt á tásunum ef ég legg mig úti en ef ég fer upp þá gæti verið að ég gæti ekki fest blund þar sem ég er ekki vön að henda mér að degi til.
Hætti bara við, þetta er allt of mikið vesen.
Nú spyr einhver hvað var konan að gera klukkan fimm í morgun. Jú elskurnar mínar ég varð að vera komin inn í Prag klukkan sjö en þá átti ég að vera mætt í CT og þar sem ég hafði aldrei komið á þennan spítala fyrr var eins gott að hafa tímann fyrir sig. Þetta eru þvílíkir ranghalar og byggingar við þessar stofnanir hér.
Ég var sem sagt í seinustu rannsókninni eða þar til annað verður ákveðið. Mig minnir endilega að það hafi verið meira fjör inn í hólkinum síðast alla vega voru engin smile merki í þessum sem mér var rennt inn í í morgun enda var verið að taka scan af öllu draslinu inní mér í morgun en ekki bara einhverjum parti af innyflunum.
Þá vitið þið hvers vegna mig langar til að fá mér ,,kríu" held bara að ég láti það eftir mér.
Er samt enn að pæla í því hvort ég eigi að fara út eða vera inni.
Það sem maður getur verið ósjálfstæður og klikk!
Nennessekki lengur! Farin út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Það var hálf haustlegt hér í gær og blés kröftuglega þar sem við stóðum í einum af glæsilegasta hallargarði hundrað turna borgarinnar.
Gestir stóðu í litlum hópum hér og þar um garðinn og spjölluðu.
Svo birtist hún eins og engill, hvítklædd með hvítan blómvönd. Andlitið geislaði af hamingju og hún næstum sveif niður tröppurnar í fylgd föður síns. Ég þekki hana næstum ekki neitt en samt táraðist ég. Hvað er þetta með það að grenja alltaf við brúðkaup?
Við vorum viðstödd borgaralegt brúðkaup í gær þar sem gefin voru saman Íslendingurinn Leifur Alexander og fallega tékkneska Marketa eða Marky eins og hún er kölluð.
Falleg látlaus athöfn sem fór fram á þremur tungumálum, tékknesku, íslensku og ensku svo það færi ekki fram hjá neinum hvað um var að ræða þarna.
Það getur verið algjör þolraun að lenda í tékkneskum brúðkaupum þar sem haldið er í ævafornar hefðir. Sem betur fer var farið milliveginn í gær svo þetta varð ágætis blanda af ísl./tékk. brúðkaupi.
Venja er að fjölskylda brúðarinnar kemur saman heima hjá foreldrum hennar eldsnemma um morguninn og hjálpast við að klæða hana og skreyta bíla gestanna á milli þess sem sópað er í sig skinku, súrum gúrkum, sveppum og stundum köldum snitzel og rennt niður með bjór og Becerovka sem er snaps.
Athöfnin fer síðan venjulega fram um hádegi hvort sem það er borgaralegt eða kirkjubrúðkaup. Við vorum einu sinni boðin þar sem hjónin voru gefin saman hér í ráðhúsinu og sú athöfn minnti mig helst á hersýningu á tímum Stalins.
Eftir athöfnina fara veislugestir í halarófu á skreyttum bílum þangað sem veisla er haldin. Allir þenja bílflauturnar eins og frekast er kostur. Það er ein hefðin og ef þú lesandi góður ert einhvern tíma staddur í hundrað turna borginni á föstudegi um hádegisbil láttu þá ekki koma þér á óvart óþolandi bílflautuvæl sem ómar hér um öngstræti borgarinnar. Þetta gengur yfir sem betur fer.
Það fyrsta sem gerist þegar komið er að veislusalnum er það að brúðurin brýtur disk fyrir framan brúðgumann og saman tína þau upp brotin og sópa vel og vandlega ekkert brot má verða eftir því það stýrir ólukku. Þannig að þarna skríða brúðhjónin um allt gólf tínandi upp glerbrot og sópandi flísar. Þegar þau standa upp er brúðarkjóllinn orðinn ansi sjabbí og brúðguminn með hné í buxunum.
Það er mikið nastravíað (skálað) í svona veislum og venja að byrjað sé á kampavíni og léttum málsverði sem samanstendur af kjúklingalifrasúpu, nautakjöti (Pot roast) með knellik (soðkökum) og þungri sósu. Brúðarterta og kaffi. Þessu er skolað niður með góðu magni af víni, öllum sortum.
Ræður eru ekki margar (sem betur fer) Brúðhjónin fá fyrst allra súpuna og þjónninn kemur með stóran dúk og bindur hann utan um nýgiftu hjónin svo þau eru nú komin með einn ,,smekk" og mata hvort annað á súpunni. Eitthvað hefur það líka með það að gera að það má ekki sulla einum dropa niður þá er víst voðinn vís. Eftir þessa þolraun taka allir til matar síns.
Eftir kökuátið tekur maður eftir því að brúðurin er horfin. Þá er sem sagt búið að stela brúðinni og koma henni fyrir einhvers staðar á nærliggjandi pöbb þar sem hún djammar með vinkonum sínum. Brúðguminn fer síðan með sínum vinum að leita hennar og finnur alltaf á endanum og þar setjast þau að sumbli. Á meðan þessu fer fram sitja veislugestir áfram og blaðra við vini og vandamenn. Þeir sem ekki þekkja neinn eins og komið hefur fyrir okkur hjónin þá lætur maður sér leiðast út í horni. Þetta getur tekið allt upp í þrjár klukkustundir. Þetta er eins og það sé verið að hegna manni fyrir að mæta í viðkomandi gilli.
Loksins þegar þau nýgiftu láta sjá sig aftur eru þau orðin vel kippó og kát. Þá er tekið við að borða aftur! Nú er svíni sem búið var að slátra fyrr um morguninn og hefur snúist á teini allan daginn, sporðrennt með tilheyrandi súrmeti og dóteríi.
Þegar þarna er komið er maður orðinn svo stútfullur af mat að ekki er möguleiki að koma sér út á dansgólfið þar sem nú hefur verið skverað upp balli í tilefni dagsins.
Þá er aðeins ein hefð eftir og það er það að brúðurin sér færi á því að nú geti hún halað inn smá pening í sínu eigin brúðkaupi svo hún skellir sér úr skónum og haltrar á milli gesta sem sitja afvelta eftir allan matinn eða ofurölvi og nú rekur hún skóinn með táfýlunni næstum upp í nef gestanna og biður þá góðfúslega um ölmusu. Allir rétta eitthvað fram, það bara tilheyrir. Eftir þessa uppákomu geta gestir loks haskað sér heim á leið en um leið og þú lætur þig hverfa er þér rétt karfa full af smákökum og vín í flösku svo maður hafi nú eitthvað að maula á heimleiðinni.
Brúðkaupið í gær var sem betur fer ekki svona hefðbundið. Það voru brotnir diskar og þau mötuðu hvort annað af súpunni og allir síðan átu á sig gat en aðrar tékkneskar uppákomur voru látnar eiga sig.
Það datt aðeins andlitið af Tékkunum þegar Íslendingarnir fóru að slá í glös og hjónin stigu upp á stólana til að kyssast en þeir lærðu fljótlega þennan ,,sið" okkar (sem ég hef ekki hugmynd hvaðan kemur) og fannst bara gaman að þessu.
Þá vitið þið hvað við vorum að bardúsa í gærdag og langt fram eftir kvöldi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.9.2009 | 08:24
Af hverju þið ekki bara skjóta þessa bankamenn og aumingja? Það við gera, mín þjóð.
Skiljanlega kippist fólk til við að heyra skothvelli nálægt byggð. En stendur ekki veiðitíminn yfir núna og þá fara skotglaðir á stúfana og leika sér í byssu og bófahasar.
Ekki það að ég sé að mæla með því að drita á blessað fiðurféð nálægt byggð og raska þar með ró manna um óttubil, nei aldeilis ekki. Halda sig alla vega fyrir ofan snjólínu hvar sem hún er nú sögð vera þessa dagana.
Þetta minnir mig á atvik sem gerðist hér sl. sunnudag. Við, ég og minn elskulegi sátum í hádeginu úti á veitingastað í einni fjölförnustu götu Pragborgar með góðum vinum frá Íslandi.
Þar sem við sátum þarna og rifjuðum upp skemmtilegan tíma saman sl. sumars kom maður gangandi að borðinu okkar og heilsaði. Við kyntum manninn fyrir gestum okkar og hann fór að spyrja frétta frá Íslandi. Hafði verið búsettur heima í nokkur ár og spilað m.a. með Ísl. Sinfóníunni.
Umræðan snerist brátt að ástandinu og ,,útlendingurinn" sagði okkur ekki farir sínar sléttar. Hafði tapað peningum þarna heima og var skiljanlega mjög heitt í hamsi eins og við gætum bara leyst þessi mál hans þarna á gangstéttinni í miðri Evrópu.
Eftir að hafa hlustað á langa og ítarlega sögu hans segir hann: Af hverju þið ekki bara skjóta þessa bankamenn og aumingja?
Við urðum hálf hvumsa, var maðurinn að djóka eða hvað?
Nei honum var fúlasta alvara og þegar ég sagði: Já þú meinar það, bara fá okkur byssur og skjóta þá alla á færi?
Hann horfði á mig með þessum svörtu augum og sagði: Já það við gera, mín þjóð, bara finna einhverja sem hafa þetta að atvinnu og borga þeim slikk fyrir að skjóta þá. Ekkert vesen. Minnsta mál í heimi. Bara svona eitt púff og þið laus við alla vitleysingana. Svo auðvelt að finna svona atvinnumorðingja.
Ég beið eftir því að hann segði: ,, Ég skal hjálpa ykkur með þetta".´
Ef satt skal segja varð mér svo um að ég stóð upp og fór inn á salernið. Þegar ég kom út aftur var hann að kveðja og við sátum eftir hálf viðutan og hugsandi öll saman.
Manninum hafði verið fúlasta alvara!
Skothvellir í Salahverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2009 | 11:10
Svona er lífið.
Ég er sjálfsagt alls ekki ein um það að finnast tíminn líða eins og örskot fyrir sólu. Allt það sem ég ætlaði að framkvæma í gær liggur bara á hakanum og bíður betri tíma.
Hér eyddi ég megninu af deginum í gær og lét mig dreyma, las í bók og hugsaði.
Nei svo sem ekki amalegt skot.
Á föstudagskvöld fengum við góða gesti og héldum lítið kveðjusamsæti fyrir norska vini okkar, svona knus og kram party með tilheyrandi tárum og snýtuklútum.
Ég bjó til borðskreytingu með haustívafi, ekki svo galið hjá minni.
Ávextir eru notaðir í allt á þessu heimili þessa dagana, líka til skrauts
Hér sjáið þið ef vel er skoðað kryddjurtirnar mínar sem eru ómissandi líka þessa dagana.
Neip sjást ekkert vel. Jæja skítt með það.
Þessi stóð fyrir því að fæða liðið með stórsteikum og öðru gómsætu gumsi.
Hann hefur aldrei neitt fyrir þessu minn elskulegi, galdrar jafnvel blindandi alltaf eitthvað fínerí.
Já svona var nú umhorfs hjá okkur hér á veröndinni í góðum félagskap á síðsumarskvöldi.
Séð yfir hálfa veröndina að Stjörnusteini
Takið eftir Erró sem liggur þarna fram á lappir sér og bíður eftir því að kampavínið flæði. Orðinn hrikalega þreyttur á því að bíða.
Datt bara svona í hug að setja þetta inn til minningar.
Farin út í skotið mitt með bókina mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.8.2009 | 10:48
Nú er kominn tími til að uppskera hér að Stjörnusteini.
Þegar við fluttum í fyrsta húsið okkar hér í Prag fyrir mörgum árum fylgdi með þokkalegur garður. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég var himinlifandi, ekki aðeins af því að komast úr kakkalakkaíbúð í mannsæmandi húsnæði heldur líka að fá garð og með þetta líka flottum ávaxtatrjám. Epli, perur, plómur, kirsuber og radísur, vaxa þær ekki líka á tránum? Bara nefndu það!
Og konan var himinlifandi en dvaldi ekki lengi í Paradís því þegar haustaði kom að því að sulta, safta, búa til grauta og hvað þetta nú allt heitir og hún ég hafði aldrei farið í húsmæðraskóla ( ég taldi nefnilega alla visku koma frá Húsmæðraskólum bara af því ég hafði farið frekar á Lýðháskóla og nennti ekki að læra að elda norsk mad) aðeins verið í matreiðslu í Réttó og alltaf staðið álengdar þegar mamma bjó til sultur og saft því það var ekki ætlast til að maður tæki til hendi í því eldhúsi.
Hér með er því komið á framfæri að ég hef aldrei verið mikil búkona. Alla vega ekki svona sultu,grautar eða sveppagerðarmanneskja. Voða gott að láta bara aðra sem nenna að vesenast í þessu gera það fyrir mig.
Ég man hvað ég glápti á trén, andskoti var mikið á þeim, ætlaði þetta aldrei að taka enda svo ákvað ég að láta náttúruna sjá um sig og hætt að glápa á trén.
Ég hefði betur hundskast út og tínt eitthvað af þessari hollu fæðu og gefið bara öskuköllunum (þeir fengu allt sem ég vildi ekki nota lengur eða gat verið án í þá daga) því þegar leið á haustið var garðurinn eitt drullusvað þar sem epli, perur og annar úrgangur safnaðist fyrir neðan trén og safnaði í sig allslags bakteríum og óþverra. Get svarið fyrir það garðurinn leit út eins og í hryllingsmynd og það var ekki farandi niðrí hann nema á klofstígvélum.
Ekki man ég hvernig þetta endaði en örugglega með ósköpum og ég fengið einhvern velviljaðan sem vantaði pening til að þrífa þetta gums.
Þegar við fluttum hingað að Litla Íslandi þá var ég svo himinlifandi yfir því að það voru engin ávaxtatré eða svo hélt ég. Komst að því fyrsta vorið að hér er himinhátt kirsuberjatré en sem betur fer svo hátt að þangað kemst aðeins fuglinn fljúgandi eftir berjunum og veisla hjá þeim allan júlímánuð. Síðan voru þrír kræklóttir aumingjar hér við lóðarmörkin langt frá húsinu okkar. Ég skipti mér ekkert af þeim en eftir því sem við fórum að þrífa í kring um þessar hríslur byrjuðu þær að dafna og viti menn voru þá þetta ekki plómutré sem Tékkar kalla svetské eða sveskjutré.
Í dag eru þetta hin gerðalegustu tré og í ár eru miljónir sveskja sem dingla þarna engum til ánægju og mér til ama vegna þess að ég veit að ég verð að hunskast til að tína þetta.
Ef vel er að gáð þá er þetta blágráa afurðin, obboslega eitthvað krúsulegt.
Er einhver til í að koma og hjálpa mér? Ég borga vel í PLÓMUM nú eða SVESKJUM ef það verður komið fram á haustið.
Hugmynd býð gestunum mínum bara að tína hér í kvöld fyrir matinn við undirleik og söng frá Tom Jones hann hefur alltaf svo hressandi áhrif á mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.8.2009 | 07:56
Að vera valin ein af þessum 5% heppnu er ómetanlegt!
Ég var búin að segja ykkur að það yrði ekki alveg svona auðvelt að losna við mig aularnir ykkar!
Í gær hitti ég Dr. Kopkova yndislega lækninn minn og eftir nokkra bið og venjulega rannsókn sagði hún okkur þær gleðifréttir að allt liti vel út og ég væri ,,hrein". Ég fer í CT eftir tvær vikur og eitthvað annað sull sem verður sprautað í mig sem ég kann ekki að nefna en það er bara til að taka af allan vafa.
Stórum áfanga er náð!
Það er búið að taka mig aðeins tíma að átta mig á þessum góðu fréttum. Loftið er smám saman að fara úr blöðrunni og ég fer að geta andað léttar með þessu hálfa lunga. Ég get núna fyrst grátið af þakklæti yfir að vera valin ein af þessum 5 % heppnu.
Og áður en ég fer að háskæla þá vil ég þakka ykkur öllum sem stutt hafa mig alla þessa mánuði með orðum og í verki. Minn elskulegi sem stóð eins og klettur við hlið mér og rak mig áfram bæði með harðri og mjúkri hendi fær alveg spes knús. Börnin mín og tengdabörn sem stóðu sig eins og hetjur þakka ég líka fyrir að vera til. Án þeirra hefði baráttan verið erfiðari.
Stórt faðmlag inn í góðan og bjartan dag.
Guð blessi ykkur öll.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)