Vitið þið hvað Ayurvedic Massage er? Nei ekki það, ekki ég heldur fyrr en í gær þegar ég uppgötvaði þetta frábæra Indverska heilunarnudd. Það var ekki amalegt að byrja sumarið á því að kynnast þessari meðferð.
Ég hafði verið að hugsa um að reyna eitthvað nýtt tll þess að koma orkuflæðinu í stand og reyna að koma mér út úr þessu aðgerðaleysi og aumingjaskap og hafði hugsað mér að reyna Reiki sem ég hafði heyrt um að væri gott fyrir sál og líkama. Þess í stað var mér bent á Indverska meðferð þar sem notaðar eru þrennskonar olíur og þú liggur þarna eins og Skata í einn og hálfa klukkustund og lætur mjúkar hendur gæla við líkamann sem endar á sandmeðferð sem einnig er líka mjög þægileg.
Þessi meðferð á að hjálpa líkamanum að endurnýja sig sjálfur en auðvitað með þinni hjálp, sem fellst í því að hugleiða og vera meðtækilegur og skemmir ekki að hafa trúna meðferðis.
Ég veit ekki hvað gerðist en ég fékk það á tilfinninguna að ég lægi í mjúkum grænum mosa og yfir mér hvolfdist iðjagrænt laufþak. Tónlistin sem var framandi og kom úr litlum Ipod varð allt í einu lifandi og ég sá konu í hvítum kufli sem stóð ekki langt frá mér og söng þessa framandi söngva. Seinna tók við á Ipodinum karlaraddir en þá fannst mér þær berast all langt frá úr einhverskonar húsagarði með gosbrunni í miðju og þar gengu þessi munkar um í rólegheitum og hummuðu fyrir mig.
Alveg sama þið þurfið ekkiert að trúa mér en þetta var ótrúleg reynsla fyrir mig.
Í framhaldi varð ég svo heilluð af þessari meðferð að yfir teinu sem Camilla nuddarinn eða eigum við ekki heldur að kalla hana heilara drakk með mér, tek það fram að ég er ekki te fan, en þarna fannst mér það allt í einu gott, þá pantaði ég Jóga tíma í næstu viku og nudd á eftir. Aldrei komið nálægt Jóga en það var bara eitthvað sem sagði mér að þetta ætti eftir að hjálpa mér heilmikið og trúin flytur fjöll það vitum við.
Það var ekki amalegt að byrja sumarið svona vel.
SENDUM YKKUR ÖLLUM HLÝJAR SUMARKVEÐJUR HEIM Í YKKAR HÚS SEM BERAST VONANDI MEÐ SUNNANVINDUM HÉÐAN FRÁ STJÖRNUSTEINI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.4.2009 | 18:58
Andskotan ekkert fútt i Hanastélinu í morgun.
Yfirleitt þar sem ég hef mætt í Hanastél (cocktail party á góðri Íslensku) hefur mér sjaldan leiðst og stundum jafnvel bara frundist þræl gaman. Ég hef kynnst fjöldann allan af fólki í þannig samkvæmum bæði skemmtilegu og miður skemmtilegu. Stundum hefur maður orðið fyrir hrikalegum vonbrigðum með veitingarnar en stundum líka fengið algjört lostæti.
Það er nú það.
Ég verð nú að segja að Hanastélsboðið sem ég var boðin til í morgun var ekki alveg það skemmtilegasta sem ég hef farið í. Vertarnir sem tóku á móti gestunum voru afskaplega ólíkar. Önnur brosti út að eyrum og var ekkert nema elskulegheitin af hinni lak fýlan og svipurinn sagði eitthvað á þessa leið: Guð hvað ég nenni þessu ekki, vonandi fer þessum gestum fækkandi hvað úr hverju. Ég forðaðist að tala við hana á meðan ég dvaldi þarna þessar tvær klukkustundir. Enda sá sú brosmilda um að halda uppi small talk öðru hverju við gestina.
En blessaðir gestirnir voru ekki skrafhreifnir það verð ég nú að segja. Allir höfðu komið sér fyrir eins vel og hugsast gat, tek það fram að ég lenti í betri sætum í morgun, sem sagt rúmi. Allir voru með sinn cocktail misjafnlega sterkan auðvitað, allt eftir óskum hvers og eins. Einstaka gestur brosti til næsta manns en mér fannst nú sem öllum leiddist heil ósköp í þessu partýi enda engin lifandi músík og ekki heldur úr hljóðkerfi. Tveir voru með Ipod sá ég og fannst mér það góð hugmynd. OK við vorum þó blessunarlega laus við leiðindar ræðuhöld á Tékknesku sem yfirleitt eru haldin í svona gillum. Þvílikur tortúr að hlusta á og nú er ekki einu sinni afsökun að fara út að reykja á meðan á tölum stendur. Trallallallallala.....
Því las ég bókina hans Randy Pausch, Síðasta fyrirlesturinn. Ekki kannski rétta bókin í svona partý en hún er alla vega blákladur veruleikinn settur á blað án uppspuna.
Það var sem sagt ekkert fútt í þessu partýi en vegna þess að maður má ekki vera ókurteis þá hélt ég það út þessa tvo tíma enda í betri sætum og lét sólina verma á mér hvirfilinn. Smá vítamín fyrir hárið í leiðinni. Nei elskurnar það er enn á sínum stað og vonandi bara helst það þannig.
Var ég búin að segja ykkur að mér og örugglega flestum þarna inni fundust veitingarnar bragðlausar.
En andskotinn hafi það ég held þær séu að virka. Ég alla vega trúi því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.4.2009 | 10:33
Morgunstund gefur gull í mund.
Eftir svefnlausa nótt fór ég með kaffibollann með mér út í bíl klukkan rúmlega sex í morgun, úrill útí sjálfa mig vegna þess að geta ekki fest blund alla nóttina. Eitthvað smá stress í gangi? Jamm ætli það ekki ja alla vega var það eitthvað sem angraði mig.
Tók bara klukkutíma að keyra upp á spítala. Ég hafði eitthvað misreiknað mig, hélt ég væri að fara í Hanastélsboð no. II en var þá bara að fara í blóðtöku, röntgen, öndunarþol og að endingu að bjóða lækninum mínum góðan daginn.
Hún var svona líka ánægð með mig og þar sem ég ældi ekki lifrinni og restinni af lungunum eftir síðasta Hanastél á að bæta við lyfjagjöfina. En ég fer í þann pakka í fyrramálið.
Ég varð nú að kvarta aðeins fyrst þetta ætlar að ganga svona vel og sagði henni frá bakverkjum og hvað ég væri búin að lesa um á netinu. Ég væri orðin smá stressuð yfir þessum verkjum og lægi andvaka teljandi kindur nótt eftir nótt, sem er auðvitað haugalygi, ég sef alveg ágætlega, ja nema sl. nótt.
Hún bað mig í guðana bænum að hætta að þvælast svona á netinu, það gerði mér ekkert gott, bara til að búa til ímynduð vandamál.
En til að róa mig, ekki það að ég væri eitthvað æst, sendi hún mig í Scan með bakið.
Svona á að taka á því, ekkert verið að bíða hér eins og á SUMUM stöðum þar sem ekki einu sinni er hlustað á mann. Þarna er ég næstum byrjuð að segja ykkur eitt að því sem liggur svo þungt á mér. OK þetta er byrjunin. Viss um að ég gubba þessu út úr mér einn daginn.
Er sem sagt bara fín og ætla út að athuga með blómin, hvort þau eru farin að blómstra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.4.2009 | 19:50
Sko það er alveg lágmark að þetta sé í sétteringu.
- Heyrðu er það ekki Hortensíur sem þú hefur sett í kerin hér í gluggakisturnar?
Þetta var minn elskulegi sem tók svona til máls þegar hann var rétt kominn inn úr dyrunum hér í eftirmiðdaginn. Hvað var minn núna að pæla hugsaði ég.
-Ha ja það fer nú bara eftir því hvað fæst og og stundum eftir því í hvaða stuði ég er í hvort ég vel Hortensíur eða eitthvað annað. Af hverju spyrðu?
- Ég keypti nokkur blóm á leiðinni heim sagði hann og það var ekki laust við að það væri dálítill ánægjuhreimur í röddinni. Þau eru þarna úti við bílskúrinn.
Ég var næstum farin að tuða yfir því að hann hefði nú átt að bíða þar til ég hefði getað farið með honum. Þetta væri örugglega ekki nógu góðar plöntur og þar fram eftir götunum en stillti mig alveg eins og ég gat. Andaði djúpt og taldi upp á hundrað. Hugsaði um leið, hvað var hann nú að vesenast í þessu. Þetta hefur alltaf verið mín deild og um leið og ég fór til að skoða innkaupin hugsaði ég : ,,Andskotinn, hann hefur örugglega keypt einhverja vitleysu"
En viti menn voru þetta ekki bara hinar gerðalegustu plöntur og engin smá bunki sem lá þarna og æpti á mig: ,,Setja mig niður, setja mig niður strax, ekki seinna en núna!!!!"
Ég fór í skítagallann og byrjaði strax að setja niður í ker þrátt fyrir hörð mótmæli frá mínum elskulega, hann ætlaði að gera þetta allt sjálfur þetta árið. Ég hélt nú ekki en lofaði honum að bera í mig mold og koma kerjunum fyrir í gluggakistum á Stjörnusteini, Fákaskjóli og Leifsbúð.
Ég fór að velta því fyrir mér hvaða lit minn hefði keypt þar sem engin plantan var byrjuð að blómstra og ég sá ekki neitt um lit blóma á pottunum svo ég spurði: Hvaða lit keyptirðu?
Ég hefði átt að sleppa þessari spurningu því það kom aðeins á minn en samt alltaf fljótur til svars:
- - Lit? Allt sami litur.
- Ertu viss, það stendur ekkert utan á pottunum.
- Já þetta var allt í sama rekkanum.
- Já það er nú ekkert að marka það sagði ég og var næstum farin að búa til mál. Þið vitið, það er ekki hægt að hafa ljósbleikt, rautt og ferskjuliti saman í keri. Það bara virkar ekki þannig.
Svo nú er það stóra spurningin. Hvaða litur verður á sumarblómunum í ár hér að Stjörnusteini. Sko við erum að tala um hátt í áttatíu plöntur sem eiga eftir að blómstra hér í allt sumar og það verður að vera alla vega í smá setteringu.
Annars er ég bara nokkuð hress. Fer í Hanastélsboð no. tvö í fyrramálið í boði Tékkneska ríkisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.4.2009 | 13:38
Hotel Reiterhof í Wirsberg alltaf jafn kósí
Ég hef sagt ykkur það áður en minn elskulegi er stundum langt á undan sjálfum sér þannig að venjulegt fólk á stundum erfitt með að fylgja honum og föstudagurinn var einn af þessum dögum sem maður bara andar djúpt og bíður bara þar til hann róast niður.
Þegar ég vaknaði var hann rétt nýbúinn að bera á eldhúsgólfið efni sem lokar steininum og lyktar eins og blanda af terpentínu og lími. Ég gat sem betur fer smokrað mér inn fyrir skörina og teygt mig í kaffið, annars hefði hann nú fengið smá Gú moren á Tékknesku ef ég hefði ekki fengið morgunsopann minn fyrr en eftir dúk og disk.
Ég heyrði í traktornum og vissi að þar fór minn hamförum í slætti sem stóð langt fram yfir ádegi eða þar til fór að rigna um fjögur leitið. Hann var ekki fyrr kominn inn en hann segir: Hvernig hefur þú það núna elskan?
- Ég , jú bara fínt.
-Já er það. Ég var að pæla í því hvort þú vildir skella þér til Þýskalands.
-Núna? Ég horfi á hann þar sem hann situr við tölvuna og greinilega búinn að finna hótel á netinu og kominn hálfa leið í huganum.
- Já hvernig væri það segir hann, eigum við að skella okkur til Nürnberg?
- Æ ég nenni ekki inn í stórborg segi ég, væri miklu meira til í að fara bara til Wirsberg.
Wirsberg er lítill bær ekki langt frá Bayreuth og þar er eitt af mínum uppáhalds hótelum. Það tekur svona þrjá tíma að keyra þangað heiman frá okkur. Ég var varla búin að sleppa orðinu þá var minn búinn að hringja og panta herbergi, ríkur upp af stólnum og segir: ókey drífum okkur þá.
Eftir hálftíma vorum við búin að pakka niður fyrir okkur og hundinn, því auðvitað varð að keyra hann í pössun í leiðinni og klukkan hálf sex renndum við hér úr hlaði.
Ég get alveg sagt ykkur að þetta var ekki alveg það gáfulegasta sem okkur gat dottið í hug. Í fyrsta lagi var föstudagur og brjáluð traffik í öðru lagi var ausandi rigning og hrikalegt skygni.
Það tók okkur tvo klukkutíma að ná út úr borginni, segi og skrifa tvo tíma!
Það sem hefði tekið þrjá tíma tók okkur fjóra og hálfan.
En skítt með það þessi keyrsla var þess virði. Eins og alltaf var tekið vel á móti okkur við nutum þess í botn að láta stjana við okkur yfir helgina. Þar sem Reiterhof er Spa hotel þá var dagurinn í gær svona heilsu dagur með gufu, sundi, nuddi og fl. sem var ekki slæmt fyrir minn eðalskrokk.
Þá vitið þið það, þið sem eruð búin að reyna að ná í okkur yfir helgina. Við vorum ekki heima.
Erum sem sagt komin aftur heim og minn kominn á traktorinn og ég er að hugsa um að setjast í sólina með góða bók og halda áfram að hafa það huggulegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.4.2009 | 20:17
Ég er að pæla í því svo mikið..............
Það er svo margt sem ég er að velta núna fyrir mér. Ég hef verið að spyrja sjálfa mig hvort ég ætti að setja þessa þanka mína hér niður eða skrifa það heldur í bók minninganna en sú skrudda er ekki til sýnis hverjum sem er.
Margt af því sem mig langar til að deila með ykkur á fullan rétt á því að koma fram í dagsljósið sumt gæti jafnvel opnað augu fólks en gæti líka reynst öðrum hart að kyngja. Það hefur ekki vantað hvatningu en ég er eitthvað svo rög að taka stóra skrefið. Hella mér útí djúpu laugina.
Nú brosa margir út í annað því hvað hef ég ekki oft hent mér út í þá djúpu og svamlað alltaf upp að bakkanum. Hvers vegna ekki einu sinni enn?
Og hvað er það sem mig langar svo mikið að deila hér með ykkur?
Nei hefur ekkert að gera með kosningarnar, flokka eða pólitík almennt. Gæti ekki staðið meir á sama um allan þann endemis hálfvitagang sem þarna er í gangi uppi á mínu fagra föðurlandi. Stundum óska ég þess að þjóðin kjósi bara yfir sig ,,jólasveininn". Pælið í því hvað er í gangi þarna hjá þingheimi öllum. Ég skil engan útundan mér finnst sami rassinn undir þeim öllum, só sorrí!
Ekki heldur hefur það neitt með ástand gamalla húsa að gera eða hústökufólk sem kemur sér fyrir í ónýtum hjöllum stórkaupstaðarins. Hvað þá það skipti mig máli hvort verðir laganna heima æpi Gas,gas,gas og aftur gas. Allt í einu komnir á bólakaf inn í einhvern æsispennandi amerískan thriller með kylfur á lofti og stríðsglampa í augum.
Ef hústökufólk hefur gaman að því að koma upp þessum hjöllum, þrífa til og hreinsa út kakkalakka (síðan hvenær hafa kakkalakkar þrifist á Íslandi?) þar sem eigendur hafa ekki séð sóma sinn í því að rífa þessi hreysi niður þá bara mega þeir taka þessi hús mín vegna til handagagns. Tala nú ekki um ef þarna var búið að koma upp ,,verslun" sem,,seldi" ókeypis varning og sneisafullur pottur stóð á hlóðum allan daginn fyrir þurfalinga. Biðið við er þetta bara ekki hið besta mál?
En hvers vegna í ósköpunum varð að eyrnamerkja húsið með graffeti? Æ greyin mín þarna klikkið þið alveg. Það þarf nebblega að vera smá dipló til að fólk fíli ykkur. Nei ég segi bara svona.
Dísus hvað ég næ þessu ekki.
Heheheh nei það var sko alls ekki þetta sem ég vildi deila með ykkur það kemur seinna.
Veit ekki, ef til vill, ef til vill ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
14.4.2009 | 09:57
Vá sú kom á óvart!
Ég slæ ekki oft upp svona fréttum en þetta er þess virði að upplifa. Susan Boyle kom, sá og sigraði. Þessi hallærislega kona sem allir hlógu að sló svo sannarlega í gegn. Hvet ykkur til að horfa á myndbandið. Ég sat bara hér dolfallin og það hrukku jafnvel tár af hvörmum. Virkilega áhrifamikið.
Hæfileikar leynast víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2009 | 08:02
Gleðilega hátíð
Gleðilega páska
Þegar vorar fjörgast flest
fæst vart stund til náða
í hug mér ómar heima er best
og hvetur mig til dáða.
Bestu kveðjur til ykkar allra héðan frá Stjörnusteini.
Njótið dagsins við störf og leik hvar sem þið eruð stödd í heiminum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.4.2009 | 11:13
Bloggvinkona frá Danaveldi bankaði uppá í gær.
Bloggedí blogg hér á laugardegi fyrir páska.
Þið heyrið nú að hér er kona bara mjög hress. Ætli þetta sé ekki svona ,,opsa deisí " dagur og það meir að segja númer tvö. Það sem ég var búin að bíða lengi eftir þessu en svo bara kom þetta allt í einu án þess að gera boð á undan sér. Frábært!
Ekki datt mér nú í hug að ég ætti eftir að hitta einhvern af þessum fáu bloggvinum mínum en viti menn var ekki bara bankað uppá hjá okkur í gær og var þar komin bloggvinkona mín Guðrún Þorleifsdóttir og hennar maður Brynjólfur en þau búa á eyjunni Als í Danaveldi. Óvænt ánægja og sátum við hér og spjölluðum í góða veðrinu allan eftirmiðdaginn.
Virkilega gaman að hitta þessa frábæru konu.
Já kæru vinir hér er komið þetta líka fína veður svo maður heyrir næstum þegar blómin blómgast á trjánum svo mikill flýtir er á vorkomunni.
Ætla nú ekkert að vera að svekkja ykkur þarna heima meir með fréttum af hitastigi en bara svo þið vitið það þá er hér 25° úps ég bara varð, sorry.
Farin út að vökva kryddjurtirnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fyrstu ábúendur Listasetursins okkar á vordögum eru nú komin hingað í Leifsbúð. Fræðimaðurinn, Íslenskufræðingurinn og kennarinn Baldur Sigurðsson og kona hans Eva ætla að dvelja hér næstu sex vikurnar og vinna að verefnum sem ég kann nú ekki enn skil á en vonandi skýrist með tímanum.
Mikið finnst mér alltaf gott þegar líf færist yfir litla setrið okkar og ég get horft yfir frá Stjörnusteini að Leifsbúð og séð ljós kvikna á kvöldin eins líka þegar ég horfi yfir á morgnanna og fylgist með þegar ábúendur setjast með morgunkaffið sitt á litlu veröndina áður en byrjað er á dagsverkum.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að koma upp þessu litla setri og getað deilt því með frábæru Íslensku listafólki nokkra mánuði á ári. Setrið er lokað yfir háveturinn eða frá enda nóvember fram í mars.
Við förum að eins og farfuglarnir. Opnum um leið og þeir þyrpast hingað úr suðri og syngja inn vorið með sínu dirrindí.
Fyrir þá sem áhuga hafa á að skoða fleiri myndir af Leifsbúð þá er hér linkurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.4.2009 | 11:03
Mánudagsmórall
Ég er með móral. Hér hrannast upp póstur í tölvunni, sniglapóstur úr póstkassanum, bókasendingar, blóm og svo mætti lengi telja en ég, þessi samviskusama kona sem ég er kemst ekki til að svara öllum og þakka fyrir mig.
Hrikalega fer þetta mikið í pirrurnar mínar. Þið vitið þessar fínustu.
Elskurnar mínar þið sem lesið þetta takið á móti stóru knúsi frá mér og þakklæti fyrir alla umhyggjuna undanfarið. Satt að segja hef ég nú minnstar áhyggjur af ykkur þarna heima það eru vinir mínir úti í hinum stóra heimisem ég er með móral yfir. Ég horfi á bunkann hér af kortum og hugsa mikið hrikalega eigum við mikið að vinum og kunningjum. Hvaðan í ósköpunum kemur allt þetta fólk.
Ég ætla að reyna að vera duglegri að svara.
Annars er ég nokkuð hress í dag. Og þar sem ég veit að sumir hafa áhyggjur ef þeir sjá ekki færslu hér daglega þá eigi ég lousy dag. Jú það getur svo sem verið en stundum hef ég bara ekkert að gefa og þá er best að hlaða batteríiin og koma fílefldur inn seinna, ekki satt.
Í morgun þegar ég vaknaði hélt ég að þessi dagur yrði einn af þessum lousy eins og ein vinkona mín orðaði það svo skemmtilega en síðan ákvað ég að svo skildi ekki verða og áður en minn elskulegi fór niðr´í Prag bað ég hann að kippa niður tveimur kössum með páskaskrauti og nú ætla ég að fara út og skreyta pínu lítið hér í kring.
Búin að klippa greinar og setja í vasa svo þær verða útsprungnar með fallegum gulum blómum á skírdag.
Nú ætla ég út og sjá til hvort ég get ekki hengt nokkur plastpáskaegg á eitt tré hér á veröndinni. Ef ég meika þetta í dag þá er ég bara góð skal ég segja ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
3.4.2009 | 06:32
Ljóð að morgni
Þetta ljóð kom til mín með póstinum í gær sent frá skólasystkinum mínum Kristjönu og Pétri Maack. Takk kæru vinir fyrir hlýjar kveðjur.
Langaði að deila þessu með ykkur þar sem mér fannst það eiga svo vel við núna á þessum fallega föstudagsmorgni.
Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
Ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.
Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.
Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.
Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þetta er góður dagur, hafðu það sem best.
Ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.
Höf. ókunnugur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.4.2009 | 08:43
Betur væri að við ættum fleiri svona hugaða blaðamenn.
Jæja þá á að koma Agnesi og Þorbirni bak við lás og slá fyrir það eitt að upplýsa þjóðina um sannleikann. Hvenær ætli þeir fari nú að endurskoða þessi blessuð lög. Nú ætti fólk að mæta með spjöldin sín og hrópa H.F.F. og styðja við bakið á þessum blaðamönnum sem voru bara að segja okkur sannleikann.
Annars fletti ég Mbl. mjög snemma í morgun og viti menn hann var bara alls ekki eins niðurdrepandi og undanfarna daga. Ef til vill er það vorið í hjarta mínu sem hefur þessi áhrif en alla vega sá ég nokkrar athyglisverðar greinar (ekki um pólitík) og jafnvel stutta samantekt með með hressandi bröndurum.
Batnandi mönnum er best að lifa.
Brutu þau bankaleynd? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.4.2009 | 12:52
Fyrsta ,,hanastélið" mitt á spítalanum í boði Tékkneska ríkisins.
Í gær þar sem við Marta smarta sátum upp á spítala og biðum eftir að læknirinn kallaði mig inn, ó já m.a.o. hér er ég ekki að meina okkar Mörtu smörtu bloggvinkonu heldur mína Mörtu smörtu sem hefur þýtt allar læknaskýrslur fyrir mig og var svo sæt að koma með mér í gær í viðtalið hjá krabbameinslækninum svona til öryggis og þýða fyrir mig. Hún Marta mín er Tékknesk en gæti alveg verið Íslensk þar sem hún talar okkar tungumál betur heldur en sumir innfæddir.
Takk elsku Marta mín fyrir alla hjálpina og skemmtilegar umræður í gærmorgun.
Þar sem við sátum, gerðum að gamni okkar og flissuðu eins og smástelpur kom hjúkrunarkona að okkur og brosti alveg hringinn og sagði mikið er gaman að sjá hvað þið eruð hressar og getið skemmt ykkur, jæja eitthvað í þá áttina var það sem hún sagði. Við brostum báðar og mér var litið yfir ganginn þar sem fólk sat og beið eftir að komast inn í chemo eða komast í viðtal. Margir voru þarna í fylgd með sjúklingum en enginn sást brosa og hver sat í sínum heimi.
Ég hugsaði eftir á, alltaf þarft þú að láta eins og fífl frú Ingibjörg, hvenær ætlarðu eiginlega að vaxa upp úr þessu kona!
Í bitið í morgun var lagt af stað í fyrsta hanastélið á spítalanum.
Fyrir ykkur, asnarnir ykkar sem vita ekki hvað hanastél er þá þýðir það kokteill en því miður löngu hætt að nota þetta orð yfir samkvæmi eins og cocktail pary. Þetta hanastél sem ég var að fara í var í boði Tékkneska ríkisins ja eða næstum því.
Mér var nú ekki hlátur í huga í morgun þar sem við biðum eftir að vera kölluð inn á stofuna. Ég sat prúð og stillt og sötraði vatn til að dreifa huganum. Hafði ekkert að segja, ekkert að spyrja, ekkert að tala um. Bara ein biðin í viðbót.
Loksins kom að mér og ég gekk keik inn á stofuna. Þar blasti við mér fjögur rúm, fjórir svona hægindastólar og síðan voru nokkurn konar kollar, þó með baki við hvern rúmfótagafl. Það var þröngt setinn bekkurinn, hver með sinn koktail drippandi inn í æðakerfið úr álklæddri platflösku. Mér var sagt að setjast á einn kollinn. Þar sem ég sneri baki í glugga, rúm og næstum allt vistvænt inni í þessu herbergi var mér nauðugur einn kostur að horfa á gulmálaðan vegg og tvær hurðir sem ég vissi að ég hefði komið í gegn um.
Þarna fyrir framan hurðina var lífið. Hér inni, þetta var biðsalur dauðans. Og mér varð allri lokið. Ég fór að gráta. Ekki mín vegna heldur vegna allra hinna sem voru með mér þarna inni.
Þið sem hafið gengið í gegn um þetta skiljið hvað ég er að fara en þið hin, Guð gefi að þið þurfið aldrei að skilja þetta.
Þar sem ekki var búið að tengja mig við koktailinn minn bað ég um að fara fram og tala við minn elskulega sem tók mig í fangið og hughreysti. Alltaf til staðar minn! Eftir smá stund gáfum við hvort öðru five og ég þrammaði inn í þetta herbergi sem ég á nú eftir að heimsækja nokkuð oft næstu mánuði.
En nú kemur það skemmtilega við þetta allt saman. Haldið ekki að minn eðalskrokkur hafi bara ekki næstum neitað að fá þennan fína koktail í æð. Það var ekki fyrr en í þriðju tilraun sem tókst að troða þessu á sinn stað.
Ja hérna Sjaldan hef ég nú flotinu neitað sagði kerlinginog það hefur bara aldrei komið fyrir mig áður að neita koktail hehehhe....... hvað þá svona að fá þetta beint í æð!
Sem sagt nú er ég komin heim þrælhress og útstungin. Svo nú á ég frí í viku frá spítala og kærleikssystrum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
29.3.2009 | 15:44
Vorverkin hafin hér að Stjörnusteini.
-Má ég klippa þennan runna?
-Hvað viltu að ég fari langt niður með þetta hér?
- Af hverju má ég ekki aðeins snyrta þetta líka?
Svona hljómuðu spurningarnar frá mínum elskulega í gær þegar hann æddi hér um landareignina með trjáklippur að vopni eins og óður væri. Hann er lengi búinn að suða um að fá að klippa tré, runna og rósir en ekki fengið leyfi fyrr en í gær. Þetta hefur nú verið mitt verk hingað til en nú varð ég að láta honum þetta vandasama verk eftir en auðvitað í minni umsjá og ströngu eftirliti.
Annars fórst honum þetta bara þokkalega úr hendi skal ég segja ykkur. Ég stalst aðeins til að klippa nokkrar rósir og vissi síðan ekki fyrr en ég var komin með hrífuna í hendur og farin að raka afklippurnar. Úps..... ekki alveg það gáfulegasta enda hætti ég fljótlega þessari vitleysu og fékk síðan aðeins að kenna á því um kvöldið.
Það sem ég kann ekki að sitja svona og stjórna. Ætli sé hægt að fara á námskeið nú eða taka eitthvað inn við þessu? Nei bara spyr.
Vorið sem kom í gær var næstum horfið í morgun þegar ég vaknaði. Jafnvel spörfuglarnir sungu með litlum tilþrifum hér á veröndinni eins og þeir findu á sér að þessi dagur yrði ekki eins sólríkur og góður eins og gærdagurinn.
Reyndar varð dagurinn góður. Elma Lind kom í heimsókn með mömmu sinni og pabba og afi setti upp róluna á veröndinni fyrir litla sólargeislann okkar. Það sem hún stelur manni þessi litla stelpa, algjör dúllurass.
Við skelltum steikum á grillið og þá veit maður að vorið er að koma, ekki spurning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)